Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2008 51 Þursaflokkurinn stígur á svið í Laugardalshöllinni í kvöld. Gestum býðst að kaupa egg til að grýta í meðlimi sveitarinnar. Hinn íslenski Þursaflokkur leggur allt undir á tónleikum sínum sem verða í kvöld í Laugardalshöll. Enda búnir að þaulæfa dagskrá sína ásamt Caput-hópnum. Svo öruggir eru Þursar með sig að tón- leikagestum býðst að kaupa egg til að kasta í hljómsveitina séu þeir ekki sáttir við framistöðu hennar. Hver gestur getur reyndar aðeins keypt sex egg að hámarki og Þurs- ar hafa vaðið fyrir neðan sig því hvert egg kostar 50 þúsund krónur. Tómas Tómasson bassaleikari vill reyndar koma því á framfæri að það egg sem kastað sé í sig kosti 85 þúsund með virðisaukaskatti. En andvirði eggjasölunnar mun renna í kosningasjóð Þursaflokksins. Þeir sem ekki eru búnir að tapa sér í Eurovision-vitleysu og ætla þess í stað að leggja leið sína í Laugardalinn til að hlýða á Þurs- ana, sem hljóta að teljast eitthvert það merkasta sem fram hefur komið á sviði popp- og rokksenunn- ar íslensku, eiga von á góðu. Ragn- heiður Gröndal verður „leyni“- gestur á tónleikunum og Fréttablaðinu tókst að verða sér úti um efnisskrána. Tónleikarnir hefj- ast á Þursasíu, syrpu af lögum Þursaflokksins í útsetningu Rík- arðs Arnar Pálssonar en Caput flytur. Svo byrjar ballið: Ranimosk, Stóðum tvö í túni, Búnaðarbálkur, Einsetumaður einu sinni..., Vera mátt góður, Æri Tobbi, Sjö sinnum það sagt er mér, Guð skóp Adam..., Skriftagangur, Bann- færing, Grafskrift, Upphafssöng- ur úr Gretti/Álagaþula, Draumsöngur Grettis, Vill ein- hver elska 49 ára gamlan mann, Nú er heima, Læknar hafa tjáð..., Pínu- lítill karl og Gegnum holt og hæðir. Amen. jakob@frettabladid.is Þursar óttast ekki eggjakast HINN ÍSLENSKI ÞURSAFLOKKUR Svo vissir um að æfingar skili sér að þeir bjóða gest- um upp á egg til að henda í sig líki þeim illa tónleikarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þór Freysson hjá Saga Film sér um upptökur á tónleikum Þursaflokksins og Caput í kvöld. Að sögn Þórs er reiknað með að þessar upptökur rati bæði í sjónvarp og á DVD-mynddisk. Jafnframt verða þessir tón- leikar tónlistarleg hryggjarsúla í heimildarmynd Þórs um sögu hljómsveitarinnar. Heimildarvinnan á bak við þá mynd er komin nokkuð vel á veg og reiknaði Þór með að hún færi á fullt strax eftir tónleikana. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Concert segir að nánast sé uppselt á tónleikana. Þó séu stakir miðar til á víð og dreif um salinn. „Og við ætlum að vera með miðasölu frá klukkan sjö í Laugardalshöllinnni þar sem fólk getur keypt sér miða á 2.500 krónur,” útskýrir Ísleifur. Hann tekur skýrt fram að Þursarnir ætli sér að vera tímanlega og hefji spilamennsku á slaginu klukkan níu. - fgg TÓNLEIKARNIR TEKNIR UPP Leikritið Kommúnan var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöld, en þar segir frá lífi íbúa í hippa- kommúninni Gleym mér ei, sem staðsett er á milli Hvera- gerðis og Selfoss. Undirtektir gesta á frumsýningu voru góðar, en margir hafa beðið spenntir eftir að sjá útfærslu Gísla Arnar Garðarssonar á sögu Lukas Moodysson. Kíkt á kommúnu LÍFLEGUR LEIKHÓPUR Aðstandendur Kommúnunnar voru kátir að sjá í hléi, enda verkinu vel tekið af frumsýningargestum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN SIGURÐSSON STEINUNN JÓNS- DÓTTIR OG EVA ÞOR- BJÖRG SCHRAM. HELENA JÓNSDÓTTIR OG ÁRNI FILIPPUSSON. SIGMAR GUÐMUNDS- SON OG GÍSLI ÖRN GARÐARSSON. Það var létt yfir frumsýningargestum í Borgarleikhúsinu á fimmtudag, enda varla um mikið annað að ræða þegar hippaandi svífur yfir vötnum. Leikhóp- urinn sjálfur var ekki síður ánægður að sjá í hléi. KÁTIR GESTIR Á FRUMSÝNINGU KOMMÚNUNNAR KIA • Laugaveg i 172 • Reyk jav ík • s ím i 590 5700 • www .k ia . is KIA umboðið á Ís land i er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Nú er hann kominn sportarinn í cee´d fjölskyldunni. Frábærir aksturseiginleikar, ríkulega búinn staðalbúnaði, stílhreinn og töff. VÍKTU AF VEGI VANANS Ó ! · 1 1 2 2 0 Ríkulegur staðalbúnaður: • álfelgur • loftkæling • USB-tengi fyrir iPod • 6 diska geislaspilari • aðgerðastýri • rafræn stöðugleikastýring • sex öryggisloftpúðar • upplýsingatölva Frumsýning í dag - opið frá kl. 10 - 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.