Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 76
48 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson GADDAR Rokkaðir gaddar poppa upp klassískan kakílitan kjól hjá Bur- berry Prors- um fyrir vor/sumar 2008. Belti í mittisstað hafa verið vinsæl undanfarið ár og eru greinilega áfram á tískukortinu næsta árið. Mittið er hið nýja erótíska svæði konunnar en kvenlegar línur sáust hvarvetna á tískupöllunum fyrir vor og sumar 2008. Þeir hönnuðir sem sýndu í Mílanó höfðu greinilega tekið ástfóstri við kjóla með beltum og það var skemmtilegt til dæmis hjá Burberry að rokkuð leðurbelti voru notuð við fína kjóla, og eins voru gróf brún leðurbelti notuð yfir hippalega kjóla hjá Dolce & Gabbana. Leiðin til að uppfæra kjólinn, pilsið og skyrtuna í vor er sem sagt að skella þröngu belti í mittisstað. amb@frettabladid.is MITTIN ERU MÁLIÐ Í SUMAR HJÁ HÖNNUÐUNUM Í MÍLANÓ ANDAÐU DJÚPT! SEXÍ Fleginn hlébarðakjóll með stóru belti hjá Anna Molinari fyrir vor/sumar 2008. MYNDIR/GETTY IMAGES ROKKA- BILLÍ Vítt svart pils við bleikan leðurjakka, belti og sól- gleraugu hjá Gucci fyrir vor/sumar 2008. „FIFTIES“ Fallegur svart- ur og hvítur hlýralaus kjóll með breiðu rauðu belti hjá Anna Molinari. Skærbláan augnskugga sem endurkastar ljósinu í nýju Lancôme- línunni sem er hönnuð af Gucci Westman. BREITT Belti í yfirstærð er notað við sykursætan bleikan jakka og svart og hvítt pils hjá Gucci. Hvað sem öllum töfrakremum líður getur ekkert breytt útliti kvenna eins og förðun. Þetta uppgötvaði ég með mínum fyrsta svarta blauta ælæner þegar ég var sautján ára, ég var bara meira töff með hann en án hans þrátt fyrir mótmæli móður minnar. Förðun er yfirlýsing konunnar um sjálfa sig, alveg eins og fötin. Fyrstu sögulegu merki um farða eru frá sirka 3000 fyrir Krist hjá forn-Egyptum, en bæði fornmenjar eins og gamlar krukkur með augnmálningu og svo auðvitað stórfengleg veggja- málverk sýna að bæði konur og karlmenn notuðu sót til að undirstrika augun og grænan lit á augnlokin. Gyðingar lærðu svo þessa tækni og á ýmsum stöðum í Biblíunni er minnst á andlitsfarða. Rómverski heimspek- ingurinn Plautus ritaði: „Kona án farða er eins og matur án salts“. Blý og arsenik var svo notað allt frá tímum Elísabetar I fram á nítjándu öld til að lýsa húðina og rauður litur notaður á varir, kinnar og brjóst. Á púritönsk- um Viktoríutímanum var talið hórulegt að ganga með andlitsfarða og smekklegar konur máttu aðeins nota krem til að mýkja húðina. Eftir 1910 komst farði aftur í tísku og fóru konur að bera vax í augnhárin eins og maskara, og Vogue sýndi myndir af tyrkneskum konum með svartan augnblýant sem kom honum á tískukortið. Auðvelt er að tímasetja ljósmyndir af konum með því að skoða farða. Rauðar varir þriðja áratugarins, svört málning og gerviaugnahár þess sjöunda, diskóglimmer hins áttunda. Kvikmyndastjörnur eins og Marilyn Monroe, Brigitte Bardot, Grace Kelly og Audrey Hepburn voru allar farðaðar á sérstakan hátt sem hefur verið endurskapaður í ótal útgáfum í gegnum árin. Vinsælasti förðunarfræðingur heims um þessar mundir er Gucci Westman, en hún er mjög eftirsótt á tískuvikur þar sem hún skapar útlit fyrir hvern hönnuð fyrir sig. Westman er einnig í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnum eins og Drew Barrymore sem segir: „Þegar Gucci farðar mig veit ég að mér mun finnast ég fallegri og kynþokkafyllri.“ Franska snyrtivörufyrirtækið Lancôme fékk Westman til liðs við sig árið 2004 og hún fékk algjört frelsi til að skapa nýjar vörur. Westman sækir gjarnan innblástur til fortíðar og listaverka eftir Degas og Chagall. Vörur hennar fyrir næsta vor og sumar minna um margt á forn-Egyptana en hún notar mikið græna og bláa augnskugga með svörtum ælæner eins og sást hjá Alexander McQueen síðasta haust. Það verður því málið í vor að halda fimm þúsund ár aftur í tímann og fegra sig að egypskum hætti. Matur án salts > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Tískuvikan í London: Louise Amstrup slær í gegn Stjarna nýyfirstaðinnar tískuviku í London er án efa hin danskættaða Louise Amstrup en hún sýndi í fyrsta sinn við þetta tækifæri. Amstrup var lærlingur hjá Alexander McQueen, Sofia Kokosalaki og Jonathan Saunders og hefur hannað undir eigin merki frá árinu 2006. Nýja línan var í senn kvenleg og kröftug, með stórum víðum kápum, leðurpilsum og kjólum, vængjuðum ermum á silkiblúss- um og ýktum mjöðmum á bæði pilsum og buxum. Amstrup segist hafa verið innblásin af kventýpum David Lynch-myndanna og að spurningin sem hún varpi fram með sýningunni sé „Hver drap Lauru Palmer?“ OKKUR LANGAR Í … GRÁTT OG ELEGANT Gullfallegur fleginn kjóll með svörtu rokkuðu belti í mittið frá Burberry Prorsum. HIPPALEGT Galla- buxur, vesti og mjúkur hattur og brúnt leðurbelti í mittið hjá D&G. Ótrúlega falleg fjólublá sól- gleraugu frá Christian Dior. Fást í Gleraugnasmiðjunni, Kringlunni. Glitrandi krem í Gucci Westman-línunni sem nefnist „Ombre Glacée“ og er notað á augu og kinnbein til að ljóma. Ármúla 22 • 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • www.skrifstofa.is Opnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 HÅG Capisco er margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa að vinna við hæðarstillanleg rafmagnsskrifborð. Það er mjög auðvelt að sitja í mjög lágri stöðu upp í það að vera hálfstandandi. Capisco skrifstofustóllinn er með10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu BR O S 01 37 /2 00 7 Hönnuður Peter Opsvik Capisco er heilsuvænn vinnufélagi Tilboðsverð frá kr. 78.273.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.