Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2008 23 Kolbrún Halldórsdóttir er þekkt nafn úr heimi stjórnmála og leiklistar. Færri vita að Kolbrún ber millinafnið Kristj- ana. „Ég hef reyndar ekki notað nafn- ið í tengslum við stjórnmálin,“ útskýr- ir Kolbrún sem skírð var Kristjana eftir föðurömmu sinni sem lést skömmu eftir að hún fæddist. „Ég náði því aldrei að kynnast henni en hefur þótt þetta nafn tengja mig við hana,“ segir Kolbrún en á sínum yngri árum fannst henni nöfnin tvö, Kolbrún og Kristjana, svo sterk að þau hljómuðu ekki skemmtilega saman og stælu hvort frá öðru. Kolbrúnarnafnið varð því ofan á. „Á einhverjum tímabilum lífs míns hef ég nú reynt að koma Kristjönu- nafninu inn en það hefur dottið út aftur. Það er aldrei að vita nema það komi inn þegar ég hætti í pólitík.“ En hvaðan kemur Kolbrúnarnafnið? „Það var út í loftið,“ útskýrir Kolbrún sem er elsta barn foreldra sinna. „Mamma sagði mér alltaf söguna þannig að pabbi hefði verið veikur fyrir tveimur nöfnum, annars vegar Kolbrúnu og hins vegar Hrafnhildi. Þau komu sér saman um að Kolbrún yrði ofan á. Mér fannst þetta reynd- ar svolítið fyndið því ég var mjög ljós- hærð og ljós yfirlitum þegar ég fædd- ist,“ segir Kolbrún kímin og bætir við að nú eigi hún tengdadóttur sem heiti Hrafnhildur og líti því svo á að þar sé Hrafnhildarnafnið komið. Sjálf á Kolbrún tvö börn og ákvað að skíra þau bæði út í loftið. NAFNIÐ MITT KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Ekki aðeins Kolbrún heldur líka Kristjana KOLBRÚN KRISTJANA HALLDÓRSDÓTTIR Er bæði skírð út í bláinn og í höfuðið á ömmu sinni. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Freygerður Guðrún Bergsdóttir, Austurhlíð 17, Akureyri, lést að Dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Sigrún Finnsdóttir Daníel Þórðarson Guðmundur Finnsson Greta Stefánsdóttir Bergur Finnsson Sumarrós Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, frænda og vinar, Finns Freys Guðbjörnssonar Kirkjuvegi 5, 230 Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörn Ragnarsson Stefanía Finnsdóttir Sigurður Hólm Guðbjörnsson Kristjana Eyvindsdóttir Guðmundur Kristján Guðbjörnsson Sigurlaug Finnsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, Nicolai Gissur Bjarnason Stekkjargötu 53, Innri Njarðvík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut, miðvikudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 29. febrúar kl. 14.00. Svanhildur Einarsdóttir Ingvar Gissurarson Margrét Hallgrímsdóttir Anton Gylfason Ingvar Gylfason Sigríður Erna Geirmundsdóttir og barnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bragi Guðmundsson læknir, Fjóluhlíð 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 29. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir Guðmundur R. Bragason Ásta Gunnarsdóttir Sigríður Á. Bragadóttir Eyjólfur Guðjónsson Þorsteinn Bragason Malín Sirimekha Daði Bragason Inga Jóhannsdóttir Þórdís Björk Atladóttir Aðalheiður Atladóttir Falk Krüger Kristinn Gunnar Atlason barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Ársæll Hermannsson, Dynskógum 9, Hveragerði, sem lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 21. febrúar, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 1. mars kl. 14.00. Ragnheiður Guðrún Þorgilsdóttir Margrét Ársælsdóttir Hjálmar Brnjúlfsson, Hafsteinn Már Ársælsson Helga J. Sigurjónsdóttir Hermann Ársælsson Sigríður Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útför bróður okkar, Benedikts Jónassonar, Munkaþverárstræti 44, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Jóna S. Jónasdóttir Jónas Jónasson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og vinur, Einar Gunnar Jónsson, verkstjóri og tónlistarmaður, Víðilundi 20, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 28. febrú- ar kl. 13.30. Sigurður Emil Einarsson Guðný Skarphéðinsdóttir Ólafur Einarsson Margrét Baldursdóttir Hafdís Einarsdóttir Emilía J. Einarsdóttir Hilmar Baldvinsson Einar Jón Einarsson Hlín Pétursdóttir Elín Jónsdóttir Bjarni Jónsson afa- og langafabörn. Ástkær systir okkar, móðir, amma og lang- amma, Ásta Marín Ástmannsdóttir, til heimilis að Grýtubakka 18, Reykjavík, lést hinn 25. febrúar á hjartadeild Landspítalans. Ásta verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 29. febrúar næstkomandi kl. 11.00. Valdís Ólafsdóttir Ásta Kristín Bjartmarz Sóley Lind Bergþórsdóttir Júlía Sif Hjaltadóttir og fjölskylda. Sandgerðisbær hefur ákveð- ið að standa að baki fjöl- skyldum í bænum. Mark- miðið er að gera börnum auðveldara að stunda félags- , íþrótta- og listalíf. Bærinn mun því endur- greiða foreldrum hluta af út- lögðum kostnaði við félags- líf, íþróttir og listnám barna og unglinga. Styrkurinn fer því beint til fjölskyldna í bænum. Framkvæmdin er með þeim hætti að foreldr- ar sem greitt hafa fyrir æf- ingar, listnám eða félags- gjöld barna sinna geta komið með kvittun fyrir greiðslu á bæjarskrifstofu Sandgerð- isbæjar og fengið endur- greitt allt að 15.000 krónur fyrir hvert barn. Félög og stofnanir sem hafa nú þegar samning við Sandgerðisbæ og eru sjálfkrafa aðilar að styrknum eru: Tónlistarskóli Sandgerðis, Knattspyrnufé- lagið Reynir: knattspyrnu- deild, körfuknattleiksdeild og sunddeild; Golfklúbb- ur Sandgerðis, Skátafélag- ið Heiðarbúar og Unglinga- deildin Von. Í upphafi eru í samningi þessum þau félög sem sinna unglingastarfi innan bæj- arins. Ef ekki er boðið upp á íþróttagrein, listnám eða félagslíf innan bæjarins, til dæmis fimleika, hvet- ur bærinn foreldra til að fá forsvarsmenn viðkomandi félags eða stofnunar til að hafa samband við Guðjón Þ. Kristjánsson hjá Sandgerð- isbæ um samning milli fé- lagsins og bæjarins um þátt- töku í Hvatningarstyrknum. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Sandgerðisbæ. Fjölskyldustyrkur í Sandgerði SANDGERÐI Bæjarbúar fá endurgreiddan hluta af útlögðum kostnaði við félagslíf, íþróttir og listnám barna og unglinga. Vefurinn www.island.is er til- nefndur sem fulltrúi Íslands í keppni um neytendaher- ferð ársins í Evrópu. „Neyt- endaherferð ársins í Evr- ópu“ verður valin í tilefni af viku neyt- endaréttar en þann 15. mars næstkomandi er alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Verð- launaafhending fer fram í Brussel þann 10. mars næst- komandi. Evrópsku neytenda- aðstoðinni á Íslandi, ENA, var falið að skipa dómnefnd til að velja framlag Íslands til samkeppninnar. Markmið- ið var að velja herferð sem hefði það að leiðarljósi að kynna neytendum rétt sinn eða leiðir til að ná fram rétti sínum en þessi atriði eru þema neytendaréttarvikunn- ar í ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Vefur- inn www.island.is var opn- aður 6. mars 2007 og er sam- starfsverkefni ríkis og sveit- arfélaga. Tilgangurinn er að bæta aðgengi almennings að þjónustu hins opinbera með því að hafa allar upplýs- ingar á sama stað. Þar er að finna upplýs- ingar um réttarstöðu fólks á flestum sviðum, meðal ann- ars umfjöllun um neytenda- rétt, fasteignakaup, húsa- leigumarkaðinn, réttindi sjúklinga, skólakerfið og al- mannatryggingar. Einnig kemur fram í fréttatilkynn- ingu að það sé von dóm- nefndar að Evrópukeppn- in verði árlegur viðburður og að viðurkenning af þessu tagi sé til þess fallin að hvetja hið opinbera, félaga- samtök og einkafyrirtæki til að beina sjónum sínum að réttindum neytenda. Tilnefning í neyt- endaherferð ársins AFMÆLI Baltasar Kormákur leikari og leikstjóri 42 ára. Chelsea Clinton er 27 ára. Ralph Nader for- setaframbjóðandi í BNA 74 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.