Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 12
12 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR FANGELSISMÁL Dómsmálaráðuneyt- ið hefur hafið undirbúning flutn- ings tveggja Litháa sem eru í afplánun á Litla-Hrauni. Rúmlega sextán prósent fanga í íslenskum fangelsum eru útlendingar, 22 af 134 samkvæmt tölum Fangelsis- málastofnunar. Litháar eru fjöl- mennastir en þeir eru níu talsins. Innan dómsmálaráðuneytisins hefur að undanförnu verið unnið að því að kanna möguleika á því að erlendir ríkisborgarar afpláni í heimalandi sínu. Í gær hittust svo Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra eftir fundi með Petras Baguska, dómsmálaráðherra Lit- háens, og Egle Radusyte, aðstoð- ardómsmálaráðherra Litháens, í sendiráði Íslands í Brussel til að ræða flutning Litháa sem íslensk- ir dómstólar hafa dæmt til fanga- vistar til ættlands síns til afplán- unar. Baguska samþykkti að þessi tilhögun yrði höfð vegna þeirra fanga sem falla undir ákvæði samnings Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 1983 og viðauka við hann frá 1997. Páll Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, segir ákvörðun- ina fagnaðarefni. „Í fyrsta lagi eru þetta mikilvæg skilaboð að brotamenn verði sendir heim til afplánunar. Í öðru lagi kemur slíkt fyrirkomulag í veg fyrir tengslamyndun erlendra og íslenskra brotamanna og í þriðja lagi tryggir þetta að dómþolar geti hafið afplánun sem fyrst,“ segir Páll. - kdk Nýtt fyrirkomulag kemur til með að draga úr tengslamyndum í fangelsum: Litháar afplána í Litháen BJÖRN BJARNASON PÁLL WINKEL SJÁVARÚTVEGSMÁL Í lok árs 2007 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.642 fiskiskip og hafði þeim fækkað um fimmtíu frá fyrra ári. Fjöldi vélskipa var alls 834 og var samanlögð stærð þeirra 91.656 brúttótonn. Vélskipum fækkaði á milli ára um átján og dróst flotinn saman um 5.210 brúttótonn. Togarar voru 64 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 74.067 brúttótonn. Opnir fiskibátar voru 744 og 3.556 brúttó- tonn að stærð. Opnum fiskibátum fækkaði um 33 milli ára og heildar- stærð þeirra dróst saman um 165 brúttótonn. - shá Fiskiskipastóllinn: Flotinn áþekk- ur á milli ára MENNTUN Stúdentaráð fagnar því að nýkynntar hugmyndir um skipulag í Vatnsmýrinni taki mið af áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og aðstöðu stúd- enta. Sérstaklega bendir Stúd- entaráð á að hver sem framtíð Reykjavíkurflugvallar kann að verða stendur ekkert í vegi fyrir því að ráðist verði í frekari upp- byggingu Háskólans á svæðinu. Stúdentaráð finnur mikinn samhljóm með hugmyndum vinn- ingstillögunnar og hagsmunum stúdenta og hvetur borgaryfir- völd til þess að nýta sér hug- myndirnar til að leysa það hús- næðisvandamál sem hrjái stúdenta, en í dag eru um 700 stúdentar við Háskóla Íslands á biðlista eftir stúdentaíbúð. Þetta kemur fram í ályktun sem Stúd- entaráð hefur sent frá sér. - ghs Stúdentaráð um Vatnsmýrina: Stúdentar fagna nýjum hugmyndum FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Stúdenta- ráð telur að nýkynntar hugmyndir um skipulag í Vatnsmýri taki mið af hags- munum stúdenta. HELLTI NIÐUR MJÓLK Grískur bóndi hellti niður fleiri lítrum af mjólk í gær fyrir utan þróunarmálaráðuneytið í Aþenu. Hann var þar ásamt fleiri bændum að mótmæla því hve afurðaverð er lágt. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN, AP Hasan Rowhani, fyrrver- andi aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, segir að harðskeyttur slagorðaflaumur Mahmouds Ahmadinejads forseta skaði hagsmuni landsins á alþjóðavett- vangi. Rowhani á enn sæti í valdamiklum stofnunum í Íran. Gagnrýni hans á forsetann er óvenju hörð. Hann segir harðsnúinn slagorða- flaum ekki geta komið í staðinn fyrir alvörustefnu í utanríkismál- um, sem væri fólgin í því að „takast á við heiminn með þeim hætti að dregið sé úr hættum“. - gb Ahmadinejad gagnrýndur: Ekkert gagn í slagorðaflaumi MAHMOUD AHMADINEJAD ÖRYGGISMÁL Ýmsar ástæður eru fyrir því að hernaðarlegt mikil- vægi norðurhafa er að aukast á ný. Þar af leiðandi ættu Norð- menn, Danir og Íslendingar – þjóðirnar sem mestra eigin hagsmuna hafa að gæta á svæð- inu – að ýta á Atlantshafs- bandalagið að leggja meira af mörkum til að tryggja öryggi þar. Þetta er skoðun Kjetils Skog- rand, sem stýrir þeirri deild Varn- armálastofnunar Noregs sem sinnir rannsóknum á norskum öryggis- og varnarmálum. Skogrand heldur erindi í dag um samskipti Noregs og Rúss- lands í stofu 201 í Árnagarði. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestrin- um í samstarfi við utanríkisráðu- neytið. Í samtali við Fréttablaðið segir Skogrand að hækkandi verð á olíu og jarðgasi, hopandi ís í Norður- Íshafi vegna loftslagsbreytinga sem opnar möguleika á nýjum siglingaleiðum, og endurreisn Rússlands sem herveldis séu allt þættir sem auki hnattrænt mikil- vægi norðurhafa. Allt undirstriki þetta þörfina á skilvirku eftirliti með hinu víðfeðma svæði og að fyrir hendi sé geta til að bregðast við ef eitthvað bregði út af. „Brottför bandaríska herliðsins frá Íslandi kom þannig til á mjög óheppilegum tíma,“ segir Skog- rand. Með henni hafi skapast „gat“ í öryggisneti norðurslóða sem Ísland, Noregur og Danmörk séu ekki í stakk búin til að fylla, hvorki ein og sér né í samstarfi við hvert annað. Aðkomu Atlants- hafsbandalagsins þurfi til að þetta „gat“ sé fyllt með fullnægj- andi hætti. Skogrand álítur því að loftrýmiseftirlit það, sem NATO hefur tekið að sér að annast á Íslandi og hefst með frönskum orrustuþotum nú í vor, sé jákvætt skref sem gæti nýst til að fá bandalagið með styrkari hætti inn í það verkefni að tryggja öryggi á norðurslóðum. Aðspurður segist Skogrand sannfærður um að mikilvægt sé að halda ratsjárstöðvunum á Íslandi áfram í rekstri. Þær séu mikilvægur liður í nauðsynlegu eftirlits- og öryggiskerfi svæðis- ins. Hvað varðar samskiptin við Rússland segir Skogrand að tví- hliða tengsl Noregs við nágrann- ann stóra séu um þessar mundir prýðileg og hin auknu hernaðar- umsvif Rússa í norðri séu engin bein ógn við Noreg eða Ísland. En vaxandi erfiðleikar í samskiptum Rússa við forysturíki NATO, fyrst og fremst Bandaríkin og Bret- land, valdi óvissu um þróunina fram undan. Rússland sé ótvírætt mesta þungavigtarríkið á Bar- entshafssvæðinu og víðar í hánorðri, og hinn gríðarlegi stærðarmunur Rússlands og Nor- egs valdi óæskilegu ójafnvægi í samskiptunum. Að mati Skogrands gætu Norð- menn jafnað þetta ójafnvægi út með því að vera aðilar að Evrópu- sambandinu. Það myndi vera í fullu samræmi við þá rótgrónu stefnu lítils lands að leitast við að tryggja hagsmuni sína á alþjóða- vettvangi sem mest í gegnum fjölþjóðlegan samtakamátt. Hans hafa Norðmenn og Íslendingar notið í NATO en að áliti Skog- rands dugar hann ekki til að tryggja hagsmuni Noregs gagn- vart Rússlandi. Eins og sakir standa væri Evrópusambandið eini vettvangurinn sem hefði nægan styrk til þess. audunn@frettabladid.is NATO styrki varnir í norðri Norski varnarmálasérfræðingurinn Kjetil Skogrand segir það vera sameiginlega hagsmuni Íslands, Nor- egs og Danmerkur að NATO beiti sér betur í norðri. KJETIL SKOGRAND VIÐBÚNAÐUR Norskar orrustuþotur á varnaræfingu hérlendis í fyrra. Skogrand segir brottför bandaríska varnarliðsins hafa skilið eftir gat í öryggisneti norðurslóða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verslunin Hobby Room opnar í dag í Miðhrauni 2 í Garðabæ (neðri hæð Just4Kids). Í Hobby Room finnur þú allt sem þú þarft til að fullkomna hobbý herbergið þitt, allt frá billjard- og þythokkíborðum til glymskratta og mini-bars. Ert þú húsbóndi í þínu herbergi? Sími: 565 5200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.