Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 29. febrúar 2008 29 Valentína Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Móðir náttúru, heitir í höfuðið á föðurömmu sinni. Sú hét Valentína Finnrós og var ætíð kölluð Valla. Þegar Valentína var skírð, í Ingjalds- sandskirkju á Snæfellsnesi, fékk hún einungis gælunafn ömm- unnar og hét Valla Björnsdóttir fram að tíu ára aldri. Einn dag fannst henni það hins vegar ekki alveg nóg. „Fólk var stöðugt að spyrja fyrir hvað Valla stæði og var duglegt við að búa til hin ýmsu nöfn á mig. Mér fannst það svo leiðinlegt að ég fór til pabba og sagði að ég vildi heita fullu nafni. Þá spurði hann hvað ég vildi heita og að sjálf- sögðu valdi ég fullt nafn ömmu minnar heitinnar,“ segir Valent- ína Björnsdóttir, sem á meira að segja forsetabréf frá Kristj- áni Eldjárn, þáverandi forseta Ís- lands, um staðfestingu á nafna- breytingu. „Amma var alíslensk ættuð af Snæfellsnesi þar sem mér skilst að þetta nafn hafi verið töluvert notað. Sérstaklega hérna áður fyrr. Því miður veit ég hins vegar ekki hvaðan amma fékk það og það er kannski kominn tími til að ég reyni að komast að því,“ segir Valentína sem á ekki marg- ar nöfnur. „Hér áður fyrr átti ég eina nöfnu sem var rússneska sendiherrafrúin, þáverandi,“ segir Valentína og heldur áfram: „Í dag hefur þeim hins vegar aðeins fjölgað. Amma lést því miður mjög ung að aldri og ég hitti hana því aldrei.“ Hún segist ætíð hafa fengið góð viðbrögð við nafninu og segir marga vera for- vitna um tilurð þess. Sjálf hefur hún haldið í ákveðna hefð því fyrra nafn dóttur hennar er Krist- ín eftir móður Valentínu. NAFNIÐ MITT: VALENTÍNA BJÖRNSDÓTTIR Hét upphaflega Valla en breytti tíu ára VALENTÍNA Hefur ætíð fengið góð viðbrögð við þessu óvenju- lega og fallega nafni. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Bjarni Sturluson skipasmiður, frá Hreggsstöðum, lést að Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 11.00. Kristín Andrésdóttir Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra B. Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi G. Bjarnason María Henley Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Ársæll Hermannsson, Dynskógum 9, Hveragerði, sem lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 21. febrúar, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 1. mars kl. 14.00. Ragnheiður Guðrún Þorgilsdóttir Margrét Ársælsdóttir Hjálmar Brynjúlfsson, Hafsteinn Már Ársælsson Helga J. Sigurjónsdóttir Hermann Ársælsson Sigríður Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurlína Ásta Jóhannsdóttir lést á heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þriðjudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. mars nk. kl 14.00. Börn hinnar látnu og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Ingimundardóttur, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Seljahlíðar fyrir einstaka alúð og umönnun. Finnbogi Haukur Sigurjónsson Bára Marteinsdóttir Reynir Eggertsson Bragi Finnbogason Guðný Guðgeirsdóttir Birgir Finnbogason Margrét Ásgeirsdóttir Lárus Finnbogason Hulda Rós Rúriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Reynir Jónsson frá Melum, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 29. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Elín Þórdís Þórhallsdóttir Elsa Jónasdóttir Gunnar Guðjónsson Ína H. Jónasdóttir Eggert Sv. Jónsson Þóra Jónasdóttir Birna Jónasdóttir Gunnar F. Vignisson barnabörn og fjölskyldur. Ástkær móðursystir mín, systir, okkar og frænka, Valgerður Sigurðardóttir, lést 24. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Þorbjörg Friðriksdóttir Erla Sigurðardóttir Þórhildur Sigurðardóttir Reynir Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Guðjónsson lést í Reykjavík mánudaginn 11. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórdís Guðmundsdóttir Jóhannes Bjarnason Björn Guðmundsson Ragnheiður Ágústsdóttir Örn Guðmundsson Björg Ólafsdóttir Guðjón Guðmundsson börn og barnabörn. Elskuleg kona mín, móðir okkar, amma og langamma, Rannveig Eiríksdóttir Skerjavöllum 8, Kirkjubæjarklaustri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að kvöldi 25. febrúar. Einar Bárðarson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Minjasafn Reykjavík- ur opnar í dag, föstudag- inn 29.febrúar, nýtt vefset- ur með fjölbreyttu og vönd- uðu margmiðlunarefni sem tengist Landnámssýning- unni Reykjavík 871±2. Slóðin er á vefsetrinu www.reykjavik871.is. Þar má finna margs konar upp- lýsingar varðandi landnám Íslands, landnámsmenn, landkosti í Reykjavík og margt fleira. Efnið byggist á nýjum rannsóknum fræðimanna í ýmsum greinum. Ekki síst fornleifafræði, sagnfræði og náttúrufræði. Framsetn- ing þess er bæði skýr og skil- merkileg og forsvarsmenn taka fram að landnámssýn- ingin hafi hlotið einstaklega góð viðbrögð gesta. Auk fagverðlauna á sviði safna- starfs og miðlunar. Svo sem Íslensku safnaverðlaunin og norræn safnaverðlaun á sviði margmiðlunar. Einnig kemur fram í fréttatilkynningu frá for- svarsmönnum að Minja- safn Reykjavíkur keppir nú til úrslita um fagverðlaun- in European Museum of the Year 2008. Verðlaunin fyrir safn ársins verða kunngjörð í Dublin í maí á þessu ári. Samhliða sýningunni er fyrirlestraröð á vormisseri um landnám í Reykjavík. Þar koma fram sérfræðing- ar í ýmsum fræðigreinun og fjalla um Reykjavík við landnám út frá ólíkum sjón- arhornum. Fyrirlestrarn- ir eru haldnir annan hvern þriðjudag kl. 17.00 í Aðal- stræti 16. Aðgangur að fyr- irlestrunum er ókeypis og öllum heimill. - Þriðjudaginn 4. mars mun Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fjalla um aldursgreiningu fornleifa út frá gjóskulögum og eld- gosum. - Þriðjudaginn 18. mars flytur Hjörleifur Stefáns- son arkitekt erindi sem hann nefnir „Kitlandi frá- sögn um fortíðina. Land- námssýningin Reykjavík 871±2“. - Þriðjudaginn 1. apríl flyt- ur Helgi Þorláksson sagn- fræðingur fyrirlesturinn „Hvað vitum við helst um Reykvíkinga á 9. og 10. öld? Ritaðar heimildir og niðurstöður fornleifarann- sókna“. - Þriðjudaginn 15. apríl flyt- ur Per Thorling Hadsund forvörður erindið „Hvern- ig er hægt að varðveita torfrúst frá 10. öld?“ Landnámssýn- ing á netinu RAFRÆNT LANDNÁM Land- námssýningin í Reykjavík hefur fengið gríðarlega góða dóma og aðsókn. Í dag verður hún opnuð á nýju vefsetri með fjölbreyttu margmiðlunarefni. Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum á stúlkum sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árun- um 1929 og 1930. Safnið á allmargar ómerktar mynd- ir og biður lesendur Frétta- blaðsins um aðstoð. Ef ein- hver ber kennsl á stúlkurn- ar á myndunum er hann beðinn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is Þekkir einhver þessar stúlkur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.