Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 64
 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Myndlistarmaðurinn Jón Henrys- son opnar myndlistarsýninguna „Að skilgreina heilastarfsemi ástarpiltsins“ í Anima galleríi, Freyjugötu 27, í dag kl. 17. Á sýningunni getur að líta myndir af ástarpilti, undanrennu, morgunkorni, hjartalaga apahaus og geimveru með heimþrá. Einnig má sjá brosandi andlit, forgengi- legan striga, fallandi himin og alls engan ástarsöng. Jón Henrysson hefur verið búsettur í Danmörku undanfarinn áratug. Hann sýndi nýlega á Akureyri og Seyðisfirði en þetta er hans fyrsta sýning í Reykjavík eftir heimkomuna. Sýningin stendur til 22. mars og er opin frá fimmtudegi til laugardags, frá kl. 13-17. Geimvera með heimþrá COSMOMAMA Verk eftir Jón Henrysson. Nóg er um að vera í menningarlífi landsins nú um helgina og ein- skorðast áhugaverðir viðburðir og sýningar ekki við höfuðborgar- svæðið. Ljósmyndasýningin „Alþýðulistamaðurinn Sigurgeir Bjarni Halldórsson“ verður opnuð á sunnudag í Safnahúsinu á Ísa- firði sem er í gamla sjúkrahúsinu. Markmiðið með sýningunni er að heiðra minningu Sigurgeirs og þá list sem hann stundaði í sínum frí- stundum. Listsköpun Sigurgeirs var tví- þætt þar sem hann stundaði bæði ljósmyndun og málun ljósmynda sinna. Með þeim hætti breytti hann svart-hvítum ljósmyndum síns tíma í litljósmyndir. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar um og eftir 1940. Sigurgeir tók myndavélina með sér hvert sem hann fór og sótti sér því mynd- efni víða að. Hann var sjómaður og því fylgir eðlilega að hafið, skip, sjómennska og sjávarpláss eru fyrirferðarmikil á ljósmyndum hans. Ísafjörður var honum einnig hugleikinn og er til mikið af mynd- um sem teknar eru yfir bæinn úr fjallshlíðunum í kring. Safn hans sem telur um 900 myndir hefur nú verið sett á tölvu- tækt form og verður sett í heild sinni inn á vef Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Opnað verður fyrir aðgang að myndum hans á netinu á sunnudaginn næstkomandi, um leið og sýningin verður opnuð í Safnahúsinu. Þá munu aðstandend- ur Sigurgeirs afhenda Ljósmynda- safni Ísafjarðar safn mynda hans til varðveislu í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans. - vþ Alþýðulist fyrir vestan LÍFIÐ UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD Ein af ljósmyndum Sigurgeirs Bjarna Halldórssonar. Miðasala hafin á midi.is! www.lokal.is Næstu sýningar Lau. 1. mars kl. 20 Sun. 2. mars UPPSELT Lau. 8. mars kl. 20 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS KL. 20 TÍBRÁ: KVIKHLJÓÐ. TÓNLIST ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR OG SCIARRINO Í SAMTALI VIÐ MYNDLIST OG VÍDEÓ. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 13 MEISTARI MOZART. STRENGJA-OG PÍANÓKVINTETT TÓNLEIKAR KENNARA TÓNÓ KÓP. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS. TÓNLIST COLES PORTERS. KRISTJANA STEFÁNS & FÉLAGAR. SUNNUDAGUR 9. MARS KL. 16 SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR. HELGA RÓS OG GUÐRÚN DALÍA 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.