Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 45
KLINGENBERG SPÁIR FYRIR REGÍNU Regína Ósk Óskarsdóttir er fædd 21.12. 1977. „Regína Ósk hefur mikla seiglu. Hún hefur sterk tök á að sjá þau takmörk sem hún ætlar að ná og mjög sterkt tengslanet í kringum sig. Hún passar sig á því að vera góð við aðra. Hún hefur samt mikinn tilfinningahita líkt og ítölsku konurnar og er bara búin að sýna brot af því sem hún getur í raun. Hún er á ári ástarinnar í ár og ástin mun gefa henni mikla orku og sérstakan kraft til að syngja tilfinningaleg lög. Hún er á miklu frjósemisári og get ég ekki betur séð (ef hún passar sig ekki) en að hún verði ófrísk á árinu. Ein lítil Regína gæti verið á leiðinni. Hún er talan þrír sem er sterkasta lista- mannatalan,“ segir Sigríður Klingenberg og bætir því við að hún yrði ekki hissa ef hennar yrði beðið á árinu. „Þetta er árið hennar Regínu. Hún mun standa sig með prýði hvert sem hún fer og hvert sem hún ætlar. Krafturinn mun aukast hjá henni og miklar breytingar eru í vændum. Íslendingar eiga eftir að verða stoltir af framlagi sínu til Eurovision og ef eitthvað er þá mun lagið vekja miklu meiri athygli en við var búist.“ Eyfjörð greiddi okkur og þegar við vorum að fara yfir stöðuna rakst ég á tjullpilsið hjá honum og vildi endi- lega vera í því. Toppurinn úr Spaks- mannsspjörum smellpassaði við og svo lánaði Skjöldur mér beltið. Á endanum fann ég gamlar ermar heima hjá mér og ákvað að vera í þeim við,“ segir hún kát. Þegar hún er spurð að því hvernig hún ætli að vera í Serbíu segist hún ekki ætla að fara langt frá þessum klæðnaði. Netheimar loga Síðan Regína Ósk og Friðrik Ómar unnu undankeppnina hafa netheim- ar logað í leiðinlegum athugasemd- um um þau. Hún segir að hún láti þetta ekkert á sig fá og líði vel í eigin skinni. „Ég get lítið gert í því sem fólk er að segja um mig á netinu. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér í skjóli nafnleyndar. Það er svo óvægið. Ég er mjög hamingjusöm og líður vel með sjálfa mig. Ég ætla ekki að láta þetta á mig fá,“ segir Regína Ósk sem á góða að. Þegar hún er spurð að því hvernig hún haldi sér í formi segist hún fara reglulega í rækt- ina. „Ég er alltaf að hugsa um heils- una. Ég er hjá þjálfara og æfi í Laug- um tvisvar í viku.“ Regína Ósk er í sambúð með Sigur- sveini Þór Árnasyni en þau kynntust í Sjallanum á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann var í hljómsveitinni Lúxor, spilar á gítar, er nemi í FÍH og er verslunarstjóri í Dressmann í Smáralind. Auk þess sér hann um að stílisera allar Dressmann-verslanirn- ar á landinu. Þegar hún er spurð að því hvort hann gefi henni góð ráð varðandi fataval segir hún svo vera. „Ég fæ mjög góð ráð hjá honum og hann er mjög hreinskilinn. Við náum rosa vel saman.“ Föstudagur fékk Sig- ríði Klingenberg til að spá fyrir Reg- ínu Ósk og hún spáði því að hún myndi eignast barn á árinu ef hún myndi ekki passa sig. Þegar Regína er spurð um þetta fer hún að hlæja. „Í alvöru, það er æði. En það er ekki komið ennþá, ég get lofað því. Og ég er ekki að stefna að því akkúrat núna. Ég held að það sé ansi hæpið að barn- ið fæðist á árinu en mig langar að eignast annað barn. Dóttir mín er fimm að verða sex ára og ég er ekki hætt að eiga börn. Ég vil þó hafa tíma fyrir barnið þegar það kemur. Það er bara svo mikið álag á fjölskylduna að vera í þessum bransa. Verð aðeins að róa mig niður ef ég ætla að fara í frek- ari barneignir. Ég held að börnin komi þegar þau eiga að koma.“ UPPÁHALDSMATURINN: Lasagna og túnfisksteikin á Ítalíu UPPÁHALDSDRYKKURINN: Peru- ávaxtatoppur UPPÁHALDSFLÍKIN: Evuklæðin MESTI LÚXUSINN: Nudd FULLKOMINN FÖSTUDAGUR? Sofa aðeins út og vera ekki með neitt sérstakt planað, dunda sér um dag- inn og fara í nudd, hárgreiðslu, kaupa sér einhver föt og fara út að borða um kvöldið ... BÍLLINN MINN ER... yndislegur Yaris sem ég þarf að fara að láta þrífa! HVAÐ KEMUR ÞÉR TIL AÐ HLÆJA? Fyndin tilsvör frá börnum, þ. á m. dóttur minni LEYNDARMÁLIÐ: Bókin MESTA PRAKKARASTRIKIÐ: Ekkert á efri árum, en þegar ég var lítil hellti ég úr öskubakka ofan í vögguna hjá litla bróður mínum... Hlýðir mömmu Þegar Regína Ósk var unglingur söng hún einsöng með kór Árbæjarskóla. Henni er það mjög minnisstætt þegar móðir hennar bannaði henni að fara í partí daginn fyrir tónleika og hún segist hafa orðið alveg brjáluð út í hana fyrir vikið. „Móðir mín ól mig svona upp en ég verð að viðurkenna að daginn eftir var ég mjög fegin að hafa ekki farið í partíið. Söngvarar eru sitt eigið hljóðfæri og þeir verða að fara vel með það. Ég fer alltaf beint heim eftir böll, það er enginn tími í djamm þegar það er svona mikið að gera hjá manni.“ Hún hefur líka ákveðnar skoðanir drykkjusiðum í vinnunni. „Ég drekk heldur ekki þegar ég er að vinna. Mér finnst æðis- legt að syngja en fyrir mér er það ekki partí, það er vinna.“ martamaria@365.is 29. FEBRÚAR 2008 | SIRKUS | BLS. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.