Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 46
BLS. 10 | sirkus | 29. FEBRÚAR 2008 Saltur andblær sjávarins sveif víða yfir tískusýn- ingarpöllum þegar vor- og sumartískan var kynnt í haust. Akkeri og sjóliðasnið ásamt öðrum sígildum táknmynd- um frelsisins fjarri fastalandinu voru áberandi auk þess sem villt og litaglöð fatatíska sjóræn- ingjanna gerði strandhögg í tískuheiminum eina ferðina enn. Sjóliðarendurnar voru áber- andi í vor- og sumarlínunni árið 2006 og snúa nú aftur með enn sterkari skírskotun til ævintýra- legs sjóræningjalífsins þar sem litirnir rauður, blár og hvítur eru allsráðandi. Hafið bláa hafið og lífið í ölduróti þess hefur löngum heillað og verið sveipað ævintýrablæ og rómantík enda bærast leyndardómar og allar þrár mannsandans í hyldýpinu undir víðfeðmu yfirborði hafsins sem skilur að lönd og elskendur. Þar leynast hættur og feg- urð, líf og dauði og hvergi verður lífsbaráttan og stríðið við sinn innri mann og fárviðri hugans dramatískari en úti á reginhafi. Þar er glímt bæði við náttúruöflin og persónuleikabresti sem geta jafn- vel tekið á sig mynd risavaxins hvíts hvals þegar verst lætur. Engan þarf því svo sem að undra að tískan sem hefur náttúrulega tilhneig- ingu til þess að fara í menningarsögulega hringi sæki ítrekað á þessi sömu mið og ljóskáld, rithöfundar, leikstjórar og myndlistarfólk hefur sótt í gegnum ald- irnar. Hafið er þar fyrir utan enn dularfull ævintýraveröld á öld internets og endalauss upplýsingaflæðis og þar má enn finna vin í andlegri eyðimörk gegnd- arlausrar efnishyggju, hraða og tímaleysis. Fátt er því kærkomnara en ferskur andblær frá hafinu sem hristir upp í hversdagsgrámanum með litadýrð og ævin- týraþrá. Tískan er sem betur fer eins og golfstraumurinn og á endalausu ferðalagi sínu í gegnum tíma oig rúm rekur hana af og til á fjörur okkar með rómantískan trylling úr fortíðinni. Þessir vindar frelsis og lífsgleði munu blása um Reykjavík og aðrar tískuborgir í sumar. bergthora@365.is Sjóræningjaleikur t íska 2 3 1 ferskleiki dagsins í dag CHLOE SEVIGNY Í KRONKRON Fatalína bandarísku leikkonunnar Chloe Sevigny kom verslunina Kron Kron í gær, 28. febrúar, en aðeins fáar út- valdar verslanir í heiminum fá að selja hönnun hennar. Flestir muna eftir leikkonunni úr kvikmyndinn Kids og Boys Don‘t Cry en Chloe var tilnefnd til Golden Globe- og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðarnefndu myndinni. Þetta er fyrsta fatalína leikkonunnar en hún vinnur hana í samstarfi við breska fyrirtækið Opening Ceremony. Línunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Chloe þykir hátt skrifuð í tískuheiminum. 4 ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 4 13 56 0 2. 20 08 Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Fatnaður við öll tækifæri. Árshátíðarkjólar, yfirhafnir og vorklæðnaður. Litadýrð í bolum og blússum. Vorvindar glaðir … 1. Hringur með akkeri, Topshop 2. Carolina Herrera, vor, sumar 2008 3. Jean Paul Gaultier vor/sumar 2008 4. Af sýningu Eley Kishi- moto fyrir vor, sumar 2008 5. Marc Jacobs taska frá versluninni Kron Kron 6. Sjóliðapeysa frá Topshop 7. Sjóræningjahálsmen frá Topshop 7 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.