Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 4
4 1. mars 2008 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A Mundu eftir að kjósa í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS ÍRAK, AP Efnavopna-Ali verður tek- inn af lífi innan mánaðar. Forsætis- embættið í Írak gaf heimild til þess í gær. Ali Hassan al-Majid, jafnan nefndur Efnavopna-Ali, er náfrændi Saddams Hussein, fyrr- verandi Íraksforseta, og var ásamt tveimur öðrum liðsmönnum Sadd- ams dæmdur til dauða fyrir aðild sína að fjöldamorðum á Kúrdum fyrir meira en tveimur áratugum. Al-Majid verður fimmti liðs- maður stjórnar Saddams Hussein sem tekinn er af lífi eftir að stjórn- inni var steypt af stóli. Saddam var hengdur 30. desem- ber árið 2006 fyrir að láta drepa meira en 140 sjía-múslima árið 1982. Tveir aðrir voru hengdir í janúar á síðasta ári og sá fjórði í mars. Tveir aðrir félagar al-Majids hlutu dauðadóm um leið og hann fyrir sömu sakir, Hashan Rashid Mohammed og Sultan Hashim al- Taie, en forsætisembættið hefur ekki fallist á líflátsdóm þeirra. Sérstakur stríðsglæpadómstóll í Írak dæmdi þessa þrjá menn til dauða fyrir aðild þeirra að útrým- ingarherferð gegn Kúrdum. Meira en 200 þúsund manns voru drepn- ir í þeirri herferð. Forsætisembættið í Írak er skipað þremur mönnum, Kúrdan- um Jalal Talabani, sem er forseti, og tveimur varaforsetum, Abdel Abdul Mahdi og Tariq al-Hashimi. - gb Fimmta aftakan á fyrrverandi ráðamönnum Íraks hefur verið ákveðin: Efnavopna-Ali verður líflátinn EFNAVOPNA-ALI Hlaut líflátsdóm fyrir aðild sína að fjöldamorðum á Kúrdum á valdatíma Saddams Hussein. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar blaða- grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnars- sonar sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar vörpuðu þingmennirnir upp þeirri spurn- ingu hvort Seðla- bankinn ætti að breyta áherslum sínum og víkja tímabundið frá verðbólgumark- miði sínu. „Það er gott og merkilegt að þingmenn í ábyrgðar- stöðu setjist niður og vinni svona grein,“ segir Geir. „Ég hef ekki tekið efnislega afstöðu til hennar en sumt af því sem ríkisstjórnin er að gera er í samræmi við tillögur þeirra. Við erum að vinna sameig- inlega með bönkunum og ríkis- stofnunum að því að komast út úr þessu erfiða ástandi.“ - sþs/bþs Geir H. Haarde: Fagnar grein Bjarna og Illuga LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust í þremur íbúðum í háskólaþorpinu á Bifröst á fimmtudagskvöld. Þau áttu þrír nemendur skólans; tveir karlmenn og ein kona. Fjölmennt lögreglulið ásamt tollgæslumönnum leitaði í íbúðunum. Þrír sérþjálfaðir fíkniefnahundar voru notaðir. Leitað var í samráði við skólayfir- völd. Samkvæmt upplýsingum lögreglu fannst lítilræði af kannabis, amfetamíni og kókaíni í öllum þremur íbúðunum. Efnin voru ætluð til einkanota. Nem- endunum var vísað úr skólanum í gær. - sþs Notuðu sérþjálfaða hunda: Fundu fíkniefni í háskólaþorpi Kohl á sjúkrahús Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa dottið á heimili sínu í Ludwigshafen. Kohl er orðinn 77 ára og gekkst nýverið undir aðgerð á hné. ÞÝSKALAND GEIR H. HAARDE ATVINNULÍF Um sextíu starfsmönn- um var sagt upp hjá Decode, móður félagi Íslenskrar erfða- greiningar, í gær. Meirihluti þeirra vinnur hér á landi. „Ástæðurnar eru tiltölulega einfaldar og ættu að vera auðsjáanlegar hverjum þeim sem horfir í kringum sig í efnahagslífinu beggja megin Atl- antshafsins,“ segir Kári Stefáns- son, forstjóri fyrirtækisins. „Fyrirtækið er rekið af tekjum og svo fjármagni sem er aflað af markaði. Þegar við öfluðum síðast fjár á markaði var ástandið allt öðruvísi en það er nú í dag þegar enga fjármuni er að fá, hvorki í Bandaríkjunum né hér heima á Íslandi, og ekk- ert útlit fyrir að það ástand breyt- ist á næstunni. Því litum við svo á að það væri í samræmi við ábyrgan rekstur að herða belti og láta það fé sem við höfum milli handanna núna nýtast lengur en við reiknuðum með áður.“ Hann segir enn fremur að þessi aðgerð muni ekki bitna á kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Helmingur þeirra sem sagt var upp lætur af störfum nú þegar en hinir starfa út uppsagnarfrestinn. Á meðal þeirra sem sagt er upp eru allir starfsmenn dótturfyrir- tækisins nCode. Um 450 manns starfa fyrir Decode og því nær uppsögnin til um þrettán prósenta starfsmanna. Tap á rekstri Decode nam um fimm og hálfum milljarði árið 2006 og rúmlega fjórum milljörð- um árið þar á undan. Því var Kári spurður hvort farið væri að hrikta í stoðum fyrirtækisins. „Við erum á ósköp svipuðum stað og við höfum verið þau tólf ár sem fyrir- tækið hefur starfað. Líftæknin er ekki einföld iðngrein til að vinna í en það er þó ekkert erfiðara nú en það hefur verið oft áður.“ Hann harmar mjög þessar aðgerðir. „Það er ekki gert af neinni léttúð að segja upp sextíu manns nú í þessu ástandi þegar fólk gengur ekki úr einni vinnu í aðra svo einfaldlega. Þetta er allt mjög hæfileikaríkt fólk og ég vona það svo sannarlega að því farnist vel,“ segir Kári. „Satt best að segja held ég að fréttum á við þessa eigi eftir að fjölga því ástandið hér á landi sem og ann- ars staðar er þannig að ég tel lík- legt að menn fari að einbeita sér mjög mikið að sparnaðarþættin- um. Við erum að taka á þessu snemma því við teljum að það sé skynsamlegt svo áhrfin komi fram sem fyrst.“ jse@frettabladid.is Um sextíu manns sagt upp hjá Decode Uppsagnir um sextíu starfsmanna hjá Decode eru viðbrögð við breyttu efna- hagsástandi segir Kári Stefánsson forstjóri. Hann harmar aðgerðirnar og telur að fleiri fyrirtæki eigi eftir að bregðast við með sama hætti á næstu misserum. KÁRI STEFÁNSSON HÖFUÐSTÖÐVAR DECODE Uppsagnirnar ná til um þrettán prósenta starfsmanna Decode. Kári Stefánsson segir þær þó ekki vega að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. TYRKLAND, AP Tyrkneski herinn er byrjaður að draga herlið sitt frá norðurhluta Íraks að því er íraski utanríkisráðherrann, Hoshyar Zebari, greindi frá í gær. „Tímasetningin er góð. Ég tel að herinn hafi staðið við loforð sín um að kalla heim tyrkneska hermenn þegar aðgerðum gegn kúrdískum uppreisnarmönnum væri lokið.“ Daginn áður hafði varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, skorað á tyrknesk stjórn- völd að binda enda á innrásina í Írak sem fyrst. Níu dagar eru síðan tyrkneski herinn réðst inn í Írak til að uppræta uppreisnarsveitir kúrdíska verkamannaflokksins PKK. - sdg Innrás Tyrkja í Írak á enda: Tyrkir kalla her- lið sitt heim TYRKJAHER Hermenn í snævi þaktri íraskri fjallshlíð. NORDICPHOTOS/AFP BOSNÍA, AP Stjórnvöld í Sarajevo hafa lagt útgöngubann á unglinga, sem gildir eftir klukkan 23 á kvöldin og fram á morgun. Foreldrar geta þurft að greiða sektir ef börn þeirra eru á ferli utandyra á þessum tíma. Ástæða bannsins er gróft ofbeldi unglinga, sem dæmi eru um á síðustu vikum. Í janúar kveiktu þrír unglingspiltar í 72 ára gamalli konu og í byrjun febrúar réðust þrír unglingspiltar á sautján ára dreng í sporvagni og myrtu hann. Íbúar borgarinnar hafa efnt til fjölmennra mótmæla og krafist þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. - gb Ótti við ofbeldi í Sarajevo: Útgöngubann lagt á unglinga VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 6° 1° 3° 6° 12° 10° 7° 6° 7° 19° 17° 9° 8° 21° 4° 24° 14° Á MORGUN 3-13 m/s, hvassast sunnan og vestan til -6 MÁNUDAGUR 5-13 m/s, hvassast allra syðst -3 -3 -4 -1 0 1 -1 -2 -4 -4 -5 10 10 6 6 6 6 3 6 4 1 5 -3 -5 -3 00 -4 -3-3 HELGIN Almennt má segja að vindur verði hægur þessa helgina, en þó ekki alls staðar. Þannig verður strekkingur með norðurströnd- inni og allhvasst á Vestfjörðum þegar líður á daginn. Á morgun potast lægð upp að vestan verðu landinu og þá hvessir þar með ofankomu. -5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 29.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,9155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,47 65,79 129,88 130,52 99,52 100,08 13,353 13,431 12,614 12,688 10,607 10,669 0,6271 0,6307 105,41 106,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Frétt birtist í blaðinu í gær um að fyrirlesari á tölvuöryggisráðstefnu í Smárabíói í gær hefði brotist inn í kerfi Reykjavíkurborgar til að sýna fram á veikleika kerfisins. Það skal áréttað að fyrirlesarinn fór ekki inn í sjálft tölvukerfið heldur sýndi áhorf- endum hvaða öryggisgalla í kerfinu væri hægt að nota til að brjótast inn. ÁRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.