Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 22
22 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is Vefurinn: Vísindavefurinn Starfsmenn Háskóla Íslands og aðrir vitrir menn svara öllum mögulegum og ómögu- legum spurningum notenda vefjarins. www.visindavefur.is Tölvusérfræðingarnir Marcus J. Carey og Andy Malone kenna Íslendingum að verja tölvukerfin sín á öryggisráðstefnu sem lýkur í dag. Í byrjun ráðstefn- unnar sýndi Marcus fram á veikleika íslenskra tölvu- kerfa með því að brjótast inn í kerfi Reykjavíkur- borgar og Skífunnar. „Það hefur verið ákveðin sak- leysisára í kringum Ísland, sem er mjög ánægjulegt, en þið eruð að færa ykkur inn á leikvöll stóru strákanna með fjármálafyrirtæk- in, bankana og fleiri fyrirtæki,“ segir Andy Malone, skoskur Mic- rosoft-fyrirlesari og fram- kvæmdastjóri tölvufyrirtækisins Quality Training í Skotlandi. „Fyrirtækin eru að fara inn á alheimsvettvang, og þar er ýmiss konar öryggisáhætta sem þau verða að vera tilbúin að takast á við.“ Andy er annar aðalfyrirlesari öryggisráðstefnunnar Dive deep- er sem lýkur í Smárabíói í dag. Ráðstefnunni er meðal annars ætlað að sýna íslenskum kerfis- stjórum þær aðferðir sem tölvu- þrjótar nota til að brjótast inn í tölvukerfi, og hvernig hægt sé að verjast þeim. Íslenska tölvu- kennslufyrirtækið iSoft heldur ráðstefnuna. Hinn aðalfyrirlesarinn er Mar- cus J. Carey, fyrrverandi dul- málssérfræðingur hjá banda- ríska sjóhernum. Hann hefur einnig kennt liðsmönnum banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, um tölvuöryggi. Á ráðstefnunni sýndi Marcus hversu berskjölduð mörg tölvu- kerfi eru í rauninni með því að brjótast inn í þau á nokkrum mín- útum uppi á sviði bíósalsins. Meðal tölvukerfa sem fengu að vera sýnidæmi voru kerfi Reykja- víkurborgar og Skífunnar. Allt var þetta þó gert undir eftirliti, enda voru fulltrúar Ríkislög- reglustjóra á staðnum til að læra um tölvuöryggi. „Við brutumst inn í kerfin til að sýna hvernig það er gert, og kenna fólki hvernig það getur aukið öryggið í sínum tölvukerf- um,“ segir Marcus. „Til að sýna þeim hvernig hægt sé að nota tólin sem tölvuþrjótarnir nota gegn þeim.“ „Einu sinni var hinn dæmigerði tölvuþrjótur unglingur að fikta í kjallaraherberginu sínu, en núna snýst þetta allt um að græða pen- inga,“ segir hann. „Hvatinn er fjárhagslegur; hvernig sé hægt að nálgast viðkvæmar upplýsing- ar fyrirtækja og fá fyrir þær pening.“ Hann segir stærsta öryggis- vandamálið hjá íslenskum fyrir- tækjum, og fyrirtækjum um allan heim, vera hversu lítið þau viti af sjálfum vandanum. „Þau vita ekki að þau eru berskjölduð, að einhver geti ráðist á þau og stolið frá þeim upplýsingum. Síðan þegar það gerist vita þau ekki hvað þau eiga að gera.“ salvar@frettabladid.is Brutust inn í tölvukerfi fyrir fullum sal gesta í Smárabíói Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um sem nemur 88,5 milljörðum króna. Þetta er hæsta sekt sem hefur nokkurn tímann fallið í máli af þessari tegund. Brot Microsoft fólst í því að hlýða ekki refsingu fram- kvæmdastjórnarinnar frá 2004, þar sem fyrirtækið var sakfellt fyrir að misnota markaðsráðandi aðstöðu sína. Þá var Microsoft skipað að veita samkeppnisaðil- um aðgang að ákveðnum hluta forritskóða Windows-stýrikerfis- ins. Það gerði fyrirtækið ekki. Við sektina bætast 49 milljarða króna sekt síðan 2004 og 27,5 milljarða sekt frá 2006. Samtals hefur Microsoft því greitt um 165 milljarða króna til Evrópusam- bandsins í sektir. - sþs Hlýddu ekki refsingu: Microsoft fær háa sekt frá ESB „Það er bara gott að þetta sé búið, nú getum við farið að einbeita okkur að Blu- Ray,“ segir Gunnar Ingvarsson, vörustjóri hjá BT. Þar á hann við stríðið sem háð hefur verið milli háskerpustaðlanna Blu-Ray og HD DVD undanfarin ár. Því lauk í síðustu viku með uppgjöf Toshiba, sem stendur að baki HD DVD. Blu-Ray vann. „Við höfum alltaf hikað við að taka skref- ið í aðra hvora áttina út af þessu stríði því enginn vill sitja uppi með úreltar vörur. Það sama gildir um neytendur, þeir hafa haldið að sér höndum á meðan það var óvíst hvor staðallinn yrði ofan á.“ Í grunninn eru HD DVD og Blu-Ray tvær mismunandi en svipaðar leiðir til að sýna myndefni í háskerpugæðum. Báðar nota þær diska af sömu stærð og venjulegir DVD-diskar sem settir eru í þar til gerðan mynddiskaspilara. Munurinn felst í tækninni sem er undir vélarhlífinni, sem gerir það að verkum að Blu-Ray-diskar virka ekki í HD DVD spilurum og öfugt. Neytendur hafa því hingað til þurft að fjárfesta í mynddiskaspilara vitandi það að hann gæti orðið úreltur innan skamms. Fyrir vikið hafa viðtökurnar við þessari nýju tækni verið dræmari en menn áttu von á. Nú, þegar enginn vafi leikur á hvaða tækni verður til staðar í framtíðinni, er vonast til að neytendur taki við sér. „Sölulega er þetta mjög jákvætt, nú þúrfum við ekki að vera með tvær útgáfur af sömu myndunum,“ segir Gunnar. „Það skipti í sjálfu sér engu máli hvor yrði ofan á svo lengi sem annar hvor myndi vinna.“ Hann segir fáa háskerpuspilara hafa selst hér heima af skiljanlegum ástæðum, allir hafi verið að bíða eftir útkomunni. „Nú þegar hún er komin þá byrjar boltinn að rúlla.“ TÆKNISPJALL: GUNNAR INGVARSSON, VÖRUSTJÓRI HJÁ BT Feginn að stríðinu er loksins lokið Apple uppfærir fartölvurnar sínar Apple uppfærði MacBook og MacBook Pro-fartölvurnar sínar á dögunum. Báðar fengu þær hraðari örgjörva, meira vinnsluminni og stærri harðan disk. Dýrasta útgáfa MacBook Pro- tölvunnar fékk þar að auki skjákortsuppfærslu, og státar nú af 512 megabæta GeForce 8600 GT skjákorti. Fjölsnertimöguleikinn sem hin fislétta MacBook Air kynnti til sögunnar fyrr á árinu er nú einnig til staðar í MacBook og MacBook Pro- tölvunum. Unglingar hættir að kaupa tónlistardiska Helmingur bandarískra unglinga keypti ekki einn einasta tónlistargeisladisk í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem markaðsgreiningarfyrirtækið NPD Group hefur gert. Þetta er töluverð aukning frá árinu 2006, þegar 38 prósent unglinga keyptu engan geisladisk með tónlist. Stóraukin lögleg tónlistarsala í gegnum netið gæti verið ein orsök þessarar þróunar, en iTunes-verslun Apple varð í vikunni næstvinsælasta tónlistarverslun í Bandaríkjunum. Fundu sjávarskrímsli á Svalbarða Steingerðar leifar stærsta sjávarskrímslis heims hefur verið grafið upp á Sval- barða. Um er að ræða fimmtán metra langa sjávarrisaeðlu sem hafði nægan bitkraft til að bíta meðalfólksbíl í sundur. Það voru norskir vísindamenn sem fundu hina 150 milljón ára gömlu steingervinga. Pakistan: Við lokuðum ekki YouTube Yfirvöld í Pakistan harðneita því að hafa borið ábyrgð á YouTube-bilun sem varð í vikunni. Myndbandavef- urinn vinsæli lá niðri um nokkurra klukkustunda skeið um allan heim rétt eftir að Pakistanar lokuðu á aðgang að síðunni innan sinna landa- mæra. Ástæðan fyrir lokuninni var myndband sem hýst var á YouTube, þar sem meint guðlast fór fram. SÉRFRÆÐINGAR Andy Malone og Marcus J. Carey tóku stjórnendur tölvudeilda íslenskra fyrirtækja í kennslustund í Smárabíói í gær og í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MICROSOFT Þarf að opna veskið vegna brota á evrópskum samkeppnislögum. TÆKNIHEIMURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.