Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 60
28 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is JA RULE ER FÆDDUR Á HLAUP- ÁRSDAG ÁRIÐ 1976. „Það er eitthvað slæmt í öllum trúarbrögðum.“ Ja Rule er bandarískur rappari og leikari. MERKISATBURÐIR 1912 Almennur borgarafundur í Reykjavík mótmælir fram- ferði landsstjórnarinnar í Bankamálinu. 1948 Vatnavextir í Varmá valda miklum skemmdum á brúm og gróðurhúsum í Hveragerði. 1952 Eyjan Helgoland kemst aftur undir stjórn Þjóð- verja. 1968 Mikil flóð verða í Ölfusá með jakaburði sem valda miklum skemmdum á Selfossi. 1992 Reykjavíkurborg heldur upp á að íbúafjöldinn hafi náð eitt hundrað þús- und manns. Í tilefni þess er öllum 100 ára Reykvík- ingum og eldri boðið til veislu í Höfða. Fyrsta tölublað Fjallkonunnar kom út á hlaupársdag árið 1884. Rit- stjóri var þrjátíu og tveggja ára gamall Bárðdælingur, Valdimar Ás- mundsson, sem var nákominn Jóni Ólafssyni, þá ritstjóra Þjóðólfs. Fjallkonan var ætluð alþýðufólki og kom út tvisvar í mánuði. Áskrift- arverðið var lægra en áður hafði þekkst, aðeins 2 krónur á ári en 1.50 ef borgað var fyrirfram. Meðal þeirra sem stóðu að baki útgáf- unni var Steingrímur Thorsteins- son skáld sem þá var kennari í Reykjavík. Sigmundur Guðmunds- son sem þótti einn snjallasti prent- ari landsins var líka bakhjarl útgáf- unnar til að byrja með og prent- aði Fjallkonuna fyrsta hálfa árið. Hann átti eigin prenstmiðju sem var óvenju vel búin leturtegundum og þótti nýja blaðið vel uppsett og með skýrum og góðum fyrirsögn- um. Forsíðumyndir sáust samt ekki til að byrja með. Fjallkonan gekk kaupum og sölum fyrstu tvö árin en í janúar 1886 eignaðist Valdimar ritstjóri blaðið sjálfur. Upp úr því óx því fljótt fiskur um hrygg og í ársbyrj- un 1887 fóru að koma út þrjú blöð í mánuði í stað tveggja, án þess að verðið hækkaði. Vorðið 1889 voru kaupendurnir 2.160, þar af 250 í Reykjavík. Útgáfan stóð til 1911. ÞETTA GERÐIST 29. FEBRÚAR 1884 Fjallkonan hóf göngu sína FYRSTA TÖLUBLAÐ FJALLKONUNNAR. 80 ára afmæli Árnað heilla áttatíu ára Halldóra Guðmundsdóttir frá Hólmavík er áttatíu ára í dag 29. febrúar. Halldóra fagnar afmælinu á Kanaríeyjum. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi mið- vikudaginn 27. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnlaugur A. Árnason Sigrún Valtýsdóttir Halldór Árnason Anna Björg Eyjólfsdóttir Helgi Árnason Aðalbjörg Jónasdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jón Trausti Jónsson afa- og langafabörn. óðir, amma og Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Jónsdóttir Múlavegi 3, Seyðisfirði, sem lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 24. febrúar sl. verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14.00. Guðlaug Vigfúsdóttir Gunnar Ragnarsson Jón Grétar Vigfússon Jóhanna Sigurjónsdóttir Borghildur Vigfúsdóttir Árni Arnarson Ólafur Vigfússon Gunnar Árni Vigfússon Ágústa Berg Sveinsdóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Halldórsson rafvélavirki lést í Víðinesi mánudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 3. mars kl. 15.00. Björgvin Ragnarsson Hólmfríður Oddsdóttir Halldór Ragnarsson Andrea Ólafsdóttir Ólafur Hafsteinn Einarsson Ingimundur Guðmundsson Oddný S. Magnúsdóttir Þórunn Katrín Björgvinsdóttir Karen Mjöll Jóhann Ari Björgvinsson Björgvinsdóttir Ragnar Mikael Halldórsson Þórarinn Ingi Halldórsson Hinrik Örn Halldórsson Sigríður Birna Ingimundardóttir Þóra Björg Ingimundardóttir Safnaráð hefur úthlut- að úr safnasjóði fyrir árið 2008. Hlutverk sjóðsins að styrkja rekstur safna sem sinna varðveislu og miðlun menningarminja í samræmi við safnalög og alþjóðlegar siðareglur safna. Safnasjóður heyrir undir menntamálaráðuneyti og tók á móti 59 umsóknum þar sem 36 söfn úthlutað styrkj- um. 25 þessara safna eru á landsbyggðinni, tvö söfn eru á Akureyri og níu á höf- uðborgarsvæðinu. Styrkur úr Safnasjóði er mikilsverð staðfesting á að viðkomandi safn uppfylli faglegar kröfur sem gerð- ar eru til safna sem koma að söfnun, skráningu, varð- veislu, rannsóknum og miðl- un íslensks menningar- og náttúruarfs. Starfandi framkvæmda- stjóri Safnaráðs er Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Úthlutun frá Safnaráði LISTASAFN REYKJAVÍKUR er eitt þeirra safna sem fengu styrkveit- ingu frá Safnaráði. Steinþór Torfason, bóndi á Hala í Suðursveit, er sextugur í dag. Hann fæddist á hlaupársdag árið 1948 og því er þetta fimmtándi afmælisdagurinn. Skyldi hann ætla að halda uppá tíma- mótin? „Það er nú eiginlega ekkert sem má segja frá en við hjónin verðum að heiman,“ segir hann frekar leynd- ardómsfullur og bætir við glettnislega að ekki borgi sig að trúa blaðamönnum fyrir hverju sem er. Samkvæmt afmælisdagafjöldanum er Steinþór enn á unglingsaldri og út- litið bendir líka sterklega til að svo sé. Fílar hann sig kannski eins og fimmt- án ára? „Stundum, svarar hann eftir smá umhugsun. „Þegar ég er innan um ungt fólk þá finnst mér ég vera einn af því.“ Aðspurður kveðst Steinþór svo hepp- inn að hafa haft margt ungt fólk í kring- um sig lengst af. Foreldrar hans, Ingi- björg Zophoníasdóttir og Torfi Stein- þórsson skólastjóri, hafi eignast níu börn og hann sé annar í röðinni. Fjöln- ir, bróðir hans búi líka á Hala með sína fjölskyldu og elsta systirin Torfhildur á næsta bæ sem nefnist Gerði. Einnig sonur hennar, Björn. Breiðabólsstaður sé líka á sömu torfu og þar hafi verið búið til skamms tíma. Sjálfur á Steinþór þrjú börn með konu sinni, Ólöfu Önnu Guðmundsdótt- ur. Þau eru Hilmir, Berglind og Sigríð- ur Bára. Tvö þau eldri eru komin með fjölskyldur, Hilmir í Reykjavík, Berg- lind á Höfn, en Sigríður Bára er ýmist heima eða í Reykjavík. En hvað fæst Steinþór við? „Við hjónin rekum eitt stykki kúabú,“ svarar hann með hægð. Segir vinnudaginn frekar langan og alltof lítið um tómstundir. En þótti það ekki sérstakt í Suður- sveit að eiga afmæli þennan dag þegar hann var barn? „Ég fann svo sem lítið fyrir því. Það var haldið upp á afmæl- ið árlega og svo var enn meiri viðhöfn þegar það bar upp á réttan dag svo eftir á að hyggja hef ég líklega bara grætt á þessu. Þetta ruglaði mig samt svolítið í ríminu þegar ég var lítill. Ég nefndi ekki 29. febrúar þegar ég var spurður hvenær ég væri fæddur, sagð- ist bara eiga afmæli síðasta febrúar. Sennilega hefur það verið diplómatísk lausn hjá litlu barni.“ Steinþór rifjar upp að þegar hann var 16 ára við nám í héraðsskólanum á Laugarvatni hafi annar nemandi þar verið fæddur sama dag. Það hafi þótt mjög sérstakt. Hann man líka eftir 12 ára afmælisdeginum því þá fékk hann handfærarúllu í afmælisgjöf og var ánægður með það. Var búinn að fara einu sinni á sjó og líkaði vel. „Eitt af því sem einkenndi pabba var spenn- ingur í kringum sjósókn en upp úr 1964 var samt hætt að róa héðan enda veiddist bókstaflega ekkert undir lokin. Eftir það varð faðir minn að láta sér nægja að horfa til hafs og spá í hvort það væri sjóveður eða ekki.“ En veit hann hvernig foreldrum hans varð við þegar hann kom í heim- inn á þessum degi árið 1948? „Nei, ég held þetta hafi ekki hrist mikið upp í þeim,“ svarar hann kíminn. „Það rask- aði þeim nú fátt.“ gun@frettabladid.is STEINÞÓR TORFASON Á HALA: SEXTUGUR Á HLAUPÁRSDAG 2008 Finnst ég stundum vera 15 ára UNGLINGURINN „Ég nefndi aldrei 29. febrúar þegar ég var lítill, sagðist bara eiga afmæli síðasta febrúar.“ MYND/SIGRÍÐUR BÁRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.