Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 76
48 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > BORÐAR FYRIR BARN Kate Moss hefur breytt mataræði sínu með það fyrir augum að auka frjó- semi. Fyrirsætuna ku langa í annað barn, en fyrir á hún dótturina Lilu, fimm ára. Fyrir utan að neyta meira járns og ávaxta hyggst Moss hætta að drekka kaffi og reykja. Vinir söngkonunnar Amy Winehouse hafa grátbeðið hana um að fara aftur í með- ferð. Þeir óttast að hún sé á leiðinni á botninn með eitur- lyfjaneyslu sinni á ný. Amy kláraði eiturlyfjameðferð sína fyrr í þessum mánuði en síðan þá hefur hún verið á hraðri niðurleið. „Hún er í slæmu ástandi og greinilega undir áhrifum eiturlyfja. Við teljum að eina leiðin sé að hún fari aftur inn á meðferðar- stofnun en hún neitar því,“ segir vinur hennar í viðtali við breska blaðið The Sun. Eiginmaður Amy, Blake Field- er-Civil, tekur undir þessar áhyggjur vina hennar. Hann hefur hótað að banna henni að heimsækja sig í fangelsið þar sem hann dvelur, láti hún ekki af krakkneyslu sinni. „Amy var farin að reykja kannabisefni og drekka stíft um leið og hún losnaði úr með- ferðinni. Neyslan hefur svo bara aukist og allir sem hafa séð hana síðustu daga hafa áhyggjur af ástandi hennar. Hún er á hraðri niðurleið.“ Óttast að Amy sé fallin á ný FALLIN Söngkonan Amy Wine- house er farin að neyta eiturlyfja á ný eftir að hafa klárað meðferð fyrr í þessum mánuði. Vinir hennar óttast um söngkonuna. Það gerir eiginmaður hennar einnig. NORDICPHOTOS/GETTY Norska þjóðin ákvað að senda Maríu Haukaas Storeng í Eurovision í ár með lagið Hold On Be Strong. Ein af þeim sem veittu Maríu harða sam- keppni var söngkonan Lene Alexandra, sem keppti með laginu Silly- cone Valley. Norðmenn eru guðhræddir og teprulegir og völdu hina settlegu Maríu fram yfir hina óskammfeilnu Lenu, en hún gerir mikið út kynþokkann, bæði með holdlegum myndböndum og lögum eins og „My Boobs are OK“ („Bobbingarnir mínir eru í lagi“). Lene er 26 ára og hefur setið fyrir ber í blöðum. Hún gerði allt vit- laust í alþjóðlegu götupressunni á dögunum þegar hún og söngkonan í Basshunter komu fram með þá fullyrðingu að þær hefðu farið í tre- kant með popparanum Robbie Williams. Robbie þrætti fyrir trekant- inn en sagði engu að síður að hann hefði ekki fúlsað við honum, enda væru stúlkurnar „helv… glæsilegar“. Norðmenn hafna brjóstgóðu Lene BRJÓSTIN SEM NORÐMENN HÖFNUÐU Lene Alexandra bendir stolt á þá. 86 DAGAR TIL STEFNU Sýning Johns Galliano fyrir tískuhús Christians Dior í Par- ís á dögunum sló heldur betur í gegn. Sýningarstúlkurnar virtust klipptar út úr tískublöðum frá sjöunda áratugnum og ef marka má litagleðina fá blár, grár og svartur harða sam- keppni um vinsælustu litina í haust. Dramatískt hjá Dior Stærsta plötusafn í einkaeigu var selt á uppboði á EeBay á dögunum. Safnið átti Paul Mawhinney í Philadelpiu í Bandaríkjunum. Hann byrjaði að kaupa plötur árið 1951 og hefur verið óstöðvandi síðan. Í safni hans eru þrjár milljónir platna og 300 þúsund geisladiskar – samtals um 6 milljón lög. Safnið rúmaði allar tegundir dægurtónlistar og margar plöturnar voru mjög verðmætar og afar fágætar. Safnið er vandlega flokkað og geymt í raka- og hita- stjórnuðu vöruhúsi. Verð- mæti safnsins var varlega metið á 50 milljón dali (rúmlega 3 milljarða íslenskra króna). Ástæðuna fyrir sölunni segir eigandinn vera þá að hann verði 69 ára á árinu og hann vill fara að lifa lífinu með fjölskyldunni. Hann setti lágmarks tilboðsverð fyrir safnið 3 milljón dali og fékk lítið meira en það, því safnið var selt til írsks safnara á 3.002.150 dali (um 200 milljónir íslenskra króna). Risa plötusafn selst á slikk FÆR 200 MILLUR FYRIR ÆVISTARFIÐ Paul Mawhinney rýnir í plötuumslag. Tom Cruise og Katie Holmes und- irbúa nú veislu til heiðurs nýfædd- um tvíburum Jennifer Lopez. Á gestalista eru meðal annars John Travolta, Eva Longoria auk Beck- ham-hjón- anna. FRÉTTIR AF FÓLKI gullsmiðjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.