Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 26
26 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Menntamál Á undanförnum árum hafa oft skapast umræður um möguleika kennara og foreldra til að hafa val um námsefni fyrir grunnskólabörn. Námsgagnastofn- un hefur frá stofnun 1979 haft það hlut- verk að leggja grunnskólum til náms- gögn „í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi sam- kvæmt grunnskólalögum og aðalnáms- krá“, eins og lagabókstafurinn segir. Lög um Námsgagnastofnun frá árinu 1979 og 1990 meina alls ekki einkaaðil- um að gefa út námsgögn fyrir grunnskóla, en dreifing þeirra og miðlun til skólanna var á hönd- um Námsgagnastofnunar. Það hefur farið furðu hljótt að algjör grund- vallarbreyting varð á þessu fyrirkomulagi með lögum 71/2007 um námsgögn sem samþykkt voru á vorþingi fyrir um ári síðan. Um leið og hlut- verk Námsgagnastofnunar sem leiðandi útgef- enda námsgagna fyrir grunnskóla er áréttað er kynnt til sögunnar nýtt fyrirkomulag við innkaup á námsgögnum. Grunnskólar geta hér eftir keypt þau námsgögn sem kennarar, skóla- stjórnendur, eða aðrir sem um þau mál hlutast, kjósa umfram námsgögnin sem Námsgagnastofnun framleiðir og selur. Með öðrum orðum: Til er orðinn vísir að samkeppnismarkaði fyrir námsefni fyrir grunnskóla. Grundvöllur þessa er nýr sjóður, námsgagnasjóður, sem úthlutar fjár- munum beint til grunnskóla á grundvelli nemendafjölda en hefur jafnframt heimild til að ívilna fámennum skólum. Á síðasta ári var úthlutað 100 milljónum króna úr þessum sjóði og nú í apríl stendur næsta úthlutun fyrir dyrum. Fyrirkomulag dreifingar og sölu á námsgögnum fyrir grunnskóla hérlendis hefur verið nokkuð á skjön við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar. Víðast í Evrópu er markaður fyrir námsbækur og námsefni ein af burðarstoðum bókaforlaganna. Ný og spennandi tækifæri blasa nú við einkareknum bókaútgáfum á Íslandi. Það er mikilvægt að vel takist til við að vinna úr þeim. Höfundur er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Námsgögn fyrir grunnskóla - nú má velja KRISTJÁN BJARKI JÓNASSON Hagskyn er eins og húmor og matarlyst: fólk fær mismik- ið í forgjöf eins og gengur. Sumir hafa næmt hagskyn án þess að hafa nokkurn tímann lært hagfræði. Aðrir eru svo hagfirrtir (þetta á jafnvel við um suma sprenglærða hagfræð- inga), að það er eins og ósýnileg hönd leiði þá nær ævinlega að rangri niðurstöðu um efnahags- mál – það er að óhagkvæmri og óréttlátri niðurstöðu. Stundum liggur hundurinn grafinn einmitt þar: rangsleitnin slævir eða yfirgnæfir hagskyn- ið, en stundum er þetta bara spurning um sljóa dómgreind, stundum hvort tveggja. Ær og kýr Hagkvæmni og réttlæti eru ær og kýr hagfræðinga alveg eins og umhverfisvernd stendur upp á náttúrufræðinga. Ill meðferð fjár og fátækt orka á hagfræð- ing líkt og eiturgufur og gróður- spjöll orka á náttúrufræðing. Ég sagði fjár, ekki almannafjár. Auðvitað kemur engum það við nema eigandanum, hvernig hann fer með eigið aflafé, svo lengi sem hann lætur aðra í friði. Ill meðferð einkafjár orkar samt ekki vel á hagfræðinga: okkur líður flestum frammi fyrir bruðli líkt og náttúrufræð- ingum frammi fyrir illri meðferð á lifandi gróðri, hvort sem er á almenningi eða einkareitum. Hagfræðingar eru yfirleitt andvígir viðskiptahöft- um, skömmtun og öðrum spjöllum á gangverki markaðs- búskapar með sömu rökum og sama hug og náttúrufræðingar leggjast gegn mengun. Ekki þætti fara vel á því, að náttúru- fræðingar verðu eða stunduðu gróðurspjöll í stórum stíl. Hyggi þá sá er hlífa skyldi. Samt eru til hagfræðingar, sem hafa ekkert að athuga við langvarandi vitfirringu, óhag- kvæmni og ranglæti til dæmis í landbúnaðarmálum eða útvegs- málum. Helztu ráðgjafar íslenzkra stjórnvalda um sjávarútvegsstefnuna hafa aldrei séð neitt athugavert heldur við landbúnaðarstefnuna. Styrkir handa kóngafólki Nefndi ég vitfirringu? Elísabet Englandsdrottning og sonur hennar, prinsinn af Wales, fengu 360 þúsund evrur sendar heim búnaðarárið 2003-4 með kærri kveðju frá landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins. Þetta kom í ljós, þegar blaðamönnum tókst að svæla þessar upplýsingar út úr höfuðstöðvum ESB í Brussel í krafti brezkra upplýsingalaga. Hertoginn af Westminster er metinn á sjö milljarða evra: hann fékk 260 þúsund evrur í bústyrk. Hertoginn af Marlbor- ough fékk 296 þúsund evrur, jarlinn af Plymouth fékk 266 þúsund og þannig koll af kolli – og þetta er bara brezka konungs- fjölskyldan. Skýringin á þessum útlátum er sú, að búnaðarstyrkir ESB eru bundnir við eigendur bújarða, ekki bændur. Vitfirringin virðir engin mörk. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, kallaði landbúnaðarstefnu ESB hneyksli; það var vægari dómur en efni stóðu til. Mikil óhagkvæmni er ranglát Vandinn í dæmi kóngafólksins er ekki sá, að jarðeigendur raki saman arði af eignum sínum. Upphleðsla fjármagns og arðurinn af því eru ásamt vinnu, menntun og viðskiptum horn- steinar heilbrigðs markaðsbú- skapar. Nei, vandinn er sá, að skattgreiðendum með miðlungs- tekjur eða minna milli handanna, einnig í nýjum aðildarríkjum ESB í Mið- og Austur-Evrópu, er gert að punga út miklu fé handa moldríkum landeigendum vestar í álfunni. Vandinn er með öðrum orðum þessi: mikil óhagkvæmni er oftast einnig ranglát. Sameiginleg útgjöld ESB eru fjármögnuð með flötum skatti. Aðildarlöndin leggja ESB til um eitt prósent af landsframleiðslu sinni óháð efnahag. Risabýli þiggja hvert um sig 780 þúsund evrur á ári í bústyrk, en þau eru þó aðeins 0,2 prósent af evrópsk- um bændabýlum. Stórbýli – þau sex prósent býlanna, sem framleiða mest – fá meira en helming allra styrkja, eða 30 þúsund evrur hvert að meðaltali. Röskur helmingur allra býla ber úr býtum fjögur prósent af bústyrkjunum, 425 evrur hvert bú. Hrói höttur hefði fengið flog. Samt er búverndarstefna ESB barnaleikur hjá landbúnaðarstefn- unni hér heima. Íslenzkir neyt- endur og skattgreiðendur styrkja bændur um fjárhæð, sem nemur 65 prósentum af framleiðsluverð- mæti á móti 32 prósentum í ESB samkvæmt upplýsingum frá OECD. Afurðaverð til íslenzkra bænda er 2,5 sinnum hærra en heimsmarkaðsverð. Heildarkostnaður vegna búverndarinnar 2006 nam 17 milljörðum króna; það gerir 18 þúsund krónur á mánuði á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu á Íslandi. Hvað þarf að segja þetta oft? Drottning á fóðrum Í DAG | Landbúnaðarstefna ESB ÞORVALDUR GYLFASON S koðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í byrjun þessar- ar viku sýndi meiri stuðning við Evrópusambandsaðild en áður hefur komið fram. Meirihluti aðspurðra telur ríkari ástæður nú en fyrir ári að stíga þetta skref. Það bendir til þess að breyttar aðstæður kalli í hugum fólks á nýtt mat á hagsmunum Íslands gagnvart þessu stóra álitaefni. Rétt er að skoða þessa niðurstöðu í því ljósi að einhverjir kunna að líta á evruna sem lausn á þeim bráðavanda sem steðjar að fjár- málamarkaðnum. Eðlilegt er að horfa framhjá sveiflukenndum og óraunhæfum hugmyndum af því tagi. Hitt er ljóst að kannanir um þetta efni sýna vaxandi þrýsting á að umræðan um evruna með Evr- ópusambandsaðild verði sett í markvissan farveg. Sama dag og þessi könnun birtist lýsti Bjarni Benediktsson alþingismaður því í fréttaviðtali í þessu blaði að rétt væri að end- urskoða þau markmið sem Seðlabankanum er ætlað að vinna eftir. Sömu sjónarmið komu fram í merkilegri grein sem hann og Illugi Gunnarsson alþingismaður rituðu í Morgunblaðið um aðgerðir gegn tímabundnum þrengingum á fjármálamarkaðnum. Sú grein er vissulega upplyfting fyrir pólitíska umræðu um pen- ingamálastjórnun. Greinarhöfundar taka réttilega fram að innleið- ing evru sé ekki lausn á þeim aðkallandi viðfangsefnum sem nú þarf að takast á við á þessu sviði. Eðlilegt er að greina skýrt þar á milli. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjármálaleg- ur óstöðugleiki er undirliggjandi vandi í þjóðarbúskapnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að Seðlabankinn ráði yfir þeim meðulum sem tryggt geti svipaðan stöðugleika og ríkir í viðskiptalöndunum. Við það verður ekki búið til frambúðar. Í því ljósi er mikilvægt að móta farveg fyrir umfjöllun um nýjar leiðir til þess að tryggja íslenskum fyrirtækjum varanlega sam- bærileg skilyrði að því er varðar stöðugleika í peningamálum og viðskipta- og samkeppnisfyrirtækin erlendis njóta. Þetta þarf að gerast jafnframt því sem unnið er að lausn aðsteðjandi lánsfjár- kreppu. Hér er sannarlega um aðskilin viðfangsefni að ræða. Annað snýr að skammtíma ráðstöfunum. Hitt lýtur að stefnumörkun til lengri tíma. Hún er ekki síður mikilvæg þó að aðferðafræðin og tímafer- illinn við ákvarðanatökuna sé annar. Skýr skilaboð um að í kjölfar þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum verði fjármálaleg- ur stöðugleiki settur ofar öðru eru atvinnulífinu þýðingarmikil. Þessi skilaboð eru brýnust fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Bankarnir og stóru útrásarfyrirtækin eiga hægar um vik að verjast þeim óstöðugleika sem fylgir krónunni en fyrirtæki af venjulegri íslenskri stærðargráðu. Fjármálastöðugleiki er forsenda fyrir sam- keppnishæfni þeirra og vexti. Evran og aðild að Evrópusambandinu er engin sjálfkrafa vörn gegn efnahagsþrengingum. Margt bendir hins vegar til þess að evran geti tryggt betra jafnvægi í peningamálum. Þar af leiðir að vega þarf og meta íslenska hagsmuni í þessu efni. Varast ber að líta svo á að könnun Fréttablaðsins sé til marks um straumhvörf í viðhorfi almennings. Hún sýnir hins vegar ótvíræða þróun í umræðunni. Flest bendir til að sú umræða sé ekki einasta í góðum farvegi heldur upplýstari en áður. Viðfangsefnin eru auk- heldur sett í eðlilega forgangsröðun og tímaramma. Markmið til lengri og skemmri tíma: Umræðuupplyfting ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Gott samstarf Athyglisvert er að Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, skrifar fréttir frá Brussel í Morgunblaðið, auk þess að sjá sínu eigin blaði fyrir fregn- um þaðan. Ritstjórinn gegnir líka hlutverki ljósmyndara fyrir bæði blöð. Þetta er nýjung. Hingað til hefur það tíðkast að sjálfstæðir miðlar láti sína eigin blaðamenn um fréttaskrif og ljós- myndara um að taka myndir. Ekki er langt síðan Árvakur eignað- ist 24 stundir. Fróðlegt verður að sjá hvort framhald verður á samstarfi ritstjórna Árvakurs. Hvar var Beta? Viðamikil menningarhátíð stendur nú yfir í Brussel, þar sem öllum listum eru gerð skil, þar á meðal bókmennt- um. Í gær var haldið sérstakt bók- menntakvöld þar sem íslensku skáld- in Hallgrímur Helgason og Auður Jónsdóttir lásu úr verkum sínum. Íslenskri bókabéusar hjuggu hins vegar eftir því að rithöfundinn Elísabetu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Beta rokk, var ekki að finna á menning- arhátíðinni. Elísabet gaf út skáldsöguna Vaknað í Brussel árið 2002 sem braut blað í íslenskri bókmenntasögu og markaði upphaf „bloggbókmennta“ hér á landi. Heiður þeim sem heiður ber Bjarna Benediktssyni og Illuga Gunnarssyni hefur verið hrósað fyrir ítarlega grein þeirra um efnahagsmál sem birtist í Mogga á þriðjudag. Meðal þeirra sem fagna er Bjarni Harðarsson. Á heimasíðu sinni segir hann að frá því í vor hafi framsóknarmenn reynt að vekja sjálfstæðismenn til aðgerða í efnahagsmálum. Grein Illuga og Bjarna bendi til þess að nú séu þeir að vakna. Þökk sé Fram- sókn. bergsteinn@frettabladid.is fi mmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.