Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 26
[ ] Sjávarréttagratínið á Lauga- Ási fellur enn vel í kramið eftir 30 ár. Staðurinn sjálfur hefur lítið breyst á þeim tíma. Fáir réttir hafa notið eins langvar- andi vinsælda og sjávarréttagrat- ínið á veitingastaðnum Lauga-Ási. Rétturinn hefur verið borinn á borð í nánast óbreyttri mynd frá stofnun staðarins árið 1979 og mælist alltaf jafn vel fyrir meðal gesta, enda fiskurinn, kartöflurnar og berna- isesósan hreinasta lostæti. Það er svo eins með sjávarrétta- gratínið og annað á Lauga-Ási að þar hefur lítið breyst. Vinaleg, köfl- ótt gluggatjöldin og matseðillinn eru enn á sínum stað enda yfirlýst stefna eigendanna, feðganna Ragn- ars Kr. Guðmundssonar og Guð- mundar Kr. Ragnarssonar, að halda veitingastaðnum í sem upprunaleg- ustu horfi. Lauga-Ás hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi, en á næsta ári verða ákveðin tímamót þegar staðurinn á þrjátíu ára afmæli. Guðmundur lofar góðri veislu í tilefni af því. „Við erum farnir að undirbúa það. Þetta verð- ur mikið húllumhæ,“ segir hann og bætir við að viðskiptavinirnir þurfi ekki að óttast stórtækar breytingar á staðnum né matseðli. „Á meðan Lauga-Ás er opinn geturðu alltaf gengið að þínum gratíneraða fiski,“ segir hann hress í bragði. roald@frettabladid.is Sívinsælt sjávarréttagratín Pörusteik þarf að steikja fyrst við 180 gráður í 40 mínútur, hella svo vatninu af og steikja aftur við 220 gráður í 40 mínútur til að fá pöruna brúna og stökka. Sjávarréttagratín með rækjum og hörpuskel FYRIR FJÓRA 600 g ýsuflök í raspi 120 g rækjur 120 g hörpuskel olía til steikingar 100 g rifinn ostur AÐFERÐ Fiskur léttbrúnaður á pönnu. Rækjur og hörpuskel léttristaðar í hvítlauks- olíu og settar ofan á fisk. Fiskur settur í eldfast mót og rækjur og hörpuskel stráð yfir. Sveppasósa 50 g af skornum sveppum 4 dl af rjóma 4 matskeiðar Sherry 1 tsk. kjötkraftur Maisena til þykkingar Bearnaise-sósa 100 g brætt smjör 2 eggjarauður ½ dl vatn ¼ dl hvítvínsedik 1 tsk. kjötkraft 1 tsk. ferskt estragon Aðferð Öllu nema smjöri blandað saman og hrært yfir vatnsbaði, þar til blanda verður létt og þykk. Þá er smjör sett varlega út í. Þegar sósur eru tilbúnar þá er sveppasósu hellt yfir fisk og að síðustu bernaise- sósa og rifinn ostur. Gott er að bera fram með soðnum kartöflum eða villihrísgrjónum. Lauga-Ás hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Hér er stofnandinn Ragnar Kr. Guðmundsson og sonur hans, Guðmundur Kr. Ragnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.