Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta og leikmaður Vals, er ansi veik fyrir merkjavöru. „Ég er sérstaklega hrifin af Diesel- og Adidas-fötum og geng í þeim jafnt innan klæða sem utan. Ég á allt niður í Diesel-nærföt,“ segir Guðbjörg hlæjandi og bætir við að hún sé nánast alltaf í einhverri merkja- vöru. Hún kaupir megnið af fötunum sínum í útlönd- um enda mikið á ferðalögum út af fótboltanum. „Ég hef til dæmis farið til Bandaríkjanna, Þýska- lands og Svíþjóðar á síðasta hálfa ári og þá hef ég notað lausan tíma til að versla,“ segir Guðbjörg. Hún var í Chicago ásamt félögum sínum í Val fyrir síðustu jól og varð hópurinn veðurtepptur fram á aðfangadag. Tíminn fór þó ekki til spillis og þræddu þær hverja búðina á fætur annarri. „Ég keypti mér til dæmis æðislegan Adidas-jakka sem ég held mikið upp á. Hann er brúnn með gylltum röndum og í svolítið gamaldags stíl. Ég keypti svo hvíta Adidas-skó með gylltu merki við.“ Guðbjörg segist ganga í sportlegum fötum hvers- dags og á hún Diesel-gallabuxur í stöflum. „Þessa dagana er ég hrifnust af buxum sem eru þröngar að neðan. Ég á það þó til að klæða mig upp í kjóla og pils ef tilefni er til.“ vera@frettabladid.is Með algjöra Diesel-dellu Guðbjörg keypti Adidas-jakkann og skóna þegar hún var veðurteppt í Chicago fyrir síðustu jól. Diesel-buxur sem eru þröngar að neðan eru síðan í sérstöku uppáhaldi hjá henni þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STYRKTARSÝNING Ingibjörg Friðriksdóttir er ungur hönnuður sem stendur fyrir tískusýningu og fatauppboði í Saltfélaginu hinn 8. mars til styrktar mænusköðuðum. TÍSKA 2 ALLT Í BLÓMA Prímúlur, orkídeur, begóníur, pottakrísi og ástareldur eru vinsælustu pottablómin. Nú fyrir páska selst líka allt í gulum litum mjög vel. HEIMILI 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.