Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2008 3 BMW 1-línan reyndist vera með fæstar bilanir og lenti því í fyrsta sæti í nýlegri rannsókn þar sem bilanatíðni meira en 15 milljóna notaðra bíla var könnuð. Þýskir bílar komu almennt vel út úr könnuninni. Rannsóknin sýndi að 97,8 prósent BMW 1-línunnar var án allra bil- ana í atriðum eins og vél, brems- um, raflögnum, stjórntækjum eða undirvagni. Skoda Octavia fylgdi fast á eftir með 97,7 prósent. Í heildina voru þýskir bílar efstir í 14 af 21 flokki þó að þeir séu að jafnaði keyrðir fleiri kíló- metra en bílar framleiddir í öðrum löndum. Einn helsti munurinn á þessari rannsókn og ýmsum öðrum sem gerðar hafa verið á endingu og gæðum bíla er sá að miðað var við ekinn kílómetra- fjölda en ekki aldur bílsins. Rannsóknarstofnunin Dekra GBMH telur aðferðina gefa nákvæmari mynd af gæðunum. Clemens Klinke, framkvæmda- stjóri Dekra, segir að neytendur ættu jafnframt að hafa betra gagn af því að vita hvernig end- ingin og bilanatíðnin er miðað við akstur, þegar þeir velja á milli notaðra bíla. Að minnsta kosti 1.000 bílar þurftu að vera af bílategundun- um á götunni til að þær væru teknar til greina. Alls voru 150 tegundir bíla skoðaðar og var þeim skipt í flokka eftir því hvort þeir voru eknir 0 til 30.000 kíló- metra, 30 til 60.000 kílómetra eða 60 til 90.000 kílómetra. Stærri bílum var skipt í flokka með 50.000 km millibili. BMW bilar minnst Hyundai bíll ársins FÓLKSBÍLLINN I30 FRÁ HYUNDAI HEFUR VERIÐ VALINN BÍLL ÁRSINS Í ÁSTRALÍU. HANN VAR NÝVERIÐ FRUMSÝNDUR OG ER HONUM ÆTLAÐ AÐ KEPPA VIÐ TOYOTA COROLLA OG VOLKS- WAGEN GOLF. Bíllinn hlaut 94 af 99 möguleg- um stigum hjá dómnefndinni, sem samanstóð af reyndustu ritstjórum og blaðamönnum Ástralíu. Alls voru 48 nýir bílar próf- aðir. Voru þeir metnir út frá tíu ólíkum þáttum, þar á meðal hönnun, tækni, verðlagningu, aksturs eiginleikum og því hversu miklum útblæstri stafaði frá þeim. Hyundai i30 var prófaður í dísilútgáfu og varð hann einnig fyrir valinu sem umhverfisvæn- asti bíll ársins. Frá því að i30 var kynntur í byrjun janúar á Íslandi hefur hann verið uppseldur. Að sögn Andrésar Jónssonar, upplýsinga- fulltrúa B&L, er nú aftur hægt að fá bíla afhenta samstundis. „Við fengum ágætis úrval af bílum með síðasta skipinu sem kom í Sundahöfn. Við höfum fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir fólksbílum sem eru bæði með sjálfskiptingu og dísilvél. Svo styttist í að við fáum þessa bíla í station-útgáfu.“ - rve BMW 1-línan er með lága bilanatíðni. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíla- og hjólalyftur Vökvadrifnar á góðu verði P R E N T S N IÐ E H F . www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 ÚTSALA HEILSÁRSDEKK Dekk Stærð Áður Tilboð NordMaster ST 13" 175/70R 13 5.990,- 3.990,- NordMaster ST-310 14" 185/65R 14 6.900,- 4.900,- NordMaster ST 15" 195/65R 15 7.990,- 5.990,- NordMaster ST 15" 205/65R15 8.600,- 7.600.- NordMaster ST 15" 205/70R 15 8.900,- 7.900,- NordMaster ST-310 16" 205/55R 16 9.990,- 8.900,- Ath! takmarkað magn Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 5. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.