Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 2
2 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Steingrímur, var Árni að gera þig vitlausan? „Nei, það þarf nú meira til.“ Árni M. Mathiesen viðurkenndi á þingi að hafa ítrekað gefið Steingrími J. Sigfússyni vitlaus svör við fyrirspurnum um skatta- mál vegna Kárahnjúkavirkjunar. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Steinbítur með karrý og banönum 998 Nóatún mælir með kr. kg. miðvikudagur Spennandi TÆKNI Verne Holdings ehf. mun reisa gagnaver við Keflavíkurflugvöll á þessu ári og hefja þar starfsemi snemma á næsta ári. Yfir hundrað störf verða til vegna starfseminnar. Samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar voru undirritaðir í gær. Áætlað er að fjárfesting Verne í verkefninu verði um tuttugu milljarðar króna. Að baki Verne Holdings standa Novator, fjárfestingarfélag stofnað af Björgólfi Thor Björgólfssyni, og General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingarsjóður. Samningarnir sem undirritaðir voru snúa að raforku, gagnaflutningum, húsnæði og lóð undir starfsemina. Landsvirkjun veitir gagnaverinu orku fram til ársins 2012. Farice leigir Verne flutningsrými í Farice-1 sæstrengnum og hinum nýja Danice-streng. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar selur fyrirtækinu eignir. Við undirritunina sagði Vilhjálmur Þorsteins- son, stjórnarformaður Verne, að nýr kafli í atvinnu- sögu Íslands væri að hefjast. Undir það tók Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og sagði þetta þá framtíð sem ríkisstjórnin vildi berjast fyrir. - sþs Verne Holdings semur um raforku, gagnaflutninga, húsnæði og lóð: Tuttugu milljarðar í gagnaver VIÐ UNDIRRITUN Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice (til vinstri), og Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne, undirrita samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknaskip- ið Árni Friðriksson var við mælingar í blíðviðri í gær eftir að hafa beðið af sér brælu í fyrrinótt undan Ingólfshöfða. Fjögur loðnuskip voru einnig á leitarsvæðinu og köstuðu og mældu. Agnar Sigurðsson, rannsóknarmaður á Árna Friðrikssyni, sagði enn of snemmt að segja nokkuð um ástandið á miðunum og óvíst væri hversu lengi leitað yrði. Hafrannsóknaskipið hélt úr höfn á sunnudag. Tveir reyndir loðnuskipsstjórar eru um borð og fylgjast með mælingum. -jse Hafrannsóknastofnun: Til mælinga eftir brælu UMFERÐ Almannavarnarnefnd Hveragerðis hefur lýst áhyggjum sínum vegna þess að ökumenn virðast ekki hlýða lokunum á vegum um Hellisheiði og Þrengsli þegar ófært er. „Þannig skapast hættuástand fyrir vegfarendur og ekki síður óþarfa álag og hætta fyrir liðsmenn hjálparsveita og löggæslunnar. Nefndin vill beina þeim tilmælum til Vegagerðar að þannig verði staðið að lokunum vegarins að vegfarendur komist ekki fram hjá þeim,“ segir nefndin í bókun. - gar Óhlýðnir ökumenn: Skapa hættu á Hellisheiðinni HELLISHEIÐI Öngþveiti hefur skapast í illviðrum vetrarins. BRETLAND Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að illa hafi verið staðið að þorskastríðs- skaðabótasjóði sem stjórnvöld settu á fót árið 2000. Sjóðnum var ætlað að bæta fjölskyldum sem áttu allt sitt undir fiskveiðum við Ísland upp tjónið sem þær urðu fyrir eftir að bresk fiskiskip voru útilokuð frá íslensku lögsögunni árið 1976. Athugun þingnefndarinnar fylgdi í kjölfar rannsóknar sem umboðsmaður þingsins gerði á viðurskiptum bótaumsækjenda við sjóðinn. Andvirði um 5,5 milljarða króna hefur verið greitt til 4.400 fyrrverandi togara- sjómanna og aðstandenda þeirra, en gallar í kerfinu hafa leitt til „langra tafa og vonbrigða“. - aa Þingmat á þorskastríðsbótum: Illa staðið að bótagreiðslum TRÚ Tæplega fimmtán hundruð manns sögðu sig úr Þjóðkirkjunni í fyrra umfram þá sem gengu til liðs við hana, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Mikið fjölgaði hins vegar í söfnuðum Fríkirkjunnar í Reykjavík og kaþólsku kirkjunn- ar. Í Fríkirkjuna gengu 445 og til kaþólskra 525 manns umfram þá sem sögðu sig úr þessum söfnuðum. Einnig fjölgaði hlutfallslega mikið hjá ásatrúarmönnum og búddistum, svo eitthvað sé nefnt. Tæp átta hundruð kusu í fyrra að skrá sig úr og standa utan trúfélaga og eru nú 8.714 í þeim hópi. - kóþ Vinsældir trúfélaga: Fjarar undan Þjóðkirkjunni RÍKISFJÁRMÁL Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur að fyrir- komulag sölu Baldurs hafi verið heppilegasta og eðlilegasta leiðin sem fær var. Páll Kr. Pálsson, stjórnarfor- maður Sæferða, sem keyptu skip- ið, segir jafnframt að fyrirtækið hafi ekkert athugavert aðhafst við kaupin og að Sturla Böðvars- son, þáverandi samgönguráð- herra, hafi ekk- ert komið að málinu. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær keyptu Sæferð- ir skipið af Vegagerðinni á 37,8 milljónir og seldu á 100 milljónir tveim- ur vikum seinna. Einnig greiddi fyrir- tækið 30 pró- senta hlut af hagnaðinum til Vegagerðarinn- ar. Alls greiddi fyrirtækið rík- inu 54,9 millj- ónir. Skipið var ekki auglýst til sölu. Páll segir að auðvitað hafi Sæferðir viljað kaupa ódýrt og selja með hagnaði. Fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir því að hætta siglingum yfir fjörðinn eða fá nýja og hagkvæmari ferju. Með þetta og ábatavon af endursölu í huga hafi fyrirtækið farið þess á leit við samgönguráðherra að Sæferðir fengju að kaupa skipið. „En Sturla tilkynnti okkur strax að sala ríkiseigna væri ekki á vegum samgönguráðuneytisins og vísaði okkur á fjármálaráðu- neytið,“ segir Páll. Fjármálaráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu um söluna á Baldri. Þar er tvívegis vísað til hagsmuna ferðaþjónustunnar. Árni viðurkennir að þeir hags- munir séu ekki höfuðverkefni fjármálaráðuneytisins. Hins vegar hafi samningur Vegagerð- arinnar við Sæferðir verið hafður í huga í söluferlinu, en hann fjall- ar að hluta um ferðaþjónustu. Téður samningur hafi meinað ríkinu að selja skipið öðrum fyrr en árið 2010 og fyrirséð hafi verið að virði þess yrði þá lægra. Því var, í samráði við sam- gönguráðuneyti og Vegagerðina, nýtt lagaheimild sem leyfir að horfið sé frá reglum um sölu ríkis- eigna, við sérstakar aðstæður. Kristinn H. Gunnarsson þing- maður hefur kynnt sér títtnefnd- an samning og segir engar kvaðir í honum sem geri ríkinu ókleift að selja ferjuna. „Hins vegar eru þarna ákvæði um að Sæferðir megi kaupa skip og losna við rekstur á skipi ríkis- ins á tímabilinu,“ segir Kristinn. Að auki sé ríkinu ekki heimilt að gera samninga sem bindi það til að selja eigur þess til eins aðila. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, vill ekki tjá sig um söl- una á Baldri. Hann jánkaði því þó að allajafna myndu Ríkiskaup sjá um sambærilega sölu. klemens@frettabladid.is Telur sölu Baldurs hafa verið heppilega Fjármálaráðherra segir söluna á Baldri gerða með ferðaþjónustu í huga og í samráði við samgönguráðuneyti. Þáverandi samgönguráðherra mun hafa vísað sölunni frá sér. Ríkið hefði getað selt öðrum, að mati Kristins H. Gunnarssonar. ÁRNI M. MATHIESEN PÁLL KR. PÁLSSON GAMLI BALDUR Páll Kr. Pálsson segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir því að þurfa jafnvel að hætta rekstri í ljósi minnkandi ríkisstyrkja til ferða Baldurs. Nýtt skip hafi verið talið nauðsynlegt. Því hafi verið gengið til samninga við ríkið um kaupin. MYND/ÚR SAFNI DÓMSMÁL Gaukur Úlfarsson var í gær dæmdur til þess að greiða Ómari R. Valdimarssyni 300 þús- und krónur í miskabætur fyrir að skrifa á bloggsíðu sinni, www.ulf- arsson.blog.is, um Ómar. Jafn- framt var Gaukur dæmdur til greiðslu 500 þúsund króna í máls- kostnað og birtingu dómsins á vefsíðu sinni. Ómar var ánægður með niður- stöðuna. „Það er fallist á kröfu mína í einu og öllu. Það var það sem ég bjóst við að yrði ofan á. Þessi dómur skiptir máli vegna þess að nú er komið viðmið um það hvað má segja á netinu og hvað ekki. Nú vitum við hvar við getum dregið mörkin,“ sagði Ómar. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur fellur vegna ummæla sem falla á bloggsíðu. Málið er tilkomið vegna ummæla sem Gaukur lét falla um Ómar á vefsíðu sinni 24. apríl í fyrra. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Ómars, telur dóminn vera merkilegan þar sem í fyrsta sinn sé tekið á ummælum á netinu. „Þetta er fagnaðarefni þar sem sumir hafa einhverra hluta vegna litið á vef- síður sem skálkaskjól fyrir rætin ummæli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það einnig athyglis- vert að ákvæðum prentlaganna sé beitt með lögjöfnun um netið. „Það þýðir að tiltekið ákvæði prentlaga eru yfirfært að þessu leyti yfir á umfjöllun á vefnum og það er athyglisvert, út frá lögfræðilegu sjónarmiði.“ - mh / sjá síðu 34 Fyrsti meiðyrðadómurinn féll í gær í héraðsdómi vegna skrifa á bloggsíðu: Greiðir 300 þúsund í bætur 24. apríl 2007 Á vefsíðunni www.ulfarsson.blog. is er umfjöllun undir fyrirsögninni: „Aðal Rasisti Bloggheima.“ Þar er Ómar sakaður um að vera svæsnari útlendingahatari en tiltekinn fjöldi útlendingahatara lagður saman. Orðrétt segir: „Nú hef ég fundið einn til, svæsnari en hinir lagðir saman, talsmann Impregilo á Íslandi.“ Einnig segir í sömu umfjöllun: „Ég mæli því með því að þið ágæta fólk látið í ykkur heyra á kerfinu hans svo að útlendingahatur hans standi þar ekki óhaggað.“ Héraðsdómur dæmir þessi orð dauð og ómerk. Ómar hafði samband við Gauk og bað hann um að fjarlægja þessa skrif af síðunni. Ómar sagðist annars myndu kæra hann. „Hvenær kemur kæran?“ skrifar Gaukur daginn eftir. UMMÆLIN ÓMAR R. VALDIMARSSON BANDARÍKIN, AP Robert Harris, tæp- lega fimmtugur verkamaður frá Georgíu í Bandaríkjunum, vann á dögunum rúma átján milljarða króna í happdrætti. Hans fyrsta verk var að hringja í yfirmann sinn í járnverksmiðjunni þar sem hann vann og tilkynna að hann ætlaði sér ekki að mæta aftur til vinnu. Þetta er stærsti vinningur sem runnið hefur til eins manns í sögu happdrættisins. Harris hefur búið ásamt konu sinni í hjólhýsi undanfarin tuttugu ár, en ætlar nú að láta byggja draumahúsið fyrir vinningsféð. -sþs Hringdi strax og sagði upp: Átján milljarða lottóvinningur HEPPINN Robert Harris datt svo sannar- lega í lukkupottinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.