Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500026. febrúar 2008 — 56. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Námskeið um stjórnun heilsueflingar á vinnu-stöðum verður kennt í fjarnámi frá Háskólanum í Reykjavík frá 7. apríl til 16. maí næstkomandi. Heiti námskeiðsins er Vellíðan – Vinna – Velferð og umsóknar-frestur er til 17. mars. Nýsköpunar-þing Rannís, Nýsköpunarmið-stöðvar Íslands og Útflutningsráðs verður haldið á Grand Hóteli á fimmtudaginn 28. febrúar frá klukkan 8 til 10. Notendastýrð nýsköpun verður í brennidepli og nýsköpunarverð-laun fyrir árið 2008 verða afhent. Lýðheilsustöð lætur á hverju ári kanna tíðni reykinga meðal Íslend-inga og má skoða niður-stöður ársins 2007 á síðunni www.lyd-heilsustod.is. Meðal þess sem kemur fram í þeim er fylgni á milli meiri menntunar og þess að reykja ekki. Sjósund nýtur alltaf vinsælda og þeir sem stunda það segja það bæði hollt og hressandi. Benedikt Lafleur hefur stundað sjósund í nokkur ár. „Ég hafði lesið grein um sjósund og á myndinni sem birtist með var algjört heljarmenni þannig að ég hélt að þetta ætti nú ekkert við mig,“ segir B dikt, en hann hefur stund ðSvo þess þá betur í hvert sinn. Svo er mikilvægt að fara í heita sturtu á eftir og hlýja sér vel og lengi svo menn fái ekki kuldahroll seinna um kvöldið. Ég held að þetta sé örugglega gott fyrir ónæmiskerfið og þetta frískar mann mjög mikið.“Benedikt segir það sennilega ævintýraþrá sem dragi fólk til sunds í ísköldum sjón menn komast í á Eins og að sigra heiminn Benedikt segir sjósund frískandi og gott fyrir ónæmiskerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Sófalist Sófalist, Garðatorgi Garðabæ S. 553 0444, www.sofalist.is Rúmteppaveisla - mikið úrval af barna og unglingateppum. - 25% afsláttur ! VEÐRIÐ Í DAG BENEDIKT LAFLEUR Sjósund frískandi og gott fyrir ónæmiskerfið Heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS SKIPULAG OG HÖNNUN Hávær krafa um góða hljóðvist Sérblað um skipulag og hönnun FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SKOÐANAKÖNNUN Rúm 55 prósent þjóðar innar segist nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um nítján pró- sent frá því í janúar 2007, þegar einungis 36,0 prósent voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðn- ingur við að sækja um aðild í skoð- anakönnunum Fréttablaðsins. Þá segist meirihluti, eða 55 pró- sent, að ástæður séu meiri nú en fyrir ári til að skoða aðild. 7,3 pró- sent segja minni ástæðu til að skoða aðild nú en fyrir ári en 38,1 prósent segir ástæður fyrir að skoða aðild að ESB þær sömu nú og fyrir ári. Lítill munur er eftir búsetu eða kyni, en rúmlega 70 prósent þeirra sem styðja aðildar- umsókn telja ástæður fyrir að skoða aðild ríkari nú en fyrir ári, en 26 prósent þeirra sem eru mót- fallnir umsókn. Þá segja 69 prósent þeirra sem ekki gefa upp afstöðu til umsóknar að ástæður til að skoða aðildarumsókn séu nú ríkari. Nánast allir þeir sem töldu ástæð- ur nú til að skoða umsókn vera minni en fyrir ári eru mótfallnir því að Ísland sæki um aðild að ESB. Stuðningur við aðildarumsókn er meiri meðal karla en kvenna, þá eru fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem styðja að Ísland sæki um aðild en á landsbyggðinni. Ef litið er til afstöðu til aðildar- umsóknar eftir stuðningi við stjórn- málaflokk eru mestu breytingarnar meðal kjósenda Sjálf stæðis flokks- ins. Í september sögðust rúmlega 70 prósent sjálf stæðisfólks vera andvíg aðildarumsókn. Nú eru tæp- lega 60 prósent þeirra andvíg umsókn. - ss / sjá síðu 6 Stuðningur við ESB- umsókn aldrei meiri Meirihluti vill nú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stuðningur við aðildarumsókn hefur ekki verið meiri. 55,1 prósent segja meiri ástæðu til að sækja um nú en fyrir ári. Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB? JÁ 55,1% NEI 44,9% Skv. könnun Fréttablaðsins 23.02.07 Axlir í aðal- hlutverki Berar axlir og rauðir og svartir kjólar voru áberandi á Óskarsverð- launahátíðinni. FÓLK 26 YESMINE OLSSON Í fyrsta sinn á heimaslóðum Sótti innblástur að matreiðslubók til Indlands FÓLK 34 ÞRIÐJUDAGUR Skipulag og hönnunÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 SÖNGVAKEPPNI Friðrik Ómar Hjörleifsson naut aðstoðar dávalds þegar hann sigraði í Laugardagslögunum um liðna helgi. „Ég hafði nú takmarkaða trú á einhverju svona, en allt í einu hurfu öll hljóð í umhverfinu og ég heyrði bara röddina hennar. Hún hjálpaði mér að búa til orkubolta í brjóstkassanum á mér og slá í hann í hvert skipti sem mig vantaði orku á sviðinu,“ segir Friðrik. Ingibjörg Gunnarsdóttir dáleiddi Friðrik Ómar í Smáralind og hefur fallist á að fylgja honum í aðalkeppni Eurovision í Serbíu. „Ég hleypi honum ekki einum til Serbíu. Það er stríðsástand þarna!“ segir Ingibjörg. - glh / sjá síðu 28 Friðrik Ómar fær aðstoð: Dávaldur með í för til Serbíu INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Dávaldur- inn hefur fallist á að fara til Serbíu. -2 Víða éljagangur Í dag má búast við svipuðu veðri og verið hefur. Í stað hita rétt undir frostmarki við suðurströndina verður hiti rétt yfir frostmarki, og í NA-áttinni sem er ríkjandi verður að bjart SV-lands en úrkoma í öðrum landshlutum. 0 -1 -3 1 FÓLK Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins verða veitt í dag. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin. Auk sjálfra Samfélagsverðlaun- anna, sem nema einni milljón króna, er verðlaunað í þremur flokkum. Þeir nefnast Hvunn- dagshetjan, Frá kynslóð til kynslóðar og Til atlögu gegn fordómum. Einnig eru veitt heiðursverðlaun. Markmiðið með veitingu Samfélagsveðlaunanna er að beina kastljósinu að öllum þeim góðu verkum sem unnin eru hvarvetna í samfélaginu. - ovd Samfélagsverðlaunin: Verðlaunin afhent í dag RÍKISFJÁRMÁL Fjármálaráðuneytið seldi ferjuna Baldur beint til fyrir- tækisins Sæferða árið 2006, án þess að fara eftir þeirri megin- reglu við sölu á ríkiseignum að auglýsa það sem eigi að selja. Verðið var 37,8 milljónir. Sæferðir seldu bátinn úr landi tveimur vikum síðar á um hundr- að milljónir. Sæferðir áttu að greiða hluta af söluhagnaðinum til ríkisins, en gerðu það ekki fyrr en fimmtán mánuðum seinna. Vextir voru greiddir að þessu tímabili loknu en ekki með töldu. Grímseyingar íhuguðu á sínum tíma að kaupa Baldur og gera að Grímseyjarferju og fóru sveitar- stjórnarmenn vestur til að sigla einn túr. Framkvæmdastjóri Sæferða, Pétur Ágústsson, segir þó að það hafi aldrei komið til greina að selja ferjuna til Gríms- eyjar, Sæferðir hafi verið með leigusamning til 2010. „Þannig að þeir gátu svo sem ekki selt það án þess að skaffa okkur nýtt skip,“ segir hann. - kóþ / sjá síðu 8 Fyrirtækið Sæferðir fékk Breiðafjarðarferjuna beint frá fjármálaráðuneytinu: Baldur seldur án auglýsingar Er ekki kominn tími á vorhreingerningu? Skráðu smáauglýsinguna á visir.is eða hringdu í síma 512 5000 og seldu gamla dótið með lítilli fyrirhöfn. Allt sem þú þarft – alla daga 18.– 29. febrúar. Verð frá 990 kr. Kompudagar í smáauglýsingunum HSÍ fann loksins þjálfara Guðmundur Guðmundsson er tekinn aftur við handboltalands- liðinu. ÍÞRÓTTIR 30 Taumlaust fjör „Það er verðugt verkefni fyrir næstu safnanótt að kryfja íslensk stjórnmál,“ segir Ragnhildur Vigfús- dóttir. SKOÐUN 18 Helmingar launin Lárus Welding, forstjóri Glitnis, lækkar launin sín um helming til að sýna fordæmi í þeim aðhalds- aðgerðum sem fram undan eru í bankaheiminum. VIÐSKIPTI 21 KALDIR KLÁRAR Ekki væsti um klárana tvo sem töltu um snævi þakinn Víðidalinn í frostinu í gær, enda vel hærðir um miðjan vetur. Fjöldi hestamanna notaði fallegt veður til að skella sér á bak og jafnvel slá í klárinn á leið heim í hesthús. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.