Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 50
 28. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Fyrr í vetur fékk Ísafjarðarbær afhenta Hyd- drema 926C vél til snjómoksturs. Snjóskóflan á tækinu tekur fimm rúmmetra og er stærri en gengur og gerist sunnanlands. „Við hreinsum alveg út úr götunum með þessari skóflu en mokum snjónum ekki upp á gangstétt eins og svo víða er gert, svo engir ruðningar myndast upp við húsin sem fólk þarf svo sjálft að moka sig út úr,“ segir Sveinn Sörensen, mokstursmaður á Ísafirði. Hann segir að nýja vélin standi sig vel í því sem hún á að gera. Áður en hann fékk Hydremuna hafði hann verið með aðeins stærri og öflugri Volvo en segir að nýja vélin afkasti ekkert minna. „Hún er að skila þessu betur, öðruvísi, ekkert síður allavega. Þetta er lipur og skemmtileg vél,“ segir Sveinn. Að hans sögn hefur snjórinn ekkert verið sérstak- lega mikill í vetur. „Ég hef oft séð miklu meira, það er að vísu langt síðan. Ekki síðan 1995. Það er búið að vera snjólaust síðan miðað við þetta svæði. Svoleiðis,“ segir Sveinn og dregur seiminn. Hann spáir því þó að harðir vetur muni koma aftur einhvern tímann. Starf Sveins felst í því að ryðja innanbæjar og upp á skíðasvæði. Hjá Ísafjarðarbæ eru þrír menn á þremur vélum sem vinna að mokstri fyrir sveit- arfélagið. En finnst Sölva gaman að ryðja snjó? „Ég er orðinn rúmlega fimmtugur og hef verið í mokstri síðan 1987. Jújú, það er fínt í góðu veðri. En þegar maður er búinn að vera lengi í þessu þá er þetta engin ánægja,“ segir Sölvi að lokum. Snaggaraleg í moksturinn Sveinn við snjómokstursvélina sem hann segir standa sig prýðilega á götum Ísafjarðarbæjar. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Fyrsti Caterpillar 160M veg- hefillinn var seldur hér á landi á dögunum. Stjórnendur Vélasviðs Heklu stóðu fyrir þessum tíma- mótum. Þessi nýi veghefill þykir bylt- ing fyrir stjórnendur veghefla. Áður voru fjórtán stjórntangir og stýrishjól en á nýja heflinum eru stjórntangirnar tvær. Þetta ein- faldar vinnu stjórnanda hefilsins mikið. Hús hefilsins hefur verið end- urgert og minnir á stýrishús jarð- ýtu. Stýrishúsið er hannað með það í huga að það mjókkar fram og veitir betri yfirsýn á tannar- búnaðinn. GPS kerfi frá Caterpillar og Trimble gerir veghefilstjóran- um kleift að vinna af mikilli ná- kvæmni þegar unnið er sam- kvæmt gefnum hæðarpunktum, til dæmis við malbikun. Þessari GPS- tækni er líkt við sjálfstýringu þar sem stjórnendurnir fylgja fyrir- fram gefnum og forrituðum línum frá til dæmis verkfræðingum. Þessi tækni hefur í æ meiri mæli rutt sér til rúms í vinnuvél- um hér á landi. Við hefilinn er hægt að tengja ýmis tæki sem gerir notagildi hans meira og betra. Fyrsti CATERPILLAR 160M veghefillinn var seldur til Afrétt- inga og heflunar ehf. á Álftanesi. Guðmundur Böðvarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, er ánægður með nýja veghefilinn og segir hann leysa marga hluti sem áður tóku mikinn tíma en nú sé öllu stjórnað með tölvu í tækinu sjálfu. - mmr Nýr veghefill Nýi veghefillinn býr yfir meiri þægindum en áður hefur sést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.