Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 29. febrúar 2008 25 Árangurstengd laun Guðmund- ar Haukssonar, forstjóra SPRON, lækka um sextíu pró- sent vegna afkomu sparisjóðs- ins í fyrra sem var talsvert lak- ari en árið á undan. Hagnaður bankans í fyrra nam 3,3 milljörðum króna í fyrra samanborið við rúmlega níu milljarða króna hagnað árið á undan. Árangurstengd laun Guðmundar lækka í samræmi við það. Þetta kom fram í máli Hildar Petersen, fyrrverandi stjórnar- formanns SPRON, á aðalfundi sparisjóðsins á miðvikudag. Hildur fór yfir launamál Guð- mundar, sem hafði rúmar 61,3 milljónir króna í laun og aðrar sporslur á síðasta ári. Hrein laun námu rétt rúmum helmingi upphæðarinnar, sem svarar til 2,7 milljóna króna á mánuði. Árangurstengd laun Guð- mundar í ársskýrslunni nú mið- ast við afkomu sparisjóðsins árið 2006 og færast til bókar fyrir síðasta ár í næsta ársupp- gjöri sparisjóðsins. - jab KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 619 4.897 -1,18% Velta: 4.026 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,12 +2,27% ... Bakkavör 41,70 -2,11% ... Eimskipafélagið 29,25 +1,39% ... Exista 12,09 -0,90% ... FL Group 9,56 -2,45% ... Glitnir 17,00 -0,29% ... Icelandair 25,10 -0,40% ... Kaupþing 729,00 -0,55% ... Landsbankinn 26,90 -2,36% ... Marel 91,30 -1,08% ... SPRON 5,41 -6,40% ... Straumur-Burðarás 11,85 -1,90% ... Teymi 5,23 -0,76% ... Össur 92,50 -0,43% MESTA HÆKKUN ATORKA 2,27% EIK BANKI 1,86% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,39% MESTA LÆKKUN SPRON 6,40% ATLANTIC AIRWAYS 6,14% SLÁTURFÉ. SUÐURL. 3,23% Umsjón: nánar á visir.is Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjar- skiptafyrirtæk- isins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórn- arsæti um nokk- urt skeið. Full- trúar félagsins í stjórninni verða Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. „Helstu hlut- hafar hafa líka náð saman um stefnu félags- ins,“ segir Orri, en vill ekki ræða hana frekar. Novator vildi að Elisa yrði klofin í fjárfestingararm og rekstrararm. Til þess þarf breyt- ingar á samþykktum. „Það kemur ekki til breytinga á samþykktum,“ segir Orri. - ikh Tveir í stjórn ORRI HAUKSSON Lýsir ánægju með stjórnarsætið í Elisa. Mjög dró úr hagvexti í Bandaríkj- unum á síðasta ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt bandaríska við- skiptaráðuneytinu í gær. Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fjórðungnum, sem er undir væntingum. Mestu munar um samdrátt á bandarískum fast- eignamarkaði og minni einka- neyslu. Þá hefur gengi Banda- ríkjadals lækkað samfara snarpri lækkun stýrivaxta vestanhafs frá á haustdögum. Næsti stýrivaxtaákvörðunar- dagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi og reikna markaðsaðilar með því að bankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta. Gerist það fara stýrivext- ir í 2,5 prósent. - jab Líkur á frekari lækkun vaxta BEN BERNANKE Margir reikna með að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um 50 punkta á næsta fundi sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GUÐMUNDUR HAUKSSON Forstjóri SPRON verður af háum bónusgreiðslum vegna minni hagnaðar sparisjóðsins á síðasta ári. Fær lægri bónus SPRON heldur fast í Existu-hlutina „Exista hefur skilað okkur mjög góðri ávöxtun alla tíð. Þetta er langtímafjárfesting og við höfum ekki skipt um skoðun,“ segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Stjórn SPRON var spurð að því á aðalfundi sparisjóðsins á miðvikudag hvort til greina hefði komið að selja eignarhlut- inn í Existu eftir skráningu félagsins haustið 2006. Gengi Existu hækkaði mikið í kjölfarið, fór hæst í rúmar fjörutíu krónur á hlut 19. júlí síðastliðinn áður en það gaf eftir líkt og fleiri félög í Úrvalsvísitölunni. Gengið hefur fallið um sjö- tíu prósent síðan þá. Existuhlutirinn nemur 7,6 prósentum af heildareignum SPRON, er stærsta eign sparisjóðsins og hefur haft áhrif á afkomu hans. Hreyfingar á gengi fjármála- þjónustufyrirtækisins og SPRON, sem hefur fallið um 71 prósent frá skráningu, helst oft í hendur hvort sem gengið hækkar eða lækkar. „Við stóðum að stofnun Existu á sínum tíma. Eignir Existu eru góðar og áhættan dreifð. Við höfum því viljað vera í hluthafahópnum. Þessar forsendur hafa ekki breyst,“ segir Guðmundur. - jab Alþjóðabankinn tilkynnti í gær- morgun útgáfu krónabréfa upp á fjórtán milljarða króna að nafn- virði til eins árs. Bréfin bera 11,5 prósenta vexti. Þetta er önnur krónubréfaút- gáfan í mánuðinum en áður höfðu verið gefin út krónubréf fyrir tvo milljarða króna og átta milljarðar fallið á gjalddaga á sama tíma. Greiningardeild Glitnis sagði í gær að bréf fyrir 27 milljarða að nafnvirði féllu á gjalddaga í næsta mánuði. Búast mætti við að tölu- verðum hluta gjalddaganna yrði mætt með nýjum útgáfum. - jab Milljarðabréf gefin út í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.