Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 78
46 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. vanþóknun 6. samtök 8. langar 9. margsinnis 11. 2000 12. kvenvargur 14. heppni 16. sjó 17. málmur 18. svelgur 20. grískur bókstafur 21. heiti. LÓÐRÉTT 1. land í asíu 3. tveir eins 4. gufuskip 5. angan 7. færa úr fötum10. efni 13. gerast 15. einsöngur 16. taug 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. svei, 6. aa, 8. vil, 9. oft, 11. mm, 12. skass, 14. lukka, 16. sæ, 17. eir, 18. iða, 20. pí, 21. nafn. LÓÐRÉTT: 1. laos, 3. vv, 4. eimskip, 5. ilm, 7. afklæða, 10. tau, 13. ske, 15. aría, 16. sin, 19. af. „Við lentum mun neðar en við áttum skilið.“ Jón Kjell Seljeseth, höfundur Þá veistu svarið, sem lenti í 13. sæti í Eurovision 1993. „Sagði ég það? Sýnin á þetta hefur nú breyst svolítið með árunum. En þetta voru vonbrigði á þessum tíma, því þá fóru allir héðan út til þess að vinna. Það hófst með Gleðibankanum og tók dágóðan tíma að rjátlast af fólki,“ segir Jón Kjell nú. „Þetta er ágætis náungi, ég mátti auðvitað ekki taka myndir en mér skilst að Þráinn tæknimaður hafi gert það,“ segir Hermann Gunn- arsson, einn örfárra í heiminum sem hafa séð Hr. Lordi án allra tækja og tóla. Finnska Eurovision- hetjan er mætt til landsins og verður viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Floors í kvöld. Rokkhetjan er samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins þó engu minni rokkari en skrímslið sjálft og er til að mynda klæddur í for- látan Kiss-jakka með sítt og mikið hár og töluvert skegg. Finninn kom hingað ásamt aðstoðarfólki sínu enda lætur hann ekki sjá sig opinberlega án þess að vera í bún- ingi. Og þarf einhvern mannskap til að breyta honum í þetta skrímsli. Lordi borðar þó eins og annað fólk og skellti sér meðal annars á Þrjá frakka og hélt vart vatni yfir hvalnum þar. Hann brá sér síðan í Bláa lónið á eftir og slakaði vel á fyrir átökin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar finnska skrímslið síðan að gera allt brjálað í miðborg Reykjavíkur og skemmta sér með höfuðborgarbúum langt fram á nótt. Og verður að sjálfsögðu í búningnum, allan tímann. - fgg Hemmi Gunn hitti Herra Lordi Nýir eigendur skemmtistaðarins Barsins, Elmar Guðmundsson og Páll Gunnar Ragnarsson, létu það verða sitt fyrsta verk að rífa umdeilt reykherbergi sem fyrrverandi eigendur staðarins, þeir Baldvin Samúelsson og Ragnar Magnússon, létu reisa. Elmar og Páll tóku við staðnum í síðustu viku og hyggjast koma honum í gott horf en ætla þó ekki að loka á meðan. Elmar sagði að fundin yrði einhver lausn á reykvanda ölþyrstra gesta staðarins sem allir gætu sætt sig við. „Þetta herbergi hentar einfaldlega ekki þeim hugsjónum sem við höfum um framtíð staðarins,“ segir Elmar. „Við ætlum okkur að finna einhverja aðra lausn á þessum vanda í góðu sam- starfi við borgina og yfirvöld.“ Töluverður styr stóð um reykherbergið fyrr á þessu ári sem endaði meðal annars með því að nokkr- ir staðir leyfðu reykingar í almennum rýmum. Í kjöl- farið brá Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra á það ráð að gagnrýna reykherbergið sem er í Alþingishúsinu og sagði þá fáránlegt að þingið væri með sitt eigið reykherbergi. „Einhvern veginn finnst mér að löggjafarsamkoman verði að ganga á undan með góðu fordæmi,“ sagði Guðlaugur. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingishúsinu verður reykher- berginu lokað 1. júní og varð Barinn því á undan sjálfu löggjafarvaldinu. - fgg Reykherbergi Barsins rifið HORFIÐ Hið umdeilda reykherbergi á Barnum er horfið og kemur aldrei aftur að sögn nýrra eigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÆTTUR Herra Lordi lætur ekki sjá sig opin- berlega án þess að vera í búningi og hyggst kíkja á næturlífið í Reykjavík í fullri múnderingu. HITTI GOÐIÐ Hemmi Gunn hitti söngvar- ann úr Eurovision- bandinu Lordi á förnum vegi í gær. Vel fór á með þeim félögum. Þórhallur Gunnarsson og félagar í Efstaleiti hafa væntanlega opnað kamapavínsflösku af gleði þegar ný áhorfsmæling Capacent birtist í gær. Samkvæmt henni ber RÚV höfuð og herðar yfir aðrar sjónvarpsstöðvar landsins. Nítján af tuttugu vinsælustu þáttum landsins eru á dagskrá Ríkissjón- varpsins og þar ber hæst að tæp áttatíu prósent þjóðarinnar horfðu á Eurobandið vinna lokaþátt Laugardagslagamar- aþonsins sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stýrði. En Stöðvar 2-menn gátu þó huggað sig við eina staðreynd. Og hún er sú að Bandið hans Bubba er smám saman að klifra upp vinsældalistann. Í síðustu mælingum komst rokk- kóngurinn ekki einu sinni inn á topp þrjátíu en hefur sótt í sig veðrið og er nú annar vinsælasti þáttur Stöðvar 2, er í 21. sæti á heildarlist- anum. Áhorf á bæði Ísland í dag og fréttir Stöðvar 2 hefur dalað frá síðustu mæling- um. Þau Svanhildur Hólm, ritstjóri Íslands í dag, og Steingrímur Sævarr, fréttastjóri Stöðvar 2, þurfa að hrista rækilega upp í hlutunum ef dagskrár- liðirnir tveir eiga ekki að detta út af topp þrjátíu. Meira af Bubba Morthens. Hann vann sem kunnugt er mál gegn Eiríki Jónssyni og tímaritinu Hér og nú um árið og fékk fyrirsögnina „Bubbi fall- inn“ dæmda dauða og ómerka. Bubbi og Eiríkur höfðu litla ástæðu til að umgangast mikið í framhaldi af þessu máli, en þeir rákust þó á hvor annan í matvörubúð á dögunum. Eiríkur mun hafa leikið við hvern sinn fingur og reynt að kynna Kónginum kosti döðlubrauðs. Bubbi mun hafa haldið kúlinu og ekki labbað út með döðlubrauð. - fgg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI Inga Birna Dungal ætlar að krefja tímaritið Séð & heyrt um greiðslur fyrir birtingu mynda af vinkonu sinni, Birgittu Ingu Birgisdóttur, og bandaríska leik- stjóranum Quentin Tarantino. Myndirnar birtust í 2. tölublaði blaðsins í janúar síðastliðnum og mun Vilhjálmur H. Vilhjálmsson héraðsdómslögmaður hafa tekið málið að sér. Hann staðfesti það í samtali við Fréttablaðið. Inga Birna segir tímaritið hafa stolið myndunum af læstu mynd- svæði hennar á netinu. Og hún segir að sér hafi brugðið í brún þegar hún sá myndirnar á for- síðu blaðsins undir fyrirsögninni „Í sleik á Nasa“. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég hafði heyrt af því að það væri einhver kona að selja myndir á netinu en vissi ekki að þetta væru mínar myndir,“ segir Inga sem ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni við glanstímaritið. „Það eru aug- ljóslega mínar myndir sem selja þetta umrædda blað.“ Loftur Atli Eiríksson, annar ritstjóri Séð & heyrt, segir blað- ið hafa fengið myndirnar sendar frá vinkonu Ingu, Birgittu Ingu. Hann sagðist ekki trúa því að eitthvert mál yrði gert úr þessu. „Við stálum þeim ekki, hún sendi okkur þetta sjálf.“ Birgitta Inga Birgisdóttir sagðist í samtali við Fréttablaðið vissulega hafa sent Séð & heyrt einhverja mynd. Þær hafi hins vegar aldrei birst í blaðinu held- ur hafi aðrar myndir af læstu vefsvæði Ingu verið teknar ófrjálsri hendi og birtar á for- síðu blaðsins. Birgitta var einnig afar ósátt með framsetningu fréttarinnar og fyrirsögnina „Í sleik á Nasa“. „Nei, við vorum ekkert í sleik og þetta skapaði mikla spennu á heimili mínu enda á ég kærasta. Hann þurfti að útskýra fyrir allri sinni fjöl- skyldu hvert málið væri,“ segir Birgitta. Athygli vakti að aðeins viku seinna birti Séð & heyrt frétt um að breska götublaðið News of the World hefði sýnt myndunum áhuga. Loftur Atli segir að ekk- ert hafi orðið úr sölu á myndun- um og því hafi Birgitta og Taran- tino ekki birst á síðum þess blaðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun lögmaður Ingu ætla að senda greiðslukröfu til tímaritsins en koma verður í ljós hvort málið rati alla leið fyrir dómstóla. freyrgigja@frettabladid.is BIRGITTA INGA: ÓSÁTT VIÐ FRÉTTINA „Í SLEIK Á NASA“ Saka Séð & heyrt um þjófn- að á Tarantino-myndum ÓSÁTTAR Þær Birgitta Inga (til vinstri) og Inga Birna eru ósáttar með Séð & heyrt og segja blaðið hafa stolið myndum af læstri vefsíðu. Því neitar ritstjóri blaðsins. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8. 1 Þórir Guðmundsson. 2 Hrafn Bragason. 3 José Manuel Barroso.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.