Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 72
44 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is FRUMSÝNDAR UM HELGINA UNDERDOG Hundurinn Shoeshine verður óvænt fyrir tilraun hjá dr. Barsinister sem veldur því að hann öðlast ofur- krafta. Jack Unger tekur hann upp á sína arma og Shoe shine trúir honum fyrir hvað hafi gerst. Fram- haldið er síðan óútreiknanlegt eins og mátti gera ráð fyrir. Leikstjóri: Frederik Du Chau Aðalhlutverk: Jason Lee og James Belushi Dómur IMDB: 3,8/10 DIVING BELL AND THE BUTTERFLY Jean-Dominique Bauby, ritstjóri Elle, fékk heilablóðfall aðeins 43 ára og lamaðist. Bauby gaf síðar út ævisögu sína þar sem hann sagði frá þeim sálrænu átökum sem áttu sér stað innra með honum og þeim stöðum sem hann heimsótti en aðeins í huganum. Myndin þykir gríðarlega áhrifamikil og var meðal annars tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna og fékk tvenn verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri: Julian Schnabel Aðalhlutverk: Mathieu Amalric og Emmanuelle Seigner Dómur IMDB: 8,3/10 DARK FLOORS Finnska Eurovision-stjarnan Lordi er hugmyndasmiðurinn á bak við hryllingsmyndina Dark Floors en þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðar- son eru meðframleiðendur hennar. Lordi kemur hingað til lands í dag og verður viðstaddur frumsýninguna en Dark Floors segir frá björgunar- aðgerð föður sem reynir að forða dóttur sinni frá spítalavist á fremur skuggalegu sjúkrahúsi. Leikstjóri: Peter Riski Aðalhlutverk: Lordi og Noah Huntley Dómur IMDB: 4,8/10 BE KIND REWIND Jerry verður fyrir því óláni að heilinn í honum segul- magnast með þeim afleiðing- um að hann eyðileggur allar myndbandsspólur á myndbanda- leigu vinar síns. Til að mæta þörfum viðskiptavina leigunnar ákveða þeir félagar að endurgera allar vinsæl- ustu myndirnar, þeirra á meðal Ghost Busters og Robocop. Leikstjóri: Michel Gondry Aðalhlutverk: Mos Def og Jack Black Dómur IMDB: 7,6/10 Litla, sæta gamanmyndin um Juno MacGuff hefur unnið hug og hjörtu áhorf- enda og gagnrýnenda um allan heim. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um boðskap myndarinnar og telja sumir hana bregða upp glansmynd af einu erfiðasta vandamáli bandarískra unglings- stúlkna. Kvikmyndin Juno verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum Reykjavíkur um helgina. Myndin segir frá Juno, ungri stúlku með munninn fyrir neðan nefið, sem „lendir“ í því að verða ólétt. Hún ákveður hins vegar að gefa barn- ið frá sér, fær mikinn stuðning heiman frá og líf hennar heldur áfram sinn vanagang eftir allt saman. Siðferðislegur vandi Bandaríkjanna Kynlíf og hvers kyns kynhegðun er oftar en ekki þyrnir í augum Bandaríkjamanna. Róttækir og íhaldssamir kristnir söfnuðir hafa sterk ítök í bandarísku þjóð- lífi og langflestir þeirra leggja mikið upp úr siðsamlegu líferni innan veggja hjónaherbergisins sem utan. Margir hafa hvatt til „skírlífis fyrir hjónaband“ til að stemma stigu við ótímabærum þungunum. Fóstureyðingar eru stöðugt þrætuepli í bandarískri umræðu og forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush, er andvíg- ur þeim og hefur talað opinskátt um þá andstöðu sína í fjölmiðlum og á þingi. Bandarískir siðapostular hafa hins vegar vaknað upp við vond- an draum í ljósi vinsælda Juno. Þeir hafa margir hverjir gagn- rýnt kvikmyndina fyrir að draga upp frekar léttúðuga mynd af barnshafandi unglingsstúlkum. Aðrir telja hins vegar að þarna kristallist einhver mesti vandi bandarísku fjölskyldunnar og það þurfi ekki að leita langt út fyrir sögusvið hvíta tjaldsins til að finna hliðstæður í bandarísku þjóðlífi. Árlega er talið að yfir 750 þúsund stúlkur á aldrinum 16-20 verði barnshafandi og árið 2006 gerðist það í fyrsta skipti í fimmtán ár að þessi tala hækkaði. Þess má geta að fóstureyðingar í Bandaríkjunum ekki verið færri í þrjátíu ár. Skrítnar fyrirmyndir Juno gæti líka bara verið spegil- mynd af fyrirmyndum banda- rískra unglinga og þar kemur Spears-fjölskyldan sterkt inn í. Enginn skyldi vanmeta áhrif hinn- ar föllnu poppdrottningar Britney Spears og fjölskyldu hennar og sá bandarískur fjölskyldufræðingur sig knúinn til að skrifa lærða grein um að Spears-fjölskyldan væri holdgervingur hinnar dæmi- gerðu bandarísku fjölskyldu. Allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu en svo kemur upp úr kafinu að foreldrarnir hafa ekki haft hug- mynd um hvað táningurinn á heimilinu er að gera. Ólétta Jamie Lynne Spears varð mikið hitamál á sínum tíma. Þótt nafn þessarar sautján ára gömlu stelpu sé yfirleitt tengt við stóru systur er hún gríðarlega vinsæl meðal grunnskólakrakka í Banda- ríkjunum fyrir leik sinn í sjón- varpsþáttunum Zoey 101. Þeir eru því ófáir sem vilja kenna bæði Juno og Jamie um sífellt fleiri ótímabærar þunganir. Og telja að kvikmyndir á borð við Knocked Up geri lítið úr þeim veruleika sem fylgir því að eign- ast barn. Þar sé þeirri skoðun haldið á lofti að barneignir séu bara smá hraðahindrun á vegin- um sem auðvelt sé að komast yfir. Eða eins og Juno segir sjálf í lok kvikmyndarinnar. „Við látum síðan bara eins og að þetta hafi aldrei gerst.“ Af Juno og Jamie Lynne BROSTNAR FYRIRMYNDIR Jamie Lynne Spears og Spears-fjölskyldan hefur verið skotspónn bandarískra siðapostula. UMDEILD Þótt Juno sé lítil og sæt gamanmynd þá hefur hún verið harðlega gagn- rýnd fyrir að láta það líta út sem smámál að eiga von á barni. Sigurjón Sighvatsson er á vefsíðu imdb. com sagður vera að leggja drög að því að endurgera dönsku dogmamyndina Festen eða The Celebration. Mun Sigurjón hafa fengið leikstjórann David Mamet til að skrifa og leikstýra mynd- inni. Vefsíðan hefur uppfært upplýsingar sínar um íslenska kvikmyndaframleiðand- ann og þar er greint frá því að Sigurjón sé með tuttugu kvikmyndir á teikniborðinu. Þeirra á meðal er Dark Highway, sem Kiefer Sutherland hefur verið orðaður við, og The Knockout Artist, sem byggð verður á bók Harry Crewes og væntan- lega leikstýrt af Sean Penn. Þá er einnig talið líklegt að hafist verði handa við endurgerð norsku gaman- myndarinnar Elling en bandaríski leikstjórinn Jay Roach mun væntan- lega stjórna ferðinni þar. Sigurjón sagður vera að endurgera Festen Í NÓGU AÐ SNÚAST Sigurjón Sighvatsson hefur samkvæmt kvikmyndavef imdb.com tuttugu kvikmyndir á teikniborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Paul Dano er að verða einhver eftirsóttasti ungi kvikmyndaleik- arinn í Hollywood um þessar mundir. Frammistaða hans í Little Miss Sunshine og nú síðast There Will Be Blood hefur vakið mikla athygli á þessum unga leikara. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru leikur Dano á móti Brian Cox í Good Heart, kvik- mynd Dags Kára, sem blaðamaður Empire taldi að liti út fyrir að vera Cocktail með slæmum tönnum. Dagur og félagar hans hjá ZikZak virðist hafa næmt auga fyrir upprennandi stjörnum frá Bandaríkjunum því eins og mörg- um er enn í fersku minni var Ryan Goosling fyrst ráðinn í hlutverk Danos. Sá var hins vegar tilnefnd- ur til Óskars verðlauna skömmu síðar fyrir frammistöðu sína í Half Nelson og kom íslensku kvikmynd- inni ekki að í þéttskipaðri dagskrá sinni í kjölfarið. Dagur og félagar ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir með Dano enda hefur lítið spurst til Gooslings síðan þá og kvikmyndir hans hafa litla athygli hlotið. Dano getur hins vegar valið úr kvikmyndum um þessar mundir. Hann leikur meðal annars í nýj- ustu kvikmynd Spikes Jonze á móti Forest Whitaker og James Gand- olfini. Þá hefur Dano einnig verið ráðinn í kvikmynd um félagsfræði- tilraun Stanford-háskólans þar sem nemendur skiptu með sér hlut- verkum fanga og fangavarða. Dano skýst upp á stjörnuhimininn UPPRENNANDI Paul Dano leikur aðal- hlutverkið í nýjustu kvikmynd Spikes Jonze og í kvikmynd um félagsfræðitilraun Stanford-háskólans. Stuttmyndin Midday Cowboy eftir spænska leik- stjórann Alberto Blanco fékk fyrstu verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni The Northern Wave Film Festival sem var haldin í Grundarfirði um síðustu helgi. Nam verðlaunaupphæðin hundrað þúsund krónum. Í öðru sæti var myndin Anonymous eftir Cristian Pozo og hlaut hann sjötíu þúsund krónur í sinn hlut. Fyrstu verðlaun í tónlistarmyndbanda- flokki, eða sextíu þúsund krónur, hlutu pólsku leikstjórarnir Przemyslaw Adamski og Mciej Szupica fyrir mynd- band sitt við lagið Dziwny jest ten kraj eftir Pink Freud. Þrjár hljómsveitir sem áttu tónlistar- myndbönd á hátíðinni tróðu upp á föstudeginum, þær BB&Blake, hljómsveitin Sometime og spænska sveitin Appledog sem kom sérstak- lega til landsins til að spila á hátíð- inni. Menningarsjóður Vesturlands hefur ákveðið að veita hátíðinni aftur styrk á næsta ár og má því búast við að þessi menningarviðburður verði héðan í frá fastur liður í menningarlífi Vesturlands. Midday Cowboy sigurvegari MIDDAY COWBOY Mynd spænska leikstjórans Alberto Blanco hlaut fyrstu verðlaun á hátíðinni. > TORTÍMANDI FÆR FRUM- SÝNINGARDAG Framhaldsmyndaæðið og sú hefð Hollywood að dusta rykið af gömlum hetjum eru síður en svo komin upp á hillu, því nú hefur verið tilkynnt að fjórða myndin í Tortímanda-flokkn- um verði frumsýnd 22. maí 2009. Viðræður eru í gangi við Christian Bale sem leikur Leðurblökumanninn en mynd- in á gerast þegar vélarnar hafa tekið völdin. NÆMT NEF Dagur Kári og félagar hans hjá ZikZak hafa næmt auga fyrir upprennandi stjörnum en Dano leikur á móti Brian Cox í Good Heart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.