Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2008 — 58. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta og leikmaður Vals, er ansi veik fyrir merkjavöru. „Ég er sérstaklega hrifin f Dog var í Chicago ásamt félögum sínum í Val fyrir síðustu jól og varð hópurinn veðurtepptur fram á aðfangadag Tíminn fór þó ekki til spillis og þrædd búðina á fætur Með algjöra Diesel-dellu Guðbjörg keypti Adidas-jakkann og skóna þegar hún var veðurteppt í Chicago fyrir síðustu jól. Diesel-buxur sem eru þröngar að neðan eru síðan í sérstöku uppáhaldi hjá henni þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STYRKTARSÝNINGIngibjörg Friðriksdóttir er ungur hönnuður sem stendur fyrir tískusýningu og fatauppboði í Saltfélaginu hinn 8. mars til styrktar mænusköðuðum. TÍSKA 2 ALLT Í BLÓMAPrímúlur, orkídeur, begóníur, pottakrísi og ástareldur eru vinsælustu pottablómin. Nú fyrir páska selst líka allt í gulum litum mjög vel. HEIMILI 5 VEÐRIÐ Í DAG GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Kaupir sér helst föt á ferðalögum utanlands tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS VINNUVÉLAR 3.500 gámar á fleygiferð Sérblað um vinnuvélar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG vinnuvélar Sagað en ekki brotiðMúrbrot felst aðallega í því að saga niður steyputen-inga og flytja brott. BLS. 10 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Ævintýri í smáheimum Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson opnar sýningu á nýjum myndbands- verkum í dag. MENNING 67 Ganga í margs konar störf Félag dúklagninga- og veggfóðr- arameistara fagnar því að 80 ár eru liðin síðan það var stofnað í Bað- stofu iðnaðarmanna í Reykjavík. TÍMAMÓT 34 VelduektaMyllu Heimilsbrauð - brauðið semallir á heimilinu velja 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga Slys í skíðaferð Þórir Guðmunds- son rifbeins- og viðbeinsbrotnaði í skíðaferð í ítölsku Ölpunum. FÓLK 58 STJÓRNSÝSLA Þótt deila megi um aðferðafræði við skipan dómara hafa ráðherrar í gegnum tíðina almennt fylgt niðurstöðum matsnefndar og Hæstaréttar við skipan dómara, segir Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstarétt- ardómari. Þannig gekk þetta allt þar til Björn Bjarnason tók við embætti dómsmálaráðherra, segir hann. Vandamálið er ekki kerfið sjálft, „vandamálið að mínu mati er þessi ráðherra“, sagði Hrafn, þegar hann kvaddi sér hljóðs í málstofu um skipan dómara í Háskóla Íslands í gær. - bj / sjá síðu 6 Fundur um skipan dómara: Vandamálið er Björn Bjarnason SJÁVARÚTVEGUR „Það er alla vega búið að blása á þessar efasemda- raddir um ástand stofnsins, þetta undirstrikar það að við höfum verið að nýta stofninn með réttum hætti,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar. Loðnuveiðar voru leyfðar að nýju í gær á grundvelli ráðgjafar Haf- rannsóknastofnunar. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra gaf út reglugerð þess efnis síðdegis og jafnframt var gefið út breytt heildaraflamark. Í hlut Íslendinga koma um 100 þúsund tonn í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta. Sjó- menn segja mikið magn loðnu á ferðinni eða eins og best gerist á þessum tíma árs. Skip fá stór köst og rífa veiðarfærin. Fiskifræðingum um borð í Árna Friðrikssyni tókst í fyrrakvöld að mæla loðnugönguna sem var undan Skógasandi, austan Vest- mannaeyja. Mældist torfan um 470 þúsund tonn sem réttlætir veiði, en áður var talið að stærð veiðistofns væri aðeins 200-270 þúsund tonn. Stærð stofnsins var því mæld langt undir því sem gild- andi aflaregla gerir ráð fyrir að skilið sé eftir til hrygningar, en það eru 400 þúsund tonn. Sjávar- útvegsráðherra stöðvaði veiðar síðastliðinn fimmtudag eftir ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að skipverjar á Árna Friðrikssyni muni enn fylgjast með miðum á svæðinu sem er undan suður- ströndinni milli Ingólfshöfða og Víkur, en einnig sé verið að leita fyrir austan land og vestan. Hann telur þó ekki tímabært að segja til um það hvort frekar verði bætt við heimildina. Torfan er mjög þétt og fékk Sig- hvatur Bjarnason VE um 1.100 tonn í kasti sem er stærsta kast sem áhöfnin þar um borð man eftir. Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum skipum, til dæmis rifn- uðu veiðarfærin á Hugin VE undan aflanum. - shá/jse Loðnuveiðar leyfðar eftir sex daga stopp Sjávarútvegsráðherra gaf út 100 þúsund tonna loðnukvóta í gær. Fiskifræðing- um Hafrannsóknastofnunar tókst að mæla vestari gönguna sem talin er vera 470 þúsund tonn. Mokveiði er hjá skipunum sem taka risaköst uppi í fjöru. VÍÐA ÉL Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt til landsins en hvassara með ströndum einkum sunnan og austan til. Víða él en úrkomulítið fyrir austan síðar í dag. Frost 0-9 stig kaldast til landsins. VEÐUR 4 -5 -7 -4 -4 -3 VIÐSKIPTI Íslenska fyrirtækið Handpoint hefur sett upp hand- tölvulausn á Old Trafford, heima- velli Manchester United, sem gerir liðinu kleift að selja áhorf- endum vörur á meðan leikur stend- ur. „Það átti einn frá okkur að fara út og fylgjast með notkun kerfis- ins í fyrsta leiknum sem var gegn Arsenal. Við tókum auðvitað ekki annað í mál en að fá þá miða á leik- inn og fórum allir út. Þetta var svakaleikur; fjögur-núll fyrir Manchester!“ segir Davíð Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Hand- point. Fyrirtækið varð fyrst í heimi til að fá ákveðna greiðslukortavottun á handtölvur með aðstoð Tækni- þróunarsjóðs og skaut þá sjálfu Apple-fyrirtækinu ref fyrir rass. Síðan hefur verið unnið að því í fjögur ár að smíða hugbúnaðinn og koma honum á markað. „Þetta er allt sem venjulegur búðarkassi getur gert í lítilli hand- greiðslutölvu og er að ryðja sér til rúms víða. Manchester rekur stóra verslun sem veltir miklu en vand- inn er sá að 75.550 manns koma á leikinn og þeir komast ekki allir í búðina í einu,“ segir Davíð. Með þessu kerfi geti sölumenn til dæmis farið inn í básana í hita leiksins og selt áhorfendum. Um leið er gengið frá pöntuninni ann- ars staðar á vellinum, án nokkurra tafa. - kóþ Íslenskt fyrirtæki gerir fótboltaliði kleift að selja vörur á meðan leikur stendur: Selja trefla og treyjur United LÖGREGLUMÁL Níu slösuðust í tveimur umferðarslysum sem urðu um klukkan fjögur í gær á Svalbarðsstrandarvegi skammt utan Akureyrar. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálkunni og lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Sjö slösuðust en enginn þó alvarlega, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Skömmu áður hafði jeppi runnið til og lent með hliðina aftan á skólarútu. Tveir menn voru í jepp- anum og þurfti klippur til að ná þeim út. Þeir voru fluttir á slysa- deild til frekari rannsóknar. - jse Árekstrar í Eyjafirði: Níu slösuðust HEILBRIGÐISMÁL Nýtt háskóla- sjúkrahús mun rísa við Hringbraut. Samanlagt flatarmál þess verður um 150 þúsund fermetrar, eða um það bil þrjár Kringlur. Gangi undirbúningsvinna að óskum verður hægt að byrja á fyrsta áfanga árið 2009 eða 2010. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefndar um byggingu sjúkrahússins, kynntu stöðuna í gær. - sþs / sjá síðu 10 Á stærð við þrjár Kringlur: Sjúkrahúsið rís við Hringbraut Enn á ný í úrslitaleik Guðríður Guðjónsdóttir stýrir liði sínu í bikar úrslitaleik í Höllinni á laugar- daginn. Hún hefur sjálf unnið bikarinn tólf sinnum. SPORT 52 LOÐNAN KOMIN Kátir voru karlar á Sighvati Bjarnasyni sem kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær en hann fékk um 1.100 tonn í einu kasti. Hér eru þeir Ingvar Þór Gylfason og Gunnar Ingi Gíslson með fullar hendur af loðnu. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.