Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 16
16 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Dimitrí Medvedev hefur ekki verið mjög áberandi í rússneskum stjórnmálum fyrr en nú, allra síðustu vikurnar. Hann þykir næsta öruggur um sigur í forseta- kosningum á sunnudaginn. Fátt er vitað um manninn sem tekur við af Vladimír Pútín sem forseti Rússlands. Hann hefur verið lítt áberandi í fjölmiðlum þangað til í desember síðastliðn- um. Hann virðist ekki hafa haft margt að segja um áform sín eða sérstöðu í stjórnmálum. Meira að segja Hillary Clinton, sem sækir það stíft að verða for- seti Bandaríkjanna, átti í mestu vandræðum í kappræðum á þriðju- dag með að muna nafnið á næsta forseta Rússlands. „Eða eitthvað,“ sagði hún vand- ræðaleg eftur að hafa gert nokkr- ar tilraunir til að bera nafnið fram. Áfram á sömu braut Ekki er vitað til þess að Medvedev hafi neitt sérstakt á stefnuskrá sinni annað en að halda áfram á sömu braut og Pútín. Ýmislegt bendir til þess að hann ætli meira að segja að leyfa Pútín að ráða ferðinni í flestum efnum. Síðast í gær ítrekaði Medvedev að hann ætli að „halda áfram á þeirri braut sem reynst hefur vel“, nefnilega á „braut Pútíns for- seta“. „Mér hefur alltaf þótt gott að starfa með forsetanum,“ sagði Medvedev. Pútín hefur sjálfur tekið skýrt fram að hann ætli sér að setja mark sitt á rússnesk stjórnmál áfram þótt hann hætti sem forseti. Medvedev varð líka fljótur til að bjóða Pútín embætti forsætisráð- herra í desember, þegar Pútín var búinn að lýsa yfir stuðningi sínum við Medvedev í forsetaframboðið og þar með nánast tryggja honum sigur. Pútín var sömuleiðis fljótur að þiggja það boð. Forsætisráðherraembættið hefur hingað til verið töluvert veigaminna en embætti forsetans, og þótt Pútín hafi skýrt tekið fram að hann ætli sér ekki að breyta þeim valdahlutföllum virðist almennt reiknað með því að Pútín muni auka vægi forsætisráðherra- embættisins á kostnað forseta- embættisins. Sameiginlegur uppruni Þeir Pútin hafa þekkst lengi. Þeir eru báðir fæddir í Pétursborg, báðir lögfræðimenntaðir og hafa verið nánir samstarfsmenn allar götur síðan Pútín var formaður utanríkismálanefndar Pétursborg- ar á árunum 1991-96 og fékk Med- vedev í ráðgjafarstörf fyrir nefnd- ina. Medvedev á í raun allan sinn pólitíska feril Pútín að þakka. Árið 2000 var Medvedev kosningastjóri Pútíns og varð í beinu framhaldi af því starfsmannastjóri forseta- embættisins. Árið 2005 varð síðan Medvedev annar tveggja aðalað- stoðarforsætisráðherra ríkis- stjórnarinnar. Medvedev hefur einnig frá árinu 2000 verið ýmist stjórnar- formaður eða varastjórnarfor- maður orkufyrirtækisins Gaz- prom, sem er voldugasta fyrirtæki Rússlands og hefur að stórum hluta staðið undir hagvexti lands- ins síðustu árin, og þar með einnig undir auknu vægi Rússlands á alþjóðavettvangi. Áhyggjur Mannréttindasamtökin Amnesty International lýstu nú í vikunni yfir áhyggjum af ástandinu í Rúss- landi, þar sem þau segja tjáning- arfrelsi, fundafrelsi og félaga- frelsi eiga í vök að verjast. Samtökin segja það hafa verið sér- staklega áberandi, nú í aðdrag- anda kosninganna, hve stjórnvöld hafi sýnt þessum grundvallarrétt- indum litla virðingu. Enginn virðist reikna með því að Medvedev ætli að breyta þessu ástandi, enda virðast Rússar almennt hafa fyllst djúpstæðri tortryggni í garð lýðræðisfyrir- komulagsins áratuginn sem Boris Jeltsín var við völd í beinu fram- haldi af hruni Sovétríkjanna árið 1991. Pútín hefur á valdaferli sínum forðast að gera nokkuð sem minnt gæti á Jeltsíns, en hefur á hinn bóginn verið sakaður um einræð- istilburði og sovéskan stjórnunar- stíl. Medvedev hefur til þessa haldið sig til hlés. Nú þegar hann stígur fram í sviðsljósið kemur smám saman í ljós hve vandlega hann mun feta í fótspor Pútíns. Getur lýst yfir neyðarástandi og sett herlög. Samhæfir stefnu í efnahags- og fjármálum. Hefur umsjón með ríkiseignum. Ákveður verðlagningu á gasi, rafmagni og innanlandsflutningum. © GRAPHIC NEWS Stjórnar stefnunni í félags-, atvinnu-, innflytjenda- og fjölskyldumálum. Tekur við forsetavöldum ef forseti verður ófær um að sinna skyldum sínum. Leiðtogi ríkisins og æðsti yfirmaður hersins. Ræður yfir kjarnorkuvopnum Rússlands. Ákveður stefnu í innanríkis- og utanríkismálum Skipar og hefur völd til að reka forsætisráðherra, að fengnu samþykki þingsins. Getur beitt neitunarvaldi á lög sem þingið hefur afgreitt. Þingið getur þó með auknum meirihluta afgreitt lögin þrátt fyrir neitun forseta. Stjórnar og skipar í öryggisráð ríkisins, sem hefur umsjón með varnar- og öryggismálum Rússlands. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Framkvæmir stefnu í innanríkis- og utanríkismálum. Framkvæmir einnig tilskipanir forseta. HENSON OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11 - 19 BARA Í DAG Stígur fram úr skugganum LÖGFRÆÐINGUR FRÁ PÉTURSBORG 1965 Fæddur í St. Pétursborg 14. september. Foreldrar hans voru háskóla- kennarar. 1987 Útskrifast sem lögfræðingur frá háskólanum í Pétursborg. 1991-96 Pútín, sem þá er formaður utanríkismálanefndar Pétursborgar, ræður Medvedev sem sérfræðing fyrir nefndina. 1999 Flytur til Moskvu sem aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjórnarinnar. 2000 Kosningastjóri Pútíns. Ráðinn aðstoðarstarfsmannastjóri forsetans, síðar stjórnarformaður hins volduga orkufyrirtækis Gazprom. 2005 Fyrsti aðstoðarforsætisráðherra, hefur umsjón með menntamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum og landbúnaði. 10. des. 2007 Pútín lýsir yfir stuðningi við Medvedev í forsetaframboð. 2. mars 2008 Forsetakosningar í Rússlandi. Medvedev nánast öruggur um sigur. DIMITRÍ MEDVEDEV Arftaki Pútíns hefur síðustu árin stjórnað hinu valdamikla orku- fyrirtæki Gazprom, sem á stóran þátt í því aukna vægi sem Rússland Pútíns hefur fengið á alþjóðavettvangi. NORDICPHOTOS/AFP GÓÐUR VIÐ BÖRN OG MÁLLEYSINGJA Fáeinum dögum fyrir forsetakosning- arnar í Rússlandi var opnuð í Moskvu sýning á teikningum barna sem fengu það verkefni að teikna framtíðarforseta landsins. Hér er ein myndanna. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING − FORSETAKOSNINGAR Í RÚSSLANDI FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.