Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Uppgjörshrinunni í Kauphöllinni er lokið. Fjármálasérfræðingar segja síðasta ár hafa í grunninn verið gott þrátt fyrir snarpa dýfu á síðasta fjórðungi sem fáir hafi séð fyrir. Fram undan er að draga úr kostnaði og stíga varlega til jarðar. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði stöðuna og komst að því að menn bíða enn góðra frétta. „Uppgjörin voru flest við eða undir væntingum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbank- ans. Hún segir fjármagnskostn- að víða hafa verið háan og reikn- ar með því að árið muni ein- kennast af aðhaldi og ráðdeild hjá flestum fyrirtækjum, hvort sem er í fjármálageiranum eða hjá rekstrarfélögum. Aðrir fjár- málasérfræðingar sem Markað- urinn ræddi við voru á svipuðu máli. Uppgjörshrinunni fyrir af- komuna á síðasta ári lauk fyrir opnun markaða á föstudag í síð- ustu viku þegar Atorka Group skilaði afkomutölum sínum. Þar með höfðu öll félögin sem mynda Úrvalsvísitöluna gert upp síðasta ár. Eins og við var að búast setti lausafjárþurrð og þrengingar á fjár- málamörkuðum um allan heim mark sitt á uppgjör íslenskra fyrirtækja með einum eða öðrum hætti, ekki síst í bókum banka, fjármála- og fjárfestingarfyrirtækja. Af árinu kom fjórði og síðasti fjórð- ungur ársins verst út. REKSTURINN Í FÍNU LAGI „Árið var í heild gott ef fjórða ársfjórðungi sleppir,“ segir Grétar Már Axelsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Glitnis, spurður um álit á upp- gjörum íslensku bankanna. Hann og Edda segja bæði að uppgjör rekstrarfélaganna hafi verið ágæt. Bent hefur verið á að stærstu félögin, svo sem Alfesca, Bakkavör, Teymi og Össur hafi skilað ágætri afkomu í fyrra. Icelandair og Icelandic Group, sem bæði skiptu út for- stjórum sínum á árinu, hafi hins vegar verið undir væntingum. Róðurinn geti orðið þungur hjá skuldsettum fyrirtækjum í ár. Hagnaður bankanna stóru, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, auk fjárfestingarbank- ans Straums, nam 152 milljörð- um króna. Þótt þetta sé rúmum 60 milljörðum krónum minna en í hitteðfyrra var haft eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í Markaðn- um fyrir nokkru að niðurstað- an sýni að fyrirtækin séu stönd- ug og langt frá því að kom- ast á vonar völ. Hafa ber í huga að þarsíðasta ár var metár hjá stóru bönkunum þrátt fyrir þrengingar á vordögum í kjölfar erlendra greininga gegn þeim. Það kom ekki niður á afkom- unni þótt verulega hafi snert við gengi hlutabréfa þeirra. Grétar Már segir fyrri hluta síðasta árs hafa litið mjög vel út. Í raun lofað góðu. Úrvalsvísital- an hafi hækkað um fjörutíu pró- sent allt fram undir undir mitt ár þegar hún hafi tekið skyndi- legan sveig í aðra átt. „Þetta var snarpur viðsnúningur á seinni helmingnum,“ segir Grétar. „En ef afkoman er skoðuð eftir fjórðungum í fyrra var hún í takt við þróun á alþjóðleg- um mörkuðum almennt,“ bætir hann við og leggur áherslu á að mestu hafi skipt að í því árferði sem verið hafi upp á síðkast- ið hafi grunnrekstur bankanna skilað sínu, verið í raun sterkur á meðan lausafjárþurrðin hafi riðið húsum á alþjóðavettvangi. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að Kaupþing hafi náð því í fyrsta sinn að láta vaxtatekjur bankans, sem höfðu aldrei verið hærri, ná yfir allan rekstrar- kostnaðinn. „Það þýðir að rekst- urinn er gríðarlega sterkur.“ LÆRDÓMSRÍK LEXÍA Flestir eru sammála um að dýfan á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um sem hófst um mitt síðasta ár hafi verið óvenjukröpp. Erfitt hafi verið að sjá hana fyrir þrátt fyrir að vísbendingar hafi verið uppi um hvert stefndi strax á vordögum í fyrra. Greiningar- deild Kaupþings sagði fyrr á þessu ári að aðsteðjandi vanda- mál – kólnun á bandarískum fasteignamarkaði, yfirvofandi lausafjárþurrð, aukin verðbólga og hækkandi skuldatryggingaá- lag, svo fátt eitt sé nefnt – hafi verið rætt í aðskildum hópum en aldrei á sama tíma. Yfirsýn hafi því ekki fengist á málinu. Svo hafi allir straumar stefnt að einum ósi, sem sé fátítt. En þá var of seint að grípa í taumana. Grétar segir aðdragandann hafa verið nánast engan. „Þetta var krappari beygja og nokk- uð dýpri en menn bjuggust við. Menn voru ekki undirbúnir fyrir þessa snörpu lækkun og brugð- ust ekki við. Það er dýrkeypt lexía. Framvegis þarf að fylgj- ast betur með áhættuþáttum á erlendum mörkuðum og áhættu- söm fyrirtæki þurfa að bregð- ast við með því að verja eigið fé sitt,“ segir hann. SEGLIN DREGIN SAMAN Forstjórar viðskiptabankanna hafa nær allir lagt línurnar fyrir það sem koma skal á þessu ári. Sterkar var vart að orði kveðið en í vikubyrjun þegar Lárus Welding, forstjóri Glitnis, ákvað að ganga fyrir skjöldu og lækka laun sín um helming. Fara þau við það úr 5,5 milljónum króna á mánuði, ef miðað er við laun hans á síðasta ári, í 2,8 millj- ónir króna. Með gjörningnum tekur Lárus undir með Þorsteini Má Baldvinssyni, sem boðaði aðhaldsaðgerðir og lækkaði stjórnarformannslaun sín hlut- fallslega jafn mikið á aðalfundi bankans í síðustu viku. Rekstrarkostnaður Glitnis var reyndar í hærra lagi miðað við hina bankana á síðasta ári og boðaði Lárus aðhald á uppgjörs- fundi bankans fyrr í mánuðin- um. Hinir bankarnir hafa enn sem komið er ekki tekið í sama streng en Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri Kaupþings, sagði á síðasta uppgjörsfundi bank- ans að í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum verði áhersla bankans fremur á innri vöxt en stækkun. Bankinn hafði þá nýverið hætt við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. Í svipaðan streng hafa fleiri tekið, svo sem stjórnendur FL Group, enda ljóst að mikill vöxt- ur íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið skýrir að hluta háan rekstrarkostnað. „Ég held að það séu komin mjög skýr skilaboð frá stærstu fyrirtækjunum um að draga úr kostnaði og auka aðhald,“ segir Grétar. „Það eru allir komnir í þennan gír. Það er hollt og sýnir hvar styrkleikarnir eru. Þó verður að hafa varann á að draga ekki of mikið til baka svo menn missi ekki af tækifæri þegar markaðurinn snýr við,“ segir hann og leggur áherslu á að menn verði að kunna varnar- leik eins og í þeirri stöðu sem komin sé upp á skugga hás láns- fjárkostnaðar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hvenær sá viðsnúningur verður nákvæmlega vildu fáir viðmælendur spá fyrir um. Slíkt sé enda erfitt. Menn bíði frétta, einna helst góðra er lúti að fjár- mögnun með skuldatryggingar- álagi sem sé nær því sem eðli- legt geti talist en ekki hinu margfræga og ofurháa Íslands- álagi – sem sé út úr kortinu. „Allar slíkar fréttir eru góðar en eins og útlitið er núna bíða menn,“ segir Grétar. Uppgjörin komin í hús: Ár hagræðingar fram undan EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir uppgjörin hafa verið við eða undir væntingum og muni árið einkennast af aðhaldi. MARKAÐURINN/GVA GRÉTAR MÁR AXELSSON Sérfræðingur greiningardeildar Glitnis segir grunnrekstur banka og fjármálafyrirtækja hafa verið góðan á fjórða ársfjórðungi þrátt fyrir hræringar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. MARKAÐURINN/PJÉTUR 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 ■ 2005 ■ 2006 ■ 2007 Atorka Bakkavör Eimskipafélagið* Exista FL Group Glitnir Icelandair Group** Kaupþing Landsbanki Marel Spron Straumur-Burðarás Teymi*** Össur * Árið endar í október í bókum Eimskips **Skráð á markað síðla árs 2006 ***Ekki er hægt að bera afkomu Teymis saman við fyrra ár en árið 2006 heyrði Teymi undir samstæðu Dagsbrúnar Allar tölur í milljónum króna H A G N A Ð U R F Y R I R T Æ K J A S E M M Y N D A Ú R V A L S V Í S I T Ö L U N A Á Á R U N U M 2 0 0 5 , 2 0 0 6 O G 2 0 0 7 1. 49 1 6. 73 9 8. 14 1 4. 24 1 8. 73 3 6. 20 0 98 5 6. 35 5 -9 00 50 .3 14 37 .4 09 57 .0 00 17 .2 51 44 .6 00 -6 7. 20 0 19 .0 99 38 .2 31 27 .7 00 2. 60 0 25 7 51 .0 56 86 .4 47 70 .0 00 25 .0 17 40 .2 15 39 .9 49 56 5 15 ,8 60 8 4. 09 2 9. 01 0 3. 28 7 26 .7 18 50 .9 45 14 .9 00 1. 35 4 78 0 29 2, 4 50 8, 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.