Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 2
2 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Þórir, voru brotalamir á brekk- unum? Ég veit ekki gjörla hvað skeði/þótt lífið lægi að veði./ Skíðaskolli stakk í mig kolli/ svo lá ég í drifhvítum beði. Þórir Gunnarsson tvíbrotnaði í skíðaslysi í ítölsku Ölpunum. Ungnautahamborgari 120 g.35% afsláttur 129 kr.stk. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Fljótlegt og gott BRETLAND, AP Harry prins, eldri sonur Díönu og Karls Bretaprins, hefur síðan í desember gegnt herþjónustu á fremstu vígstöðv- um í sunnanverðu Afganistan. Ástralskt tímarit og þýskt dagblaði skýrðu frá þessu í gær. Richard Dannett, yfirmaður í breska hernum, staðfesti þetta, en sagðist vera afar vonsvikinn vegna þess að fjölmiðlar hefðu komist að þessu. „Framferði hans í hernaðarað- gerðum í Afganistan hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Dannett um prinsinn, sem er 23 ára og þriðji í erfðaröð bresku krúnunn- ar. - gb Harry Bretaprins: Á vígstöðvum í Afganistan HARRY PRINS Gegnir herþjónustu í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMRÆÐA Nýr þáttur hóf göngu sína í Fréttablaðinu fyrir viku, skopmyndadálkurinn Spott- ið í umsjón Gunnars Karlsson- ar teiknara. Dálkurinn birt- ist vikulega á föstudögum og er innblásinn af málum sem eru ofarlega á baugi í þjóð- félagsumræð- unni. Gunnar er þekktur fyrir teikningar sínar og teikni- myndir og hefur meðal annars unnið til verðlauna fyrir teiknimynd- irnar Litla lirfan ljóta og Anna og skapsveiflurnar. Fréttablað- ið býður Gunnar velkominn til leiks. Sjá síðu 26 Nýr dálkur hefur göngu sína: Gunnar spottar í Fréttablaðinu GUNNAR KARLSSON MENNTAMÁL Skrifað verður undir sameiningarsamning Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands í dag. Kennarar við Iðn- skólann eru afar óánægðir með vinnubrögð við sameininguna og til stendur að kennarafélag skól- ans sendi umboðsmanni Alþingis bréf þar sem þeim tilmælum er beint til hans að hann kanni lög- mæti hennar. Á aðalfundi kennarafélagsins fyrir tveimur vikum lagði Haukur Ragnar Hauksson, kennari við skólann, fram tillögu um að senda umboðsmanni bréf vegna málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða. Bréfið verður sent á næstunni, að sögn Reynis Vilhjálmssonar, for- manns kennarafélagsins. Óánægja hafði kraumað lengi í hópi kennara með það hvernig skólameistarinn Baldur Gíslason og aðrir höfðu staðið að undir- búningi sameiningarinnar. Upp- lýsingaflæði hafi verið af afar skornum skammti og ekkert samráð hafi verið haft við kenn- ara áður en ákveðið var að sam- eina skólana. Það hafi alfarið verið ákvörðun skólameistara skólanna tveggja, sem síðan hefði hlotið blessun menntamála- ráðherra. Haukur setur meðal annars spurningarmerki við það að Iðn- skólinn sé við sameininguna einkavæddur án opinbers útboðs. „Hvers vegna er verið að afhenda skóla sem er metinn á 1,7 millj- arða án útboðs?“ spyr hann. Reynir segir fulltrúa mennta- málaráðuneytisins, sem funduðu nýlega með kennurunum, hafa þvertekið fyrir að útboðs væri þörf. Öllum kenn- urum Iðnskól- ans verður sagt upp störfum og þeim boðin vinna í hinum nýja skóla. Vegna óviss- unnar sem ríkir meðal þeirra um starfskjör og - skilyrði í nýja skólanum íhuga nú margir að nýta biðlaunarétt sinn og þiggja ef til vill ekki vinnu í hinum sameinaða skóla. Þetta staðfesta Haukur og Reyn- ir. Haukur bætir við að svo virð- ist sem ekki hafi verið tekið tillit til þess við undirbúning að stofn- un nýja skólans að mögulega fáist ekki nægt fólk til starfa. Við sameininguna verður Iðn- skólinn í Reykjavík formlega lagður niður. Haukur telur Bald- ur Gíslason skólameistara hafa brugðist Iðnskólanum. „Maður ræður sig ekki til starfa sem stjórnandi 100 ára gamallar glæsilegrar stofnunar til þess að leggja hana svo niður,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Umboðsmaður skoði lögmæti samrunans Kennarafélag Iðnskólans hyggst beina þeim tilmælum til umboðsmanns Alþingis að hann kanni lögmæti samruna skólans við Fjöltækniskólann. Mikil óánægja er með vinnubrögð og margir kennarar íhuga að þiggja ekki starf við nýja skólann. VIÐBYGGING Í UPPNÁMI Til hefur staðið að byggja við Iðnskólann á Skólavörðuholti. Komi til sameiningarinnar eru þau áform í uppnámi. Menntamálaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í lok janúar að ríkið myndi ólíklega standa undir kostnaði við að stækka byggingar einkaskóla. HAUKUR RAGNAR HAUKSSON VIÐSKIPTI Stjórnvöld eiga ekki að ákveða í hvaða mynt fyrirtæki gera upp bækur sínar og færa hlutaféð í kjósi þau aðra mynt en krónur. Þetta segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformað- ur Existu. Á aðalfundi Existu í gær var samþykkt að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að færa hlutabréf Existu í evrur telji stjórnin slíkt fýsilegt. Lýður segir að íslensk fyrirtæki eigi sjálf að taka ákvörðun um þetta mál en ekki stjórnvöld. Það verði að vera innan marka alþjóðlegra bókhaldsstaðla líkt og tíðkist erlendis. - jab Fyrirtækin fái að kasta krónu: Vill alþjóðlega bókhaldsstaðla Fengu eiginhandaráritun Gísli Marteinn Baldursson borgar- fulltrúi heimsótti Fossvogsskóla í síðustu viku og ræddi við þrjár elstu bekkjardeildirnar um umhverfismál. Á heimasíðu skólans kemur fram að í lokin hafi hann gefið mörgum nemendum eiginhandaráritun. STJÓRNMÁL DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær sex unga síbrotamenn í sam- tals rúmlega þrettán ára fangelsi fyrir fjölda afbrota. Þrír hlutu lengri dóm en þrjú ár. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, fjögur ár, er einungis sextán ára og yngstur sexmenninganna. Hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm í héraði. Hann var dæmdur fyrir líkamsárásir, rán, ránstil- raunir, þjófnaði, fíkniefnabrot og fleira. Pilturinn var einungis fimmtán ára þegar brotin voru framin. Alvarlegasta brotið var árás á leigubílstjóra, sem piltur- inn barði tvívegis í höfuðið með hamri. Höggið hefði hæglega getað dregið hann til dauða, að mati læknis. Sökum aldurs verður pilturinn ekki nafngreindur. Davíð Þór Gunnarsson, 19 ára, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda þjófnaða, fíkniefnabrot, brot gegn vald- stjórninni, húsbrot og fleira. Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs, hlaut þriggja ára dóm fyrir þrjú rán, stórfelld eignaspjöll, fíkni- efnabrot og þjófnaði. Mennirnir frömdu sum brotin í sameiningu. Auk þeirra þriggja var 25 ára maður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi, 27 ára maður í hálfs árs fangelsi og annar jafngamall honum á árs skilorð. - sh Sex menn voru í Hæstarétti dæmdir í samtals rúmlega þrettán ára fangelsi: Þungur dómur yfir sextán ára pilti HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms yfir yngsta piltinum um eitt og hálft ár. VIÐSKIPTI Langtíma lánshæfiseinkunn Kaupþings lækkar um einn flokk í nýju mati alþjóðlega matsfyrir- tækisins Moody‘s, sem gert var opinbert í gær. Glitnir og Landsbankinn lækka um tvo flokka. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrk bankanna lækkar hjá öllum um einn flokk. Allir talsmenn bankanna sögðu jákvætt að óvissu um einkunn Moody‘s sé nú eytt og horfur stöðugar. „Það kemur óneitanlega á óvart að bankinn lækki meira en Kaupþing,“ segir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans. „Landsbankinn fær sömu langtíma lánshæfiseinkunn og hann hafði fyrir ári síðan og við teljum lausafjár- stöðu bankans góða.“ „Moody‘s segir ekki í niðurstöðu sinni í hverju munurinn á Kaupþingi og hinum bönkunum liggi en ætla má að þeir líti til þess að áhættugrunnur Kaup- þings er öðruvísi saman settur en hinna bankanna. Áhættan er dreifðari enda meirihluti af tekjum okkar og eignum erlendis. Við erum því ekki eins háð aðstæðum á Íslandi. Einnig er Kaupþing mun stærri en hinir bankarnir. Það er það helsta sem við höfum umfram hina bankanna og getur skýrt þennan mun niðurstöðu Moody‘s,“ segir Guðni Aðalsteinsson framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Moody‘s hefur verið með Kaupþing í endurmati síðan í ágúst á síðasta ári og segir Guðni ágætt að óvissu sé eytt. Nú haldi menn bara áfram. „Ég vona að hér eftir verði meiri stöðugleiki í mati Moody’s en verið hefur undanfarið ár. Glitnir er metinn af þremur helstu lánshæfismatsfyrirtækjum heims, Fitch, S&P og Moody’s og eru horfur fyrir Glitni stöðugar hjá öllum þremur,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. - bg Matsfyrirtækið Moody‘s endurmetur lánshæfiseinkunn viðskiptabankanna: Einkunnir allra banka lækka Nýr heilsugæsluforstjóri Svanhvít Jakobsdóttir, sviðsstjóri fjármála og rekstrar, tekur tímabund- ið við starfi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Svanhvít tekur við starfinu tímabundið af Guðmundi Einarssyni. Hann verður starfsmaður ráðuneytisins næstu mánuðina til að taka þátt í undirbúningi nýrrar stofn- unar um sjúkratryggingar. HEILBRIGÐISMÁL LÁRUS WELDING GUÐNI AÐALSTEINSSON BRYNJÓLFUR HELGASON LÖGREGLUMÁL Fjölmennt lið lög- reglu- og tollgæslumanna leit- aði í þremur íbúðum nemenda á Bifröst í gærkvöldi. Kanna- bisefni, amfetamín og kókaín í neyslu skömmtum fundust í íbúð- unum. Einn var handtekinn grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan í Borgarfirði, fíkni- efnadeild höfuðborgarlögregl- unnar, sérsveit Ríkislögreglu- stjóra og tollgæslan tóku þátt í aðgerðinni; alls fimmtán manns. Sérsveitarmennirnir voru vopn- aðir skammbyssum þar sem talið var að skotvopn væru í einni íbúðinni. Svo var ekki. - sh Fíkniefni gerð upptæk: Vopnuð lög- regla á Bifröst SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.