Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 74
42 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI LeBron James hefur verið duglegur að koma sér í metabækurnar í NBA-deildinni í körfubolta og ekki síst fyrir það að ná hinum ýmsu áföngum fyrstur þegar litið er á aldur leikmanna. James varð í fyrrinótt yngsti leikmaðurinn til þess að skora 10 þúsund stig í NBA-deildinni en hann náði því í 87-92 tapleik gegn Boston. James meiddist í fyrri hálfleik og þurfti að yfirgefa völlinn en sneri til baka og skoraði 26 stig sem dugðu þó skammt. James bætti met Kobe Bryant um meira ein ár en James er einnig sá yngsti til þess að skora 50 stig í leik, ná þrefaldri tvennu og skora yfir 30 stig að meðaltali á tímabili. - óój YNGSTIR TIL ÞESS AÐ SKORA 10.000 STIG: LeBron James 23 ára, 59 daga Kobe Bryant 24 ára, 194 daga Tracy McGrady 24 ára, 272 daga Bob McAdoo 25 ára, 147 daga Shaquille O’Neal 25 ára, 341 daga Michael Jordan 25 ára, 343 daga K. Abdul-Jabbar 25 ára,343 daga LeBron James í 10.000 stig: Bætti met Kobe um meira en ár ÖFLUGUR LeBron James er að slá hvert metið á fætur öðru. NORDICPHOTOS/GETTY Iceland Express-deild karla: Fjölnir-Snæfell 61-114 (31-60) Stig Fjölnis: Anthony Drejaj 13, Kristinn Jónasson 12, Tryggvi Pálsson 8, Þorsteinn Sverrisson 6, Níels Páll Dungal 6, Árni Þór Jónsson 5, Valur Sigurðsson 4, Ægir Þót Steinarsson 4 Sean Knitter 3. Stig Snæfells: Justin Shouse 24 (8 stoðs.), Jón Ólafur Jónsson 17 (7 frák., 17 mín.), Slobodan Subasic 12, Hlynur Bæringsson 12 (17 frák.,22 mín.), Magni Hafsteinsson 10, Árni Ásgeirsson 10, Sigurður Þorvaldsson 8, Guðni Valentínusson 7, Daníel A. Kazmi 5 (10 frák. á 7 mín.), Atli Rafn Hreinsson 5 , Sveinn A. Davíðsson 4 (6 stoðs á 14 mín.). Grindavík-ÍR 105-107 (94-94)(52-48) Stig Grindavíkur: Páll Axel 39, Jonathan Griffin 26, Páll Kristinsson 12, Adam Darboe 10, Þorleifur Ólafsson 9, Igor Beljanskji 8 Stig ÍR: Nate Brown 31, Tahirou Sani 24, Svein- björn Claessen 21, Ólafur Sigurðsson 15, Eiríkur Önundarson 6, Þorsteinn Húnfjörð 6, Steinar Arason 4 Skallagrímur-Þór Ak. 83-88 Tindastóll-Njarðvík 87-96 (48-51) Stig Tindastóls: Philip Perre 25, Joshua Buettner 19, Svavar A. Birgisson 14, Samir Shaptahovic 12, Ísak S. Einarsson 8, Serge Poppe 5, Halldór Halldórsson 4. Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 28, Brenton J. Birmingham 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 15 (9 stoðs.), Sverrir Þór Sverrisson 11, Friðrik E. Stefánsson 10, Daníel G. Guðmundsson 3, Jóhann Á. Ólafsson 2, Guðmundur Jónsson 1. N1-deild kvenna: Valur-Akureyri 38-22 (18-12) Mörk Vals: Íris Ásta Pétursdóttir 7, Hafrún Kristj ánsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Éva Barna 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Katrín Andrésdóttir 3, Kristín Collins 3, Dagný Skúladóttir 2, Rebekka Skúladóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1. Mörk Akureyrar: Ester Óskarsdóttir 6, Auður Ómarsdóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 4, Anna Teresa Morales 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Jóhanna Tryggvadóttir 1, Lilja Þórisdóttir 1, Monika Rukorska 1. Reykjavíkurmótið í fótbolta: Fram-ÍR 0-1 0-1 Jón Hafsteinn Jóhannsson (93.). Meistarad. í körfubolta: AXA FC Barcelona-Lottomatica Roma 86-57 Jón Arnór Stefánsson lék í 15 mínútur með Roma og tók 4 fráköst en náði ekki að skora. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Dagur Sigurðsson til- kynnti í viðtali við í íþróttaþættin- um Utan vallar á Sýn í gærkvöld að hann muni að öllu óbreyttu taka að sér þjálfun landsliðs Austurrík- is í handbolta á næstunni en hann neitaði þjálfarastarfinu hjá íslenska landsliðinu. „Ég var í viðræðum við austur- ríska handknattleikssambandið á sama tíma og ég ræddi við hið íslenska og kom því hreint fram við HSÍ í þeim málum. Vinnuum- hverfið sem mér bauðst í Austur- ríki var allt annað og betra og hentaði mér betur,“ sagði Dagur sem heldur áfram sem fram- kvæmdarstjóri Vals ef hann tekur við austurríska landsliðinu. „Ég hef oft verið sagður hafa tekið skrýtnar ákvarðanir á hand- boltaferli mínum en þetta hefur spilast vel fyrir mig hingað til. Verkefni mitt hjá Austurríki verð- ur að móta lið sem tekur þátt á EM 2010 og það er því spennandi upp- byggingarstarf framundan,“ sagði Dagur sem stefnir þó að því að þjálfa íslenska liðið í framtíðinni. „Ég mun þjálfa Ísland einhvern tímann,“ sagði Dagur í Utan vallar í gær - óþ Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, tekur að öllu óbreytttu við landsliði Austurríkis á næstunni: Vinnuumhverfi þjálfara annað og betra TIL AUSTURRÍKIS Dagur Sigurðsson tekur líklega við austurríska lands- liðinu á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR KÖRFUBOLTI Grindavík og ÍR buðu upp á sannkallaðan háspennuleik í Grindavík í kvöld er liðin áttust við í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik. ÍR-ingar gáfust aldrei upp þrátt fyrir dökkt útlit á köflum í leiknum og sigruðu ein- staklega dýrmætan sigur, 107-105, í framlengdum leik. Mikið jafnræði var með liðun- um á upphafsmínútum leiksins. Páll Axel, leikmaður Grindavíkur, var heitur í þristunum og setti tvo niður snemma í leikhlutanum. Staðan var 16-16 eftir rúmar 5 mínútur og mikið fjör á vellinum. Páll Axel bætti tveim þristum til viðbótar áður en leikhlutinn var allur og leiddu heimamenn 30-24. Grindavík byrjaði annan leikhluta virkilega vel með þá Pál Axel og Jonathan Griffin í fararbroddi og komust í 42-32 eftir fjórar mínút- ur en ÍR-ingar komu sterkir til baka og minnkuðu muninn í fjögur stig, 47-43, en þá tók Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Grindavíkur, leik- hlé. Lið skiptust á að skora fram að hálfleik og var staðan eftir tvo leikhluta 52-48 fyrir Grindavík. Þriðji leikhluti var bráðs- kemmtilegur. Liðin skiptust á að leiða leikinn, glæsileg tilþrif litu dagsins ljós sem og vafasamir dómar. Grindavík var samt sem áður með undirtökin og voru fjór- um stigum yfir, 75-71, þegar síð- asti leikhlutinn hófst. Í hvert ein- asta sinn sem Grindavík var búið að byggja upp forskot komu gest- irnir ávallt til baka og gerðu heimamönnum lífið leitt með bar- áttu sinni. Spennan á lokasekúnd- unum var hroðaleg og jafnaði Nate Brown leikinn fyrir ÍR 94-94 og rúmlega tvær sekúndur eftir af leiknum. Adam Darboe átti loka- skotið sem geigaði og því fram- lenging staðreynd. Framlengingin var skemmtun af bestu gerð. Liðin skiptust á að skora og þegar átta sekúndur voru eftir af henni var staðan 107-105 fyrir ÍR og Grindavík með bolt- ann. Lokaskotið fór í súginn og ÍR sigraði í frábærum leik. Páll Axel Vilbergsson var yfir- burðamaður hjá Grindavík í kvöld og hann var ekki sáttur í leikslok. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég ætla alls ekki að segja allt sem ég er að hugsa en þetta var einfaldlega dapurt. Við erum með betra lið en ÍR en svo virðist vera að við séum alltaf í jöfnum leikjum. Eflaust myndum við leika jafnan leik við Reyni Sandgerði, með fullri virð- ingu fyrir þeim.“ Eiríkur Önundarson var mun sáttari heldur en Páll Axel af eðli- legum ástæðum. „Þetta var frábært alveg. Við gefumst aldrei upp og þegar við náum að halda haus allan leikinn þá erum við full keppnisfærir. Veturinn hefur ekkert verið spes hjá okkur en við ætlum að reyna að mjaka okkur upp töfluna. Leik- urinn í kvöld sýndi það að við gef- umst aldrei upp og leggjum okkur fram í þau verkefni sem við tökum að okkur.“ -höþ Háspennuleikur í Röstinni ÍR gerði góða ferð til Grindavíkur í Iceland Express-deild karla í gærkvöld og vann mikilvægan 105-107 sigur í æsispennandi framlengdum leik. MIKILVÆGUR SIGUR ÍR-ingar gáfust aldrei upp gegn Grindavík í gær og uppskáru mikilvægan sigur í hörkuspennandi framlengdum leik. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI ÍR sigraði Fram 1-0 í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöll í gærkvöld. Jón Hafsteinn Jóhannsson skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var fyrsti Reykjavíkurmótstitill ÍR í sögu félagsins og jafnframt í fyrsta skipti sem liðið lék til úrslita í keppninni. Ekki er þó fyrirséð hvort úrslit leiksins í gær muni standa þar sem samkvæmt heimasíðu Vals þá ákvað félagið í gær að áfrýja úrskurði aga- og úrskurðarnefnd- ar KSÍ þess efnis að úrslit leiks Vals og KR í Reykjavíkurmótinu hinn 14. febrúar síðastliðinn skyldu standa óbreytt. KR vann leikinn eins og kunnugt er 0-4 en Valur heldur því fram að Vestur- bæjarliðið hafi teflt fram ólöglegum leikmanni og því skuli Val dæmdur 3-0 sigur. Ef Val yrði á endanum dæmdur sigur hefði liðið réttilega átt að spila til úrslita í gær í stað ÍR. - óþ Reykjavíkurmót karla í fótb.: ÍR meistari í fyrsta sinn FÖGNUÐUR Baldvin Jón Hallgrímsson, fyrirliði ÍR, heldur sigurlaununum hátt á lofti í leikslok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar Snæ- fells voru komnir niður á jörðina eftir bikarsigurinn á sunnudaginn og unnu ótrúlegan 53 stiga sigur á Fjölni, 61-114, í Grafarvoginum í gær. Þórsarar stigu á sama tíma stórt skref í átt að úrslitakeppn- inni með óvæntum 83-88 sigri á Skallagrími í Borgarnesi. Snæfell vann Fjölni í bikarúr- slitaleiknum á dögunum með 23 stiga mun en það var aldrei í spil- unum að Fjölnismenn biru eitt- hvað meira frá sér í gær. Snæfell var 13 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-32, 29 stigum yfir í hálfleik, 31-60, og var komið 38 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 47-85. Þar fengu ungu strákarnir að njóta sín og bættu bara í en sér- staka athygli vakti Daníel Ali Kazmi sem tók 10 fráköst á aðeins 7 mínútum. Það mætti halda að Hlynur Bæringsson væri með hann í læri en Hlynur var sjálfur með 17 fráköst á 22 mínútum. Snæfellsliðið er farið að vinna eins og vel smurð vél og það skipti engu þótt hetja bikarúrslitaleiks- ins, Sigurður Þorvaldsson, hafi kólnað niður frá bikarúrslitaleikn- um. Fjölnismenn eru því komnir hálfa leið niður í 1. deild og eiga aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi. Þeir hafa tapað tveimur síðustu heimaleikjum sínum með samtals 98 stiga mun og það er ljóst að öll trú á að bjarga sér er farin úr Grafarvoginum. Bárður Eyþórsson leyfði íslensku leikmönnunum að spila seinni hálfleikinn og lét útlending- ana Sean Knitter og Anthony Drejaj sitja skömmustulega á bekknum. Knitter lét Hlyn Bær- ingsson pakka sér saman annan leikinn í röð og Hlynur vann hann samtals 20-15 í stigum og 35-6 í fráköstum í þessum leikjum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, er greinilega að koma með sína menn upp á réttum tíma því Akureyrarliðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikj- um sínum. - óój Þórsarar unnu óvænt í Borgarnesi og stigu stórt skref í átt að úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar. Bikarmeistarar Snæfells léku sér að Fjölni LÉTT Gunnlaugur Smárason sækir hér að körfu Fjölnismanna en Þorsteinn Sverrisson er til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.