Alþýðublaðið - 09.09.1922, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1922, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Skóverzlun okkar er flutt á Laugaveg 22 A. Hý búðl Nýjarvörur! Nýtt verðl B. Stefánsson & Bjarnar. | Sköfafsiaðiir. | | Vandaðastur, I I beztur, | | ódýrastur. I É I | Bveinbiörn Arnason | Laugaveg 2. Kaupid Alþýðublaðið! •Æ§it lamðaRjöt\ ór uppsveituTO Bovgarf|arðar, aeh með lægsta verði f Æjöfmrslun C. cflZilmrs, Laugaveg 20 A. Útbreiðið Alþýðublaðið, hvar sem þið eruð og hvert sem þið fariðl \ Ritstjóri og ábyrgðsrroaðKr: OÍafur Friðribsum. PreJstsKJiöjaa GutfiBberg. Sdgar Rice Burroughs: Tarzau snýr aftur. „Ef þú stansar, stönsum við líka', sagði Kadour ben Saden. „Við skiljum ekki við þig, fyr en þú ert óhultur hjá vinum þínum, eða óvinir þínir eru hættir að elta þig. Svo tölum við ekki meira um þetta“. Tarzan kinkaði að eins kolli. Hann var fáorður, og ef til vill var það vegna þess, að Kadour ben Saden hafði laðast að honura, því ef Arabar hata nokkuð, þá er það maður sem er sí kjaftandi. Allan daginn, það sem eftir var, sá Abdul við og við til mannanna. Þeir voru alt af þvl nær 1 sömu fjarlægð. Þeir nálguðust ekkert, þó áð væri í tvö skifti um daginn. „Þeir bíða myrkurs", sagði Kadour ben Saden. Og myrkrið skall á áður en þau komust til Bou Saada. Siðast þegar Abdul sá eftirreiðarmennina var auðséð, að þeir höfðu hert á sér til þess að vinna upp bilið, sem var á milli þeirra. Iiann hvíslaði þe.ssu að Tarzan, því hann vildi ekki hræða stúlkuna. Apamaðurinn dróst aftur úr. „Þú skalt riða á undan með hinum, Abdul“, sagði Taizan. „Þetta eru minir menn. Eg bíð á nætta hent- Mgum stað, og spjalla við þessa kauða“. „Þá bíður Abdul við hlið þína“, svaraði hinn ungi Arabi, og frá því varð honum ekki þokað. „Jæja þá“, svaraði Tarzan. „Við getum ekki óskað betri staðar en þessa. Efst á þessari hæð eru klettar. Hér skulum við fela okkur og tala við þessa menn, er þeir koma í ljós“. Þeir stöðvuðu hestana, og stigu af baki. Hin, sem á undan voru, voru horfin í myrkrið. Fyrir framan þá sáust ljósin í Bou Saada. Taizan tók riffil sinn af söð- ulnefinu og losaði um skammbyssurnar í belti sér. Hann skipaði Abdul að fara á bakvið klettana með hestana, svo þeir væru í skjóli íyrir kulum óvinanna. Arabinn lézt gera eins og honum var skipað, en þegar hann halði bundið hestana sæmilega við runna, skreið hann til Tarzans og stansaði fáum skrefum aftan við hann. Apamáðurinn stóð uppréttur á miðri götunni. Hann þurfti ekki lengi að bíða. Hófdynurinn heyrðist alt í einu út úr myrkrinu, og brátt sá hann móta fyrir ljós- leitari klæðnaði Arabanna. „Stöðvið”, hrópaði hann, „ella skjótum viðl“ Hinar hvítu verur stönsuðu skyndilega. Nú heyrðist hvísl, er þeir ráðguðust um, og reiðmennirnir hurfu út i myrkrið í allar áttir eins og vofur. Alt varð kyrt aftur, en það var illur fyrirboði. Abdul reis upp á annað hnéð. Tarzan sperti hin þaul- , æfðu eyru sfn. og innan skamms heyrði hann hófatak fyrir vestan, sunnan austan og norðan frá. Þeir voru umkringdir. Skotið var air þeirri átt, er hann horfði í kúla hvein . 1 loftinu yfir höfði hans, og hann skaut á blossann úr byssu óvinar síns. Á sama augnabliki kváðu við skotkveliir úr öllum áttum. Abdul og Tarzan skutu að eins á blossana — enn þá sáu þeir óvinina ekki. Alt í einu sáu þeir, að árás var í nánd, því óvinirnir færðu sig nær og nær, er þeir urðu þess varir, hve mótstaðan var lítil.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.