Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 24
24 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 499 4.955 -1.56% Velta: 4.340 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,91 -0,88% ... Bakkavör 42,60 -2,07% ... Eimskipafélagið 28,85 +1,23% ... Exista 12,20 -0,16% ... FL Group 9,80 -1,01% ... Glitnir 17,05 -2,57% ... Icelandair 25,20 +0,40% ... Kaupþing 733,00 -1,35% ... Landsbankinn 27,55 -2,31% ... Marel 92,40 +0,00% ... SPRON 5,78 +0,00% ... Straumur-Burðarás 12,08 -1,23% ... Teymi 5,27 -0,94% ... Össur 92,90 -0,32% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +1,23% ICELANDAIR +0,40% MESTA LÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS -4,40% GLITNIR -2,57% LANDSBANKINN -2,31% Þurfa bankaábyrgð Byggingaverktakar sem ætla að fá lán hjá Íbúðalánasjóði þurfa nú bankaá- byrgð frá viðskiptabönkum, samkvæmt ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs. Ábyrgðin á að ná til greiðslu lánsins og gilda þar til það hefur verið greitt upp eða sjóðurinn samþykkt nýjan skuld- ara, verði eigendaskipti á fasteign. Falli ábyrgð niður segir sjóðurinn að sér sé heimilt að gjaldfella lánið. Bankaá- byrgðin er sögð jafngilda greiðslumati. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í finnska fjar- skiptafélaginu Elisa, og á nú 12,1 prósents hlut. Samkvæmt frétt Reuters hefur Björgólfur bætt við sig tæplega einni milljón hluta frá því í jan- úar, þegar hann átti ríflega nítján milljón hluti í fyrirtækinu. Miðað við gengi hluta í Elisa í gær er verðmæti viðbótarinnar um tveir milljarðar króna. Novator lagði til breytingar á skipulagi fyrirtækisins sem til stóð að leggja fyrir aukaaðalfund sem haldinn var í janúar. Félagið vildi einnig fá menn í stjórn en fékk ekki. Aðalfundur Elisa verð- ur haldinn átjánda mars. - ikh Novator eykur hlutinn í Elisa „Almennt höfum við enga trú á íslensku efnahagslífi,“ segir Henrik Drusebjerg, sérfræðingur hjá Nordea, stærsta banka Norð- urlanda, í samtali við Danska við- skiptablaðið Börsen. „Það þyngir óneitanlega róður- inn að það birtist neikvæðar frétt- ir af efnahagslífinu dag eftir dag, á sama tíma og við leitumst við að koma réttum upplýsingum um stöðu mála á framfæri,“ segir Finnur Sveinbjörnsson. Finnur vinnur að því, ásamt stjórnvöldum og bönkunum, að finna leiðir til að bæta ímynd íslensks efnahagslífs ytra. Henrik Drusebjerg segir að Nordea eigi ekki neinar eignir á Íslandi og bankinn vilji ekki að viðskiptavinir sínir eigi það held- ur. Fram kemur í Börsen að Nordea hafi áður ráðlagt áhættu- sæknum fjárfestum að eignast hluti í íslenskum fyrirtækjum. Nú hafi bankinn skipt um stefnu. Nor- dea telji að krónan sé einn við- kvæmasti gjaldmiðill sem til er. Hún sé lítið notuð í alþjóðavið- skiptum. Þá séu lánakjör íslensku bankanna slæm og mikill við- skiptahalli hér á landi. „Það er þekkt að það var mikil þensla í hagkerfinu. Hins vegar eru ýmis merki um að nú dragi úr henni og hagkerfið leiti jafnvæg- is,“ segir Finnur Sveinbjörnsson. Hann væntir þess að erlendir aðil- ar róist þegar uppgjör bankanna fyrir fyrsta fjórðung ársins koma fram. „Þá ættu þeir að sjá að bank- arnir eru að draga úr kostnaði og samþætta starfsemina.“ Fram hefur komið að viðskipta- vinir Danske bank hafi fjárfest nokkuð hér á landi undanfarið. Þeir eru nú meðal stærstu hlut- hafa í FL Group, Bakkavör, Glitni, SPRON og Exista. Jonas Torp, talsmaður Danske bank, neitaði að svara því hvort hugmyndin væri að skortselja bréfin. Fái fjárfestir hlutabréf að láni til að selja og kaupa aftur síðar, við lægra verði, er talað um skortsölu. Exista er óbeinn eigandi í Nor- dea. Exista á fimmtungs eignar- hlut í finnska félaginu Sampo, sem á tíu prósenta hlut í Nordea. Tals- maður Exista vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. - ikh Nordea varar við efnahagslífi hér Ummæli sérfræðings Nordea þyngja róðurinn í að koma fram réttum upplýsingum, segir Finnur Svein- björnsson. Næstu uppgjör bankanna bæta stöðuna. FINNUR SVEINBJÖRNSSON Alþekkt að það var þensla í hagkerfinu þótt nú séu merki um annað. Fréttir af þessu tagi þyngja róðurinn. Fréttablaðið/GVA Netbólublús eða leiðrétting? Bandarískir greinendur hafa lækkað verðmat sitt á netleitarrisanum Google, en uppgangur og vöxtur félagsins hefur verið stjarnfræðilegur til þessa. Að mati markaðsrannsóknarfyrirtækisins Comscore eru líkur á að tekjur fyrirtækisins af sölu auglýsinga dragist saman á árinu. Hagnað- ur Google nam 1,2 milljörðum dala, jafnvirði 138 millj- örðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Upphæðin er dágóð, en engu að síður undir væntingum greinenda. Ósamstíga í verðmati Svissneski alþjóðabankinn UBS lækkaði verðmat sitt á Google úr 650 dölum á hlut í 590 dali, eftir að niðurstaða ársins varð ljós, auk þess sem greinendur hjá kanadíska bankanum Bank of Montreal lækkuðu það um hundrað dali, úr 690 dölum í 590 dali á hlut. Bank of America, sem lækkaði verðmatið úr 775 dölum á hlut í 700, mælir á sama tíma með því að fjárfestar kaupi bréf í fyrirtækinu enda sé það fyrirtaks fjárfesting. Google var skráð á markað seint í ágúst fyrir fjórum árum og var lokagengið 102 dalir á hlut. Það fór hæst í 747,24 dali í nóvember í fyrra en stóð við opnun markaða í gær í 460 dölum á hlut. Peningaskápurinn ... Baugur er ekki eini fjár- festirinn sem hefur áhuga á að yfirtaka bresku herra- fatakeðjuna Moss Bros. Þetta segir breska dagblað- ið Times og vitnar til þess að ónafngreindur fjárfestir hafi komið að máli við fjöl- skyldur stofnenda verslun- arinnar um gagntilboð á móti Baugi. Baugur lagði á mánudag fram óbindnandi yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 40 milljónir punda, jafnvirði 5,2 milljóna króna. Ósætti er á meðal stórra hluthafa í versluninni varðandi tilboðið en afkomendur Moses Moses, sem setti Moss Bros á laggirnar fyrir 157 árum, segir tilboðið alltof lágt og hafi þeir leitað eftir stuðn- ingi til að verja arfleifðina frá yfirtöku. Baugur hefur átt 29 pró- senta hlut með óbeinum hætti í Moss Bros í gegn- um fjárfestingafélagið Unity síðastliðin þrjú ár og hefur tvo menn í stjórn. Afkom- endur stofnenda og Gee-fjölskyld- an, sem keypti meirihluta í versl- uninni árið 1988, eiga samtals 27 prósent. - jab GUNNAR SIGURÐS- SON FORSTJÓRI BAUGS Gagntilboðs beðið gegn Baugi Eignir bankanna, að Seðlabankan- um meðtöldum, nema nú ríflega tíu þúsund milljörðum króna. Heildareignir banka og sparisjóða námu 9.753 ma.kr. í lok janúar. Eignirnar jukust um 71 milljarð króna frá því í desember. Innlendar eignir jukust um ríflega 140 milljarða, en erlendar eignir drógust saman um 70 milljarða. Samkvæmt tölum Seðlabankans nema innlendar eignir bankakerf- isins nú 5.250 milljörðum króna en erlendar eignir tæplega 4.860 milljörðum. Þar af nema eignir Seðlabank- ans samtals 608.470 milljörðum króna. - ikh Tíu þúsund milljarða eignir Yfir 160 manns hafa gefið sig fram við þýsk skattyfirvöld í kjöl- far rannsóknar þeirra á leyni- reikningum í Liechtenstein. 91 hefur þegar viðurkennt að hafa skotið undan skatti, að því er fram kemur í Der Spiegel. Þeir hafa þegar greitt hátt í þrjátíu milljónir evra í skatta vegna þessa. Auk þess hafa 72 gefið sig fram og eru nú til rannsóknar hjá þýskum skattyfirvöldum. Tveir bankar í Liechtenstein eru nú í athugun hjá þýskum yfir- völdum. Þýsk yfirvöld hafa upplýsingar um 1.400 reikninga, þar af eru 600 í eigu Þjóðverja. Finnar, Svíar, Norðmenn og Hol- lendingar hafa þegar óskað þess við Þjóðverja og fá þaðan upplýs- ingar. Danir eru að íhuga það. Íslensk skattyfirvöld hafa ekki óskað eftir upplýsingum frá þýsk- um skattyfirvöldum, en íhuga að eiga samstarf við norræn og þýsk yfirvöld á grundvelli tvísköttun- arsamninga. - ikh 163 skattsvikarar gefa sig fram SIMPLY CLEVER HEKLA · Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss Ríkulegur staðalbúnaður Octavia ESP stöðugleikakerfi ESP Spólvörn Aksturstölva Tengi fyrir iPod Sex hátalarar Hanskahólf með kælibúnaði Sex loftpúðar Hraðastillir (cruise control) Þokuljós í framstuðara Hiti í speglum og sætum Loftkæling Hæðarstillanleg sæti ALVÖRU KRAFTUR ENGIN EYÐSLA Verð kr. 2.630.000 Skoda Octavia 1,9 TDI® Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.