Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 42
22 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is ELIZABETH TAYLOR LEIKKONA ER 76 ÁRA. „Mér finnst allt stressandi, nema leika í bíómynd.“ Elizabeth Taylor er ein skær- asta stjarna Hollywood fyrr og síðar. Hún hefur kvænst átta sinnum og hefur barist ötullega gegn útbreiðslu al- næmisveirunnar. MERKISATBURÐIR 1927 Kolakrani er reistur í Reykjavíkurhöfn. Hann var þá talinn með fullkomn- ustu tækjum á Norður- löndum. 1941 Togarinn Gullfoss frá Reykjavík ferst með allri áhöfn út af Snæfellsnesi. 1953 Barnaskólahúsið í Hnífs- dal fýkur af grunni og splundrast. 1964 Ríkisstjórn Ítalíu biður um aðstoð til að varna því að Skakki turninn falli á hlið- ina. 1975 Hornstrandir norðan og vestan Skorarheiðar í Norður-Ísafjarðarsýslu eru friðlýstar. 1999 Olusegun Obasanjo er kosinn forseti Nígeríu í fyrstu forsetakosningum í landinu frá árinu 1983. Þennan dag árið 1974 kom tímaritið People út í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Ritið kemur út viku- lega og fjallar um fræga fólk- ið. Tæplega fjórar milljónir lesa blaðið vikulega og hefur það margoft komist á topplista yfir vinsælustu tímarit í sínum flokki vestanhafs. Vefsíða tíma- ritsins hefur einnig milljón- ir lesenda og nýjustu tölur sýna 39,6 milljónir heimsóknir dag- lega. Þetta á sérstaklega við þegar vinsælir viðburðir eru ný- afstaðnir eins og Óskarsverð- launahátíðin. Stofnandi tímaritsins heitir Dick Durrell, en ritið var stofn- að upp úr vinsælli síðu í Time Magazine, sem bar einmitt nafnið People. Þetta var einskonar slúðursíða sem var svo vinsæl að hún varð að tímariti. Fyrsta heftið fjallaði aðal- lega um leikkonuna Miu Far- row sem var þá í aðalhlutverki í stórmyndinni The Great Gatsby. Árið 1996 kom ritið einnig út á spænsku og árið 2006 kom út unglingaritið Teen People sem er slúðurrit sem á að höfða til unglinga. Ritið hefur mjög oft fengið á sig málssókn fyrir að rjúfa friðhelgi einkalífs stóru stjarnanna. Það hefur einnig borgað stórar fjárhæðir fyrir sögur og myndir af stórum við- burðum í lífi fræga fólksins á borð við nýfædd börn, skírn, brúðkaup og aðra stórviðburði. ÞETTA GERÐIST: 27.FEBRÚAR 1974 People kemur út í fyrsta sinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Magnea Gísladóttir, frá Ísafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Páll H. Sturlaugsson Emma S. Rafnsdóttir Sigríður E. Sturlaugsdóttir Ómar Ö. Þorbjörnsson Guðrún I. Sturlaugsdóttir Karl Jensson ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Óskarsdóttir frá Hábæ, Þykkvabæ, lengst af búsett í Hjarðartúni 12, Ólafsvík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 24. febrúar. Útförin auglýst síðar. Unnsteinn Tómasson Ingibjörg Högnadóttir Guðmundur Tómasson Hjördís Harðardóttir Ágústa Tómasdóttir Tryggvi K. Eiríksson Óskar Tómasson Sesselja Tómasdóttir Bárður H. Tryggvason Þórhildur Tómasdóttir Steinunn Tómasdóttir Þröstur Leósson Njörður Tómasson Gunnhildur L. Marteinsdóttir Goði Tómasson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Jónsdóttir Múlavegi 3, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 24. febrúar sl. Útförin auglýst síðar. Guðlaug Vigfúsdóttir Gunnar Ragnarsson Grétar Vigfússon Jóhanna Sigurjónsdóttir Borghildur Vigfúsdóttir Árni Arnarson Ólafur Vigfússon Gunnar Árni Vigfússon Ágústa Berg Sveinsdóttir og fjölskyldur þeirra. Kæru ættingjar og vinir, innilegar þakkir fyrir kærleik og vinarþel sem þið sýnduð okkur við fráfall okkar ástkæru Þórlaugar Aðalbjargar Jónsdóttur frá Möðrudal. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir hlýhug og fórnfúsa hjálp. Guð veri með ykkur. Sigbjörn Sigurðsson Jón Hlíðdal, Soffía Sigríður, Jóhanna Birna, Margrét Kristín, Gunnar Þór, Þórhalla Dröfn, Sigurður Steinar. tengdabörn, ömmu- og langömmubörn og systkini. „Upphaf Háskólans á Bifröst má rekja til Samvinnuskólans sem var stofn- aður í Reykjavík árið 1918,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst. Þá var skólinn í núverandi húsa- kynnum menntamálaráðuneytis en það var Jónas Jónsson frá Hriflu sem stofnaði skólann. „Samvinnuskólinn var framhaldsskóli sem meðal ann- ars kenndi bókhald, rekstur og al- menn verslunarfræði. Síðan var hægt að halda áfram námi og taka stúd- entspróf,“ segir Ágúst. „Skólinn flutti á Bifröst árið 1955, breyttist síðan í Samvinnuháskólann, verður Við- skiptaháskólinn og síðan Háskólinn á Bifröst sem hann er enn í dag.“ Ágúst segir markmið skólans þó hin sömu í dag þrátt fyrir nafnabreyt- ingar. „Við viljum vera fremst í þeim fræðum sem skólinn stendur fyrir. Við höfum skapað okkur ákveðna sér- stöðu og þar nægir að nefna BS-gráðu í Hagfræði, heimspeki og stjórnmála- fræði sem er einungis kennd hérlendis á Bifröst. Þetta nám er mjög vinsælt í enskumælandi löndum. Sérstaklega fyrir verðandi stjórnmálamenn og fólk sem hyggur á störf við fjölmiðla. Þar má nefna Gordon Brown forsetis- ráðherra Breta sem útskrifaðist með þessa gráðu. Að vísu ekki frá Bifröst,“ segir Ágúst brosandi. Í boði eru þrjár háskóladeildir, sjö meistaranámslínur og frumgreina- deild. Við skólann eru nú 1.100 nem- endur. Þegar skólinn flutti frá Reykjavík fékk hann góða gjöf og Ágúst segir skólann enn minnast þess með þakk- læti. „Þegar skólinn flutti upp á Bif- röst árið 1955 fékk hann að gjöf land. Það var það mikla ágætisfólk við Hreðavatn sem gaf þessa höfðinglegu gjöf og á þessu landi stendur skólinn enn,“ segir Ágúst. Við Bifröst búa um sjö hundr- uð manns og Ágúst segir nemendur koma úr öllum áttum. „Hingað koma bæði einstaklingar og fjölskyldufólk. Bæði fólk sem er að hefja háskólanám í fyrsta sinn og aðrir sem eru að bæta við sig og byrja upp á nýtt. Við erum með góðan leikskóla rekinn af Hjalla- stefnunni þar sem áttatíu börn eru við nám. Auk þess sem um hundrað börn sækja skóla niður á Varmaland, búsett hér,“ segir Ágúst. Hann segir að brottfall sé minnst úr námi frá Bifröst miðað við sambæri- legt nám hérlendis og að 70 prósent útskriftarnema séu komin í stjórn- unarstöður innan fimm ára að námi loknu. „Hér stundar fólk sitt nám og vinnur ekki með skóla. Síðan er góð reynsla af fólki héðan í atvinnulífinu og það skilar sér í auknum möguleik- um þeirra sem útskrifast héðan.“ Í tilefni afmælisins er unnið að heimildarmynd um Bifröst og er framkvæmdin í höndum Gísla Ein- arssonar Borgfirðings og sjónvarps- manns. Myndin er að sögn Ágústs gjöf fimmtíu ára stúdenta frá Bifröst. Fram undan eru fjölbreyttar ráð- stefnur og málþing á afmælisárinu. Ágúst nefnir þar opið hús á sumar- daginn fyrsta þar sem kynning verður á námi, ráðstefna um tengslanet kvenna í lok maí og menningarhátíð í júlí. „Við viljum svo gjarnan að fólk gleðjist með okkur. Þess vegna reyni ég að sneiða hjá ræðuhöldum og af- mælisritum. Bifrestingar kunna að skemmta sér og það er mikið afmæl- isskap í öllum hér. Hins vegar ætlum við að bjóða öllum Borgfirðingum í afmæliskaffi og á tónleika í dag í til- efni dagsins,“ segir Ágúst sem hlakk- ar til að fagna með sínu fólki á þessum stóru tímamótum. rh@frettabladid.is HÁSKÓLINN Á BIFRÖST: NÍUTÍU ÁRA AFMÆLI Fagnar með fólkinu í dag Slysavarnadeildir og björgunarsveit- ir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í vetur gefið um 40 þúsund end- urskinsmerki, þar af um 35 þúsund til barna í leik- og grunnskólum landsins. Endurskinsmerkin eru fjölbreytt að lögun og lit og hafa slegið í gegn hjá öllum aldurshópum að því er fram kemur í Fréttatilkynningu frá Slysavarnar- félaginu. Í mörgum bæjarfélögum hafa öll börn fengið endurskinsmerki, til dæmis í Reykjanesbæ, Akranesi, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Björgunar- sveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn gekk skrefinu lengra og gaf öllum skóla- börnum, öldruðum og fötluðum ein- staklingum í bænum merki. Sveitin vill enn og aftur leggja áherslu á hve mikil slysavörn felst í endurskinsmerkjum. Ökumaður sem ekur bifreið með lágum ljósum sér dökkklæddan einstakling án endur- skins fyrst í 25 metra fjarlægð en ef viðkomandi einstaklingur ber endur- skinsmerki, sér viðkomandi ökumaður hann úr 125 metra fjarlægð. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla landsmenn til að vera sýni- legir í umferðinni og nota endurskins- merki. 35.000 börn hafa fengið endurskinsmerki SKYNSAMLEG SLYSAVÖRN Slysavarnadeild- ir og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa gefið börnum endurskins- merki um land allt. AFMÆLI ALLT ÁRIÐ Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, leggur mikið upp úr því að fólk gleðj- ist saman á þessum merku tímamótum skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.