Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 34
BLS. 6 | sirkus | 29. FEBRÚAR 2008 Bestu kaupin?: „Birkenstock-inniskórn- ir mínir hafa reynst mjög vel síðustu átta árin eða svo. Ég fékk þá reyndar gefins svo kannski er það ekki marktækt. Og bindið sem ég fermdist með er ennþá töff og fær reglulega að hanga um háls- inn.“ Verstu kaupin?: „Níðþröngar en útvíð- ar steinþvegnar gallabuxur frá Levi‘s sem ég keypti í einhverri sturlun í Kaup- mannahöfn sumarið 2003. Þær voru ekki beinlínis það ódýrasta í búðinni, og eru enn algjörlega ónotaðar uppi í skáp.“ Fyrir hverju ertu veikust/-astur?: „Íþróttadrasli frá áttunda áratugnum. Hummel-vindjökkum, Adidas-stuttbux- um, hlýrabolum. Svona dóti sem þótti svalt fyrir sex, sjö árum síðan og kveik- ir alltaf í mér þó ég eigi slatta af þessu fyrir.“ fatastíllinn Atli Bollason hjómborðsleikari Sprengjuhallarinnar 2 1 Atli í Jakkafötunum frá Kormáki og skildi 2 „Bindið sem ég fermdist með er ennþá töff og fær reglulega að hanga um hálsinn.“ 3 „Þessir skór úr versluninni Kron eru í miklu uppáhaldi hjá mér en ég fékk þá frá kærustunni í jóla- gjöf.“ 4 og 5 „Ég er mjög hrifinn af íþróttafötum frá áttunda áratugn- um.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum eigin stí?: „Ég er sjúkur í að gagnrýna og skil- greina hluti en ég leiði hugann ein- hverra hluta vegna frekar sjaldan að eigin fatastíl. En stíllinn minn gæti lík- legast flokkast undir einhvers konar bræðing af evrópskri „second hand“-tísku síðan um aldamótin (íþróttaföt frá 8. ára- tugnum o.fl.) og því sem Strokes voru að klæðast stuttu seinna. Það verður að viður kennast að það hefur ekkert rosa- lega mikið gerst hjá mér síðastliðinn hálf- an áratug í fatastílnum þó að buxurnar og bolirnir hafi kannski þrengst aðeins.“ Hvaðan sækir þú innblástur þegar kemur að fatastílnum? Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ég sæki mér eflaust helst innblástur í vini og vandamenn, ef þeir detta niður á eitt- hvað flott elti ég það kannski. Það er helst þegar kemur að klippingum og hár- greiðslu sem ég leita mér meðvitað að fyrirmyndum, og þá verða nýir eða gamlir rokkarar gjarnan fyrir valinu.“ Hvar verslar þú helst?: „Ég kaupi rosalega lítið af fötum. Í janúar keypti ég mér jakkaföt hjá Kor- máki og Skildi en það liðu marg- ir mánuðir þar á undan, líkleg- ast voru það peysur og buxur sem ég fjárfesti í í Berlín í júlí.“ Uppáhaldsbúðin?: „Það hlýtur eiginlega að vera American Apparel. En mér finnst líka gaman að mörg- um íslenskum fatabúðum; Kormáki og Skildi, Spúútnik og svo er mjög gaman að koma í Kron og Kronkron.“ Eftirlætisflíkin í fataskápnum?: „Ég átti bláan Hummel- jakka sem ég elskaði en hann er týndur, svo ætli það séu ekki bara einhverjar góðar svartar „slim“-gallabuxur.“ Hvað finnst þér um íslensku tískuna? „Ég hugsa oft þegar ég geng niður Bankastrætið að líklegast sé hlutfall vel klæddra og svalra einna hæst í Reykjavík af öllum borg- um heimsins. Það er mjög margt í gangi og mikið um það að fólk sé í einstökum, handgerðum flíkum, sem er jákvætt og býr til fjölbreytt tískulandslag. Herrarnir eru að vinna með svona klassískt rokkara/hippsteralúkk, sumir í bland við „retro-næntís“ litasturlun, sem virð- ist reyndar aðeins á undanhaldi, en það virðist líka vera nett millistríðsáratíska að detta inn í fínni fötum. Döm- urnar eru hver annarri glæsilegri og þar er mjög erf- itt fyrir óinnvígða eins og mig að ná utan um strauma og stefnur en ég er oft alveg dolfallinn. Á já- kvæðan hátt.“ Uppáhaldsfatamerki?: „Fyrir mörgum árum síðan tók ég að kjósa föt sem voru algjör- lega laus við öll merki og orð og því var það eins og að komast í gott partí að ramba í fyrsta sinn inn í American Apparel árið 2005. Síðan reyni ég að venja komur mínar þangað og kaupa alla- vega einn bol eða peysu. Það er líka svo gott fyrir karmað.“ Nauðsynlegt í fataskáp- inn?: „Góðar svartar „slim“-gallabuxur.“ Fermingarbindið fær reglu- lega að hanga um hálsinn 1 4 5 3 opið föstudag 11-18.30 laugardag 11-18.30 sunnudagur 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.