Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 23
[ ]Klukka fyllir heimilið hlýju en kemur líka skikki á heimil-islífið með því að segja okkur hvað tímanum líður. Gamlar klukkur þarf að trekkja upp reglulega svo tíminn líði. Engar reglur gilda um gólfefni á innanhússtigum. Eikarþrep eru stílhrein, marmari enn meira grand, að ekki sé talað um gler. Teppalagðir stigar eru hlýlegir og stamir auk þess sem þeir bæta hljóðvistina. Húsbyggjendur og íbúðaeigendur hafa úr ýmsum efnum að velja er þeir setja upp stiga eða leggja á þá gólfefni. Þar er það smekkurinn sem ræður. Eina öryggisreglan sem gildir um efni á tröppur er sú að flóttaleiðir ofan af hæðum séu ekki hálar. Er þar einkum átt við bruna- stiga utanhúss. Ef stigar í heimahúsum eru stein- steyptir eru þeir ýmist parket-, flísa- eða teppalagðir. Stigaþrep úr gegnheilum harðviði eru líka vin- sæl, marmari sígildur og glerþrep þykja flott. Teppalagðir stigar eru ótvírætt öruggastir því í þeim er hálkan minnst og teppi eru algeng- asta gólfefnið á göngum fjölbýlis- húsa. Þar þykja lykkjuefni langbest því auðvelt er að þrífa þau, jafnvel með venjulegum ryksugum. Loðn- ari teppi sem búið er að klippa upp úr eru vissulega virðuleg að stíga á en ekki jafn þægileg þegar kemur að þrifum. Teppalagðar tröppur dempa hjóð milli hæða og draga úr bergmáli, bæði á stigum fjölbýlishúsa og innan íbúða. Arkitektar sem eitt- hvað spá í hljóðvist húsa snúa sér því að þeim í auknum mæli. gun@frettabladid.is Teppi algeng á tröppur Axminister-teppi úr 100% póliamid er slitsterkt og þrif á því auðveld. Hver lykkja er ofin í stálþráð og raknar ekki upp, því þarf ekki að falda kanta. Fæst í Gólfefnavali í Vatnagörðum. Slitsterkt, þunnt og snarpt efni sem er til í fjölmörgum litum í versluninni Steppi í Ármúla 32. Svokölluð Terrazzo-teppi eru oft lögð á tröppur og einkum í dempuðum jarðarlitum. Þetta fæst í Kjaran í Síðumúla 12-14. Sisel-teppin fara einkar vel á stigum innan íbúðar og eru hljóðeinangrandi. Magnús Skúlason arkitekt dreymir um að búa í 400 ára glæsivillu suður á Ítalíu. „Draumahúsið mitt er til niðri á Ítalíu í borginni Vicenza. Það heitir Villa Capra „La Rotonda“ og er eftir endurreisnararki- tekt að nafni Palladio,“ segir Magnús. „Þetta er hús sem er mjög einfallt að allri gerð, byggt á súlnaröðum í fjórar áttir og algerlega symmetrískt. Það er byggt á ferningi og hring sem er hið fullkomnasta form sem ég get hugsað mér og mig hefur alltaf langað til að búa í þessu húsi á þessum stað á Ítalíu. Það er hringlaga þak ofan á húsinu og stórt miðrými eða hol sem teygir sig alveg upp í hvolfþakið og umlykjandi gluggar og svo eru náttúrulega salir, svefnherbergi og stofur sem umlykja þetta rými á tveimur hæðum. Rýmin eru öll mjög falleg og öll gólf klædd með marmara og veggir skreyttir. Húsið er afar glæsi- legt í öllum hlutföllum og þetta er draumahúsið mitt.“ - rat Einfalt og glæsilegt Magnús Skúlason arkitekt. Ekta Sisel-teppi úr náttúruleg- um efnum eru vinsæl enda látlaus en ekki nógu slitsterk á stiga fjölbýlishúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.