Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. mars 2008 11 SVEITARSTJÓRNIR Einingaverksmiðj- an Borg á yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt á hverjum degi ef fyrirtækið hættir ekki rekstri steypustöðvar í Kársnesi. Forsvarsmennn Borgar og bæjar yfirvöld í Kópavogi hafa deilt um hvort fyrirtækið hafi leyfi til að framleiða og selja steypu. Bæjaryfirvöld telja Borg aðeins hafa leyfi til að framleiða steypu til nota fyrir framleiðslu sína á forsteyptum einingum en eigend- ur Borgar telja sig hafa leyfi til reksturs almennrar steypustöðv- ar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarð- ar- og Kópavogs svæðis gerir nú þá kröfu að Borg hætti þegar í stað allri steypusölu frá lóð sinni á Bakkabraut í Kársnesi. Þess er einnig krafist að Borg þrífu „upp eftir þá ólöglegu starfsemi sem verið hefur á lóðinni“ og bæti ásýnd og umgengni um lóðina. „Vakin er athygli á að hafi rekstraraðili ekki sinnt fyrirmæl- um innan tiltekins frests getur heilbrigðisnefnd ákveðið honum dagsektir þar til úr er bætt og er hámark þeirra 500.000 krónur á dag,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Borg hefur skotið málinu til Úrskurðarnefndar um hollustu- vernd og mengunarvarnir og er nú beðið niðurstöðu nefndarinnar. - gar Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að Einingaverksmiðjan Borg reki steypustöð í Kópavogi án leyfis: Bærinn boðar hálfa milljón í dagsektir BORG Framleiðir forsteyptar einingar og selur einnig steypu frá lóð sinni í Kársnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM STJÓRNMÁL Jón Rögnvaldsson mun að beiðni Krisjáns L. Möller samgönguráðherra áfram gegna starfi Vegamála- stjóra næstu tvo mánuðina. Jón hefur sagt starfi sínu lausu og áætlaði að láta af störfum hinn 1. mars. „Hann hefur að beiðni minni fallist á að vera áfram næstu tvo mánuði,“ segir Kristján. Ástæð- una segir hann vera að niðurstöð- um stjórnsýsluúttektar Ríkis- endurskoðunar á Vegagerðinnni sé að vænta og þar geta komið fram tillögur sem Kristján vill þá skoða betur. Er úttektin gerð að beiðni ráðherra og má vænta niðurstaðna eftir um tvo mánuði. „Á þeim tíma munum við auglýsa starfið,“ segir Kristján. - ovd Jón áfram vegamálastjóri: Ráðherra bað um tvo mánuði JÓN RÖGNVALDSSON VESTMANNAEYJAR Ökumann sakaði ekki þegar hann velti vinnuvél við Hamarsveg í Vestmanna- eyjum í gærmorgun. Mjög dimmt var á slysstað og mikill snjór og hálka. Ók ökumaðurinn með svokallaða skotlyftu og áfasta skóflu uppi til að minnka slysa- hættu gagnvart öðrum bifreiðum. Líklegt þykir að við það hafi stöðugleiki vélarinnar verið minni en annars. En staða skotlyftunnar kom í veg fyrir að vélin færi alveg á hvolf og á hús vinnuvélarinnar sem ökumaður- inn sat í. - ovd Ók með skotlyftuna uppi: Velti vinnuvél í Eyjum VINNUVÉLIN UTANVEGAR Í EYJUM Skot- lyftan með skóflunni var uppi og varnaði því að vélin færi alveg á hvolf. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Lech Walesa fékk gangráð Læknar í Houston í Bandaríkjunum komu í gær fyrir gangráði í Lech Walesa, fyrrverandi forseta Póllands, í þeirri von að hann þurfi þá ekki að fá nýtt hjarta. Walesa var lagður inn á sjúkrahúsið í Houston fyrr í vikunni til rannsókna. PÓLLAND Ellefta landgræðslufélagið Landgræðslufélag Hrunamanna var stofnað á mánudag og er það ellefta landgræðslufélag Íslands. Nýja félagið mun stuðla að uppgræðslu lands og stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu. UMHVERFISMÁL INDLAND, AP Nýfædd stúlka féll niður um klósett á járnbrautar- lest skammt frá Ahmabad á Indlandi á þriðjudaginn. Barnið fannst nærri tveimur tímum síðar heilt á húfi. Móðirin fór ein á klósettið þar sem barnið fæddist átta til tíu vikum fyrir tímann. Móðirin missti síðan meðvitund og barnið féll niður og lenti á milli járn- brautarteinanna. Ættingjar móðurinnar tóku í neyðarhemil lestarinnar eftir að hafa fundið móðurina meðvitundarlausa og hófst þá leit að barninu. Lögregl- an telur ekki ástæðu til að efast um sögu móðurinnar. - gb Móðir á Indlandi: Missti nýfætt barn sitt úr lest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.