Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N O R K A O G I Ð N A Ð U R L A N D B Ú N A Ð U R Björgvin Guðmundsson skrifar „Við vonumst auðvitað til þess, því við höfum trú á bókinni, að sem mest af því sem þarna kemur fram náist í gegn,“ sagði Ragnar Árnason hagfræði- prófessor þegar hann kynnti nýútkomna bók, Skatta- lækkanir til kjarabóta, fyrir Pétri Blöndal, alþingis- manni og formanni efnahags- og skattanefndar Al- þingis, í fyrradag. Það er Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál sem gefur bókina út, sem er í ritstjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital. „Þetta er gagnmerkt rit um þann ábata sem þjóð- félög geta fengið af því að lækka skatta,“ sagði Tryggvi Þór. Tvær greinar eru fræðilegs eðlis, önnur eftir nóbelsverðlaunahafann Edward C. Prescott og aðstoðarkonu hans og hin eftir Ragnar Árnason. Tryggvi segir aðrar greinar lýsa raunverulegum að- stæðum. Ragnar segir að allir höfundar séu doktorar í sinni fræðigrein, fimm prófessorar og þrír for- stöðumenn alþjóðlegra rannsóknarstofnana. „Allir þessir menn vekja athygli á því að frá þeirra sjónarhorni eru tekjuskattar, sérstaklega stigvaxandi tekjuskattar, stór áhrifavaldur um það vinnuframlag sem fólk kýs að inna af hendi yfir ævina. Þar með dregur úr vinnuframlaginu og um leið þjóðarframleiðslunni. Þar með er minna til skiptanna. Þetta er skuggahliðin á skattakerfinu sem má aldrei gleymast, jafnvel þótt við ímyndum okkur að skatturinn sé notaður í góðum tilgangi,“ út- skýrir Ragnar. „Þessi bók er örugglega gott innlegg í þá umræðu sem við eigum alla daga í efnahags- og skattanefnd. Þar leggjum við að sjálfsögðu þann ramma sem at- vinnulífið og einstaklingar búa við, aðalrammann sem er skattheimtan. Ég kalla það aðalrammann því skattheimtan er afar mikilvægt tæki í samskiptum borgaranna. Til dæmis er skattheimta fyrirtækja veigamesti þátturinn í ákvörðun um staðsetningu,“ sagði Pétur Blöndal þegar hann tók við fyrsta ein- taki bókarinnar. „Menn þurfa að vera meðvitaðir um það að skatt- stofninn er eins og klár. Ef við klyfjum klárinn of mikið með grjóti eða heyi eða hverju sem er, verður hann meira og meira hægfara. Þegar hann er kominn með mörg tonn á bakið þá stoppar hann,“ sagði Pétur. „Það er svipað með atvinnulífið. Þegar byrðarnar eru léttar er klárinn galvaskur og hleypur um allt og dregur allt þjóðfélagið með sér. Ef hlaðið er of mikið á hann kiknar hann undan byrðinni. Það að efla atvinnulífið er um leið lífs- kjarabót fyrir launþegana, sem geta þá fengið hærri laun og þar af leiðandi borgað hærri skatta og þurfa ekki eins mikið af bótum. Allt hangir þetta saman. Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því hvar hámarkið á Laffer-kúrfunni sé og passi sig að vera fyrir neðan það.“ „Ég vek athygli á því að það eru athuganir í gangi til að meta þessa svokölluðu Laffer-kúrfu betur hér á Íslandi. Það litla sem við höfum séð af niðurstöð- um úr því er það að við séum yfir hámarki varðandi tekjuskatt í það minnsta einstaklinga og sennilega fyrirtækja líka. Enda hefur verið ákveðið að lækka skatt á fyrirtæki og tekjuskattar einstaklinga hafa lækkað,“ sagði Ragnar. „Punkturinn er kannski ekki bara sá hvar þetta hámark er heldur að við viljum aldrei nokkru sinni fara yfir hámarkið. Ekki einu sinni nálgast það. Það er ekki þar með sagt, þótt við höfum ekki hámark- að skatttekjur ríkissjóðs, að við séum ekki með rétta skattheimtu. Alls ekki. Allir skattar, alveg frá núlli og upp úr, hafa áhrif á vilja og fúsleika fólks til að vinna og þar með á það sem framleitt er í landinu,“ bætti hann við. Ragnar vakti líka athygli á því í þessu samhengi að hámarkið á Laffer-kúrfunni hefði örugglega lækkað vegna heimsvæðingarinnar. „Allir skatt- stofnar í dag eru orðnir kvikari en þeir voru. Ekki bara fyrirtæki heldur jafnvel einstaklingar færa búsetu, skattfang, milli landa með tilliti til skatta. Þetta hefur færst í aukana og eykst örugglega í framtíðinni. Þetta tengist skattasamkeppni sem tvær greinar fjalla um í bókinni, sem annars vegar segja að lönd verði að taka þátt í skattasamkeppn- inni og hins vegar að skattasamkeppnin sé góð vegna þess að hún veiti ríkisstjórnum aðhald. Alveg eins og samkeppni milli fyrirtækja á markaði er góð. Æ fleiri greiða atkvæði með fótunum núorðið,“ sagði Ragnar. Skuggahliðin á skattkerfinu útskýrð Tekjuskattar draga úr vinnuframlagi einstaklinga og um leið þjóðarframleiðslu. Hagfræðiprófessor segir að fyrir vikið sé minna til skiptanna og það hafi áhrif á lífskjör allra. KOSTIR SKATTALÆKKANA KYNNTIR Tryggvi Þór Herbertsson, Ragnar Árnason og Pétur Blöndal ræddu nýútkomna bók, sem RSE gefur út, á fundi í Iðnó í fyrradag. Niðurstaðan var að tekjuskattar, sérstaklega stigvaxandi tekjuskattar, drægju úr vinnuframlagi, sem hefði áhrif á lífskjör allra. „Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hug- myndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneyt- isins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúa- kyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostn- aður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þoln- ari gagnvart sjúkdómum en ís- lenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfir- dýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Hall- dór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um inn- flutning á fósturvísum frá Nor- egi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúk- dómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh Félag um norska fósturvísa VON Á NORSKUM FRÆNDSYSTKINUM Hópur bænda hyggst stofna hlutafélag um innflutning á fósturvísum og sæði norska rauða kúakynsins. „Það er óvíst að þetta nái flugi ef þetta verða bara innbyrðis kaup milli heildsala,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Landsnet stefnir að því að í haust hefjist heildsölumarkað- ur með raforku. Þetta er gert að norrænni fyrirmynd og gengur þannig fyrir sig að gerð eru kaup- og sölutilboð í raforku, jafnvel á tveggja klukkustunda fresti, allan sólarhringinn. Fyrir- komulagið yrði í sjálfu sér ekki ólíkt verðbréfamarkaði, þar sem stöðug verðmyndun á sér stað. Þorsteinn Hilmarsson segir hugmyndina góða. „Mér líst mjög vel á þetta ef stórir not- endur verða virkir á markaðn- um.“ Þar vísar Þorsteinn til fyrir- tækja eins og Eimskips, Sam- skipa og Baugs. „Það yrði verra ef þetta yrðu bara innbyrðis við- skipti milli heildsala.“ Um 12.000 gígavattstundir voru framleiddar af raforku hérlendis í fyrra. Mikið af því er bundið í langtímasamninga, meðal annars við stóriðju. Þrír fjórðu framleiðslunnar fara til stóriðju, en fjórðungur á al- mennan raforkumarkað. „Hugmyndin með heildsölu- markaðnum er ekki síst að fá verðmiða á orku í landinu,“ segir Guðmundur Ingi Árnason, aðstoðarforstjóri Landsnets. Þorsteinn Hilmarsson telur að líkleg stærð á heildsölumarkaði yrði á bilinu 100 til 200 gígavatt- stundir á ári. Sé miðað við heildarfram- leiðslu raforku hér á landi yrði opinbert verð á heildsölu- markaðnum því byggt á einu til tveimur prósentum af fram- leiðslunni. - ikh Verðmyndun byggð á tveimur prósentum ÞORSTEINN HILMARSSON Líkleg stærð heildsölumarkaðar milli eitt og tvö prósent af heildarframleiðslunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.