Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 46
 28. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Landhelgisgæsla Íslands fékk nýjan snjóflóðarleitarbúnað að gjöf frá Landsbjörgu á dögun- um. Snjóflóðarleitartækið, sem verður í tveimur þyrlum Landhelgisgæsl- unnar, er af gerðinni Barryvox VS 2000 Pro Ext. Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá gæslunni, telur að nýi búnaðurinn eigi eftir að gagn- ast mikið við leit og björgun á fólki í snjóflóðum. Höskuldur segir að tækið leiti í raun ekki að fólki heldur finni það svokallaðar snjóflóðaýlur sem gefi frá sér hátíðnihljóð sem tækið nemur. Tækinu er stungið í sam- band við talstöðvakerfi þyrlunn- ar, því næst er baujuhluta búnað- arins slakað niður um fimm metra meðan þyrlan sjálf svífur 6 til 8 metrum fyrir ofan jörð. Svo nemur tækið útvarpsbylgjur frá ýlun- um. Flugmaðurinn er með mót- takara sem tengist í heyrnartól- in hjá honum. Tækið gefur frá sér tón sem hækkar og lækkar eftir því hve langt baujan er frá ýlunni. Höskuldur segir að með þessu móti hafi þeir hjá Landhelgisgæsl- unni getað staðsett ýluna á um það bil eins metra radíus. „Þessi tvö tæki eru gjöf frá Slysa- varnafélaginu til Landhelgisgæsl- unnar,“ segir Höskuldur en Slysa- varnafélagið Landsbjörg gaf Land- helgisgæslunni búnaðinn í tilefni af afmæli sínu. „Það er Svisslend- ingur sem er hugmyndasmiður- inn á bak við búnaðinn. Hann kom hingað til landsins og afhenti okkur þessi tæki, og aðstoðaði okkur við innsetningu þeirra í vélarnar.“ Höskuldur segir að Landhelg- isgæslan hafi strax gert töluverð- ar æfingar með búnaðinn. „Sviss- lendingurinn aðstoðaði okkur við að setja þetta í og að þjálfa flug- mennina. Það voru einir þrír til fjórir dagar sem fóru í þjálfun,“ segir Höskuldur en tekur fram að notkun búnaðarins sé enn á byrj- unarstigi. Grunnþjálfun sé lokið og nú verði þjálfun á búnaðinn hluti af æfingaprógrammi Landhelgis- gæslunnar. Höskuldur segir búnaðinn ein- faldan í notkun og auka öryggi. Oft sé hætta á fleiri snjóflóðum þegar leitað er að fólki en með þessum búnaði sé hægt að minnka hætt- una. - eh Ný tækni við snjóflóðaleit Höskuldur Ólafsson hjá Landhelgisgæslunni með snjóflóðaleitarbúnaðinn sem Landsbjörg gaf gæslunni í tilefni af eigin afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Línuborun tekur að sér steypu- sögun, kjarnaborun, múrbrot og línuborun. Hróar Björnsson hefur unnið að múrborun í tuttugu ár og þekkir vinnu- brögðin út og inn. „Í gamla daga var endalaust verið að brjóta, í dag hins vegar er maður miklu fljótari að saga steypuna niður í einingar, í við- ráðanlega teninga, kannski fimm- tíu sinnum fimmtíu sem maður getur síðan borið út, híft á vöru- bíl og farið í burtu,“ segir Hróar inntur eftir vinnulagi í múrbroti. „Áður var til dæmis bara sagað- ur úthringur á hurð, síðan brot- ið niður í smátt og mokað í fötur. Nýju vinnubrögðin eru mun fljót- ari og hagstæðari fyrir kaupand- ann en líka hreinlegri fyrir þann sem vinnur verkið.“ Línuborun hefur yfir að ráða 25-30 kílóa rafmagnsfleygum og vökvafleygum sem hægt er að setja framan á gröfur eða róbót svokallaðan sem getur brotið steypuna. „Róbótinn er rafmagns- græja svo maður getur notað hann innanhúss. Við notum fjarstýringu til að stilla honum upp fyrir fram- an vegginn eða hurðina og svo er sagarblað keyrt í gegn. Við sögum úthringinn sem á að fara burt, en afganginn bútum við niður eða brjótum,“ segir Hróar sem er þessa dagana að vinna í Höfða- torgi fyrir Eykt. Heildarsögun- in þar slagar nú hátt í kílómetra. Múrbrotið sem hann tók að sér í því verki er aðeins 20 prósent eiginlegt brot, því 80 prósent er hreinlega sögun. Svo borgar verk- kaupandinn fyrir hvern sagaðan metra. „Sagirnar þurfa mikið vatn til að ganga almennilega, það bindur niður rykið sem enginn vill. Það er auðvitað mikill sóðaskapur í svona vinnu og fólk endist ekkert í þessu starfi. Okkur hefur hins vegar haldist vel á mannskapnum,“ segir Hróar. „Ef við erum með sleða- sögina verður maður ekki drullu- gur, og maður getur búið sig undir vatnsflauminn með vatnsausum. Hins vegar ef maður er með hand- sögina verður maður skítugur. Þannig er það bara.“ - nrg Múrbrot er aðallega sögun Hróar Björnsson hjá Línuborun við sleðasögina sem notuð er til að saga niður efni við Höfðatorg í Borgartúni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.