Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 29. febrúar 2008 33 Enn dregur til tíðinda í hinu unga og kraftmikla Gallerí Ágúst. Myndlistarmaðurinn Sara Björnsdóttir opnar þar einkasýn- ingu sína Víma/Intoxication á morgun kl. 16. Sara Björnsdóttir er án efa einn af okkar fremstu myndlistar- mönnum og hefur farið um víðan völl í myndlist sinni. Hún hefur unnið ötullega að sinni myndlist og sýnt bæði hér heima og erlendis á undanförnum árum. Verk hennar má finna í safnaeign Listasafns Íslands en Sara er eflaust þekktust fyrir mynd- bandsverk sín og gjörninga. Á sýningunni Víma/Intoxication mun Sara sýna ljósmyndir og myndbandsverk. Ljósmyndirnar sem Sara sýnir í Gallerí Ágúst voru áður á einkasýningu hennar í Gallery Crystal Ball í Berlín í lok síðasta árs. Myndbandsverkið á sýning- unni, Salem Lights, var sýnt á Sequences listahátíðinni síðastlið- ið haust. Sýningin Víma/Intoxication stendur til 5. apríl. Gallerí Ágúst er staðsett á Baldursgötu 12 og er opið miðvikudaga til laugardaga frá kl. 12 til kl. 17 og eftir samkomulagi. - vþ Víma Söru VÍMA Verk eftir Söru Björnsdóttur. Kórinn Vox academica hefur gert samkomulag við fjóra stórsöngvara um að taka þátt í flutningi kórsins á sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í byrjun apríl. Söngvararnir eru Sólrún Bragadóttir sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Nokkuð mun liðið síðan sálu- messan var flutt hér eingöngu með íslenskum einsöngvurum og er það því spennandi fyrir íslenska tónlistarunnendur að Vox Academica hafi fengið þennan einvala hóp til liðs við sig. Einnig mun hljómsveitin Jón Leifs Camerata taka þátt í flutningnum undir stjórn Hákons Leifssonar. Tónleikarnir verða haldnir 5. apríl næstkomandi og verður aðeins selt í 700 sæti í Hall- grímskirkju svo tryggt sé að allir áheyrendur njóti tónleik- anna sem best. Miðasala fer fram í Tónastöðinni í Skipholti, 12 Tónum við Skólavörðustíg og hjá kórfélögum. - vþ Alíslensk sálumessa Verdis VOX ACADEMICA Metnaðarfullur kór sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. ÍS L E N S K A /S IA .I S /R A U 4 13 24 0 2/ 08 Todd Pulsenelli frá New Orleans verður gestakokkur á Rauðará í tilefni af Food and Fun. Þessa daga mun Todd ásamt Guðmundi Viðarssyni og Hinrik Carl Ellertssyni bjóða upp á veislumáltíðir að hætti íbúa New Orleans, sem enginn matgæðingur má láta fram hjá sér fara. R A U Ð A R Á R S T Í G 3 7 S Í M I 5 6 2 6 7 6 6 W W W . R A U D A R A . I S– ástríðufullur veitingastaður með fersku yfirbragði Meistarakokkur frá New Orleans leikur listir sínar dagana 28. feb. - 9. mars New Orleans matseðill / Menu Forréttur / First Course: Louisana „Gumbó“ með krabbakjöti Crab “Gumbo“ Louisana style Fiskréttur / Second Course: Humar- og kjúklingacanaloni með tómat og aspas Lobster and chicken canaloni with tómató and aspargus Aðalréttur / Main Course: Lamb á tvo vegu, grillaður hryggur og brasserað framfille með kartöflumauki Lamb prepared two ways with whipped potatos Eftirréttur / Dessert: Djúpsteiktur brauðbúðingur að hætti New Orleans með súkkulaðisúpu og vanilluís New Orleans Breadpudding with chocalatesoup and vanilla ice cream Todd Pulsenelli, gestakokkur frá New Orleans New Orleans dagar „Það er stórviðburður í sögu blúss- ins á Íslandi að fá þennan mann hingað,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi Blúshátíðar Reykja- víkur, um Magic Slim sem hefur verið tilnefndur til þrennra Blues Music-verðlauna. Hann er tilnefnd- ur sem blúsmaður ársins, fyrir bestu plötuna og fyrir hljómsveit sína, The Teardrops. Verðlaunin verða afhent í Bandaríkjunum í 29. sinn í maí. Slim er ein af lifandi goðsögnum Chicagoblússins og hefur marga fjöruna sopið í bransanum. „Hann er algjört sjarmatröll. Það að hann skuli hafa verið tilnefndur sýnir hvað menn bera mikla virðingu fyrir þessum manni,“ segir Halldór. Á meðal annarra sem koma fram á blúshátíðinni er hljómsveitin The Yardbirds, sem gat af sér gítarsnill- ingana Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page, blúsdívan Deitra Farr, Bláir skuggar og norska sveitin Jolly Jumper & Big Moe og The Nordic All Stars Blues Band sem kemur fram í fyrsta sinn. Er hún skipuð úrvali norrænna blúsmanna. Í tilefni af fimm ára afmæli hátíð- arinnar koma einnig fram allir heið- ursfélagar Blúsfélags Reykjavíkur frá upphafi, Magnús Eiríksson, Björgvin Gíslason, Andrea Gylfa- dóttir og KK. Miðasala á hátíðina, sem fer fram 18. til 21. mars, er í fullum gangi á midi.is og á blues.is. Stórviðburður í sögu blússins MAGIC SLIM Blúsarinn Magic Slim er á leiðinni til Íslands í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.