Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandarískt hagkerfi hefur staðn- að og mun taka langan tíma að hrökkva í gang á ný. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi bankastjóri bandaríska seðla- bankans, í erindi sem hann hélt á ráðstefnu um stöðu efnahags- mála í Jeddah í Sádi-Arabíu á mánudag. „Hagvöxtur í Banda- ríkjunum stendur á núlli í dag,“ sagði hann. Bandaríski seðlabankinn telur meiri líkur á því en minni að samdráttur á bandarískum fast- eignamarkaði og lausafjárþurrð dragi úr bandarísku hagkerfi og muni hagvöxtur á árinu verða á bilinu 1,3 til tvö prósent í stað 2,5 prósenta hið mesta. Þá er hætta á enn frekari olíuverðshækkun- um, sem nú stendur nálægt met- hæðum – í rúmum 100 dölum á tunnu. Það þrýsti á aukna verð- bólgu, að sögn fréttastofu Reut- ers. Þetta er í takti við spár bandarísku fjárfestingarbank- anna Goldman Sachs og Merrill Lynch á dögunum. Greenspan var talsvert í frammi á fyrri hluta síðasta árs þegar hann varaði ítrekað við vísbendingum um snarpa leið- réttingu á hlutabréfamörkuðum, sem hann sagði spenntan um of, ekki síst í Bandaríkjunum og Kína. Þegar skellurinn var á seinni hluta árs þótti Greens- pan vart hafa fengið betri aug- lýsingu fyrir sjálfsævisögu sína, sem fjallaði nokkuð jöfn- um höndum um ævi hans og efnahagsmál. En aftur að erindi Green spans, sem sagði að eftir því sem núll- stigið varaði lengur vestan- hafs auki það hættuna á því að neytendur haldi að sér hönd- um sem muni hafa mikil áhrif á bandarískt efnahagslíf og skila sér í djúpu samdráttarskeiði. Aukin alþjóðavæðing síðastlið- inna ára ýtir undir hrakspárn- ar, að hans mati, en Greens- pan sér fyrir sér að talsvert sé í að góðra frétta megi vænta af bandarískum fasteignamark- aði áður en viðsnúningur verði. Samkvæmt nýjustu tölum um þróun á bandarískum fasteigna- markaði hefur sala á fasteign- um verið með dræmasta móti, verðið lækkað um 4,6 prósent, og nýbyggingar færri en fyrri ár. Staðan hafi ekki verið með verra móti í áraraðir. Því blási ekki byrlega ef hrakspár um hugsanlega aukningu á atvinnu- leysi gangi eftir. Þegar botnin- um verði náð verði viðsnúning- ur. En ekki fyrr, að mati seðla- bankastjórans fyrrverandi. Enginn hagvöxtur í Bandaríkjunum Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna er svartsýnn á horfur í efnahagsmálum. Hann segir langt í viðsnúning. BANKASTJÓRINN PRÉDIKAR Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir hagvöxt í Bandaríkjunum standa á núlli. Geti það boðið hættunni heim aukist hann ekki fljótlega. MARKAÐURINN/AFP Bandarísku fjárfestingar félögin Blackstone og CVC Capital Partn- ers eru sögð íhuga að leggja fram tilboð í rúman helming hluta- bréfa í bresku kráakeðjunni Mit- chells & Butlers. Núverandi eig- endur munu halda eftir hinum helmingi bréfa sinna gangi það eftir. Robert Tchenguiz, stjórn- ar maður í Existu, á tæpan fjórðungshlut í kráakeðjunni. Mitchells & Butlers er ein af stærstu kráa- keðjum Bretlands. Yfir- tökutilboð í hana liggur nú þegar fyrir frá helsta keppinaut- inum, Punch Taverns, upp á tvo milljarða punda, jafnvirði um 260 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir kaupin með hluta- bréfum í sameinuðu félagi. Breska dagblaðið Guardian segir fjármálasérfræðinga hafa efasemdir um yfirtökuna vegna aðstæðna á fjármálamörkuð- um en lausafé er af mjög skornum skammti og lánsfé dýrt. Því geti kaup á helmings- hlut í keðjunni verið fýsilegri kostur eins og staðan sé nú í stað þess að taka hana alla í einum bita. - jab Margir vilja kráakeðjuna Breski bankinn Northern Rock hætti í síðustu viku að veita við- skiptavinum sínum sérstök vildar- kjör sem veittu þeim kost á allt að 125 prósenta láni gegn veði í fasteign. Þetta voru einhver vin- sælustu lán bankans á síðasta ári, sem gáfu viðskiptavinum kost á að veðsetja sig í topp og vel það enda fengu þeir lán sem var 125 pró- sentum hærra en sem nam verði fasteignar þeirra. Breska ríkið hefur ákveðið að ríkisvæða bankann tímabundið vegna þeirra vandræða sem hann hefur ratað í en hann hefur þurft að leita eftir háum neyðarlánum hjá breska seðlabankanum til að tryggja sig í lausafjárþurrðinni. Breski veðmiðillinn Finance Markets segir bankann hafa verið gagnrýndan harðlega fyrir of mikla útlánagleði, en útlit sé fyrir að hátt í 200 þúsund viðskiptavin- ir bankans neyðist til að endur- fjármagna lán sín með enn dýrari lánum. Það geti hins vegar reynst erfitt þar sem margir bankar hafi hert útlánareglur sínar til muna upp á síðkastið. - jab Northern Rock skrúfar fyrir ofurlánin Breska verslanakeðjan Wool- worths hætti fyrr í þessum mán- uði að selja svokölluð Lólítu-rúm eftir kvartanir frá samtökum foreldra þar í landi. Dagblaðið Edmonton Sun segir starfsfólk verslunarinnar ekki hafa tengt rúmin, sem heita fullu nafni Lolita Midsleeper Combi og ætluð eru stúlk- um frá sex ára aldri, við samnefnda bók rithöf- undarins Vladimirs Na- bokov frá árinu 1955. Eins og þeir vita sem til þekkja ber aðalsöguhetja bókarinnar, Humb- ert Humbert, hug til tólf ára fósturdóttur sinnar. Sagan hefur í tvígang verið kvikmynduð, fyrst árið 1962 í leikstjórn Stanley Kubrick og aftur árið 1997. Í blaðinu er haft eftir tals- manni verslanakeðjunnar að starfólk Woolworths hafi hvorki kannast við bókina né mynd- irnar og því ekki gert sér grein fyrir þessari óviðeigandi teng- ingu. Stærsti hluthafi Woolworths er fjárfestingarfélagið Unity Investments, sem Baugur, FL Group og breski fjárfestir- inn Kevin Stanford eiga saman. - jab Hættir að selja Lólítu-rúmin VIÐ NORTHERN ROCK Hætt er við að endurfjármögnun lána hjá viðskiptavinum Northern Rock geti orðið kostnaðarsamur gjörningur. MARKAÐURINN/AFP Minnsta atvinnuleysi í tvo ára- tugi mældist í nýliðnum janúar. Atvinnuleysið mældist þá 0,9 prósent, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins, og breyttist ekkert frá desember. Fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem hafa verið einn til tvo mánuði á atvinnuleysisskrá. Þeim sem hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur hefur hins vegar fækkað. Fjármálaráðuneytið segir að enn flytjist útlendingar hingað til að vinna. Það bendi til spennu á vinnumarkaði. - ikh Ekki minna atvinnuleysi Rekstrarhagnaður Iceland-keðj- unnar nam 60 milljónum punda, tæpum 7,9 milljörðum króna, fyrsta árið sem félagið heyrði undir Baug og tengda fjárfesta. Hagnaðurinn var 97 milljónir punda í hitteðfyrra og reiknað með að afkoman í ár nemi 130 milljónum punda. Iceland-keðjan, sem selur frysta matvöru í rúmum 600 verslunum víðs vegar um Bret- land, þykir ein besta fjárfesting sem Íslendingar hafa komið ná- lægt og skólabókardæmi í bók- staflegum skilningi – enda saga félagsins og frumkvöðlastarf stofnandans Malcolm Walker kennd í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. „Iceland gekk frábærlega á síð- asta ári og hefur greitt niður mikið af skuldum sínum frá því félagið var endurfjármagnað í apríl í fyrra,“ segir Gunnar Sig- urðsson, forstjóri Baugs Group. „Við erum mjög ánægð með stöðu mála.“ - jab GUNNAR SIGURÐSSON Forstjóri Baugs er hæstánægður með vænt- anlega afkomu lágvöruverðskeðj- unnar Iceland á síðasta ári. Iceland-keðjan komin í skólabækur „Við unnum Óskarinn,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarfor maður Icelandic Water Holdings, sem selur átappað lindarvatn úr Ölfus inu víða um heim undir merkjum Icelandic Glacial. Vatnið lá frammi á Óskars- verðlaunahátíðinni sem fram fór í Hollywood á sunnudags- kvöld en gestum hátíðarinnar gafst áður en blásið var til upp- skeruhátíðarinnar vestra kostur á að setja flöskur með vatninu úr Ölfusinu í gjafapoka ásamt annarri gjafavöru. Sérstaklega var vatnsins getið í fjölmiðlum víða um heim í gær og í fyrra- dag. Fjölmiðlar vitnuðu sérstak- lega til leikstjórans Sergeis Bo- drov frá Kasakstan, að hann hefði aldrei séð neitt þessu líkt. Bodrov var tilnefndur fyrir myndina „Mongol“ í flokki bestu erlendu mynda sem fátt tók heim annað en gjafavöruna. Jón er afar ánægður með kynningu vatnsins vestra enda stórt skref að komast inn fyrir dyr kvikmyndaheimsins. Þar er hann síður en svo ókunnur en Jón hefur frá Skífu árunum haldið vinfengi við Jim Gian- opulos, nú forstjóra móður- félags 20th Century Fox-kvik- myndaversins. Í ofanálag hefur hann marg sinnis sótt heim kvik- myndahátíðina í Cannes – hefur átt þar hús um árabil – og aug- lýsti vatnið þar með eftirminni- legum hætti fyrir þremur árum. Jón segir veg Icelandic Glac- ial hafa vaxið mjög frá fyrstu dögum. Vörumerkið hafi styrkst mjög í sessi í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Jafnvel ratað á hvíta tjaldið en flöskurnar verða í um fjörutíu kvikmyndum á árinu og í sjónvarpsþáttum á borð við Desperate Housewives. Íslenskir bíógestir geta nú þegar séð flöskur undir merkjum Ice- landic Glacial í kvikmyndinni „27 Dresses“ sem er sýnd í bíó- húsum auk þess sem þeim mun bregða fyrir í nýjustu kvikmynd leikkonunnar Cameron Diaz, „What Happens in Vegas“, sem verður sýnd fljótlega. „Flaskan er nú þegar í „treil- ernum“. Það er stórt skref út af fyrir sig,“ segir Jón Ólafsson, hress í bragði með árangurinn. Hann verður heiðursgestur á Ís- lenska markaðsdegi ÍMARK á föstudag og mun þar fara yfir sögu Icelandic Glacial og átöpp- unarverksmiðjunnar í Ölfusinu. - jab Ölfusvatnið á Óskarsverðlaununum Hollywood-stjörnurnar svöluðu þorstanum með íslensku vatni um helgina. JÓN SVALAR ÞORSTA STJARNANNA Átappað vatn undir merki Icelandic Glacial stóð kvikmynda- stjörnum til boða sem sóttu Óskarsverðlaunahátíðina um helgina. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.