Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 28
28 1. mars 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Notar þú ekki örugglega smokkinn? UMRÆÐAN Kynfræðsla Kynsjúkdómar eru stöðug ógn hér-lendis. Ástráður, Jafningjafræðslan í Reykjavík og FKB hafa því ákveðið að blása til vitundarvakningar um notkun smokksins. Langalgengasta leiðin til að fá kynsjúkdóma er með því að stunda kynlíf. Með kynlífi á ég við munnmök, endaþarmsmök og samfarir. Slímhúð við slímhúð. Einungis eru þekktar tvær leiðir til að komast hjá kynsjúkdómasmiti; skírlífi eða að nota smokkinn, rétt. Ef smokkur- inn rifnar, sem stundum gerist, getur kynsjúk- dómasmit átt sér stað sem og þungun. Þegar og ef fólk stundar kynlíf með nýjum félaga getur það ekki vitað hvort manneskjan er með kyn- sjúkdóm. Fólk getur borið með sér kynsjúkdóma án þess að finna fyrir einkennum sjúkdómsins, jafnvel í lengri tíma, og er því grunlausir smitberar. Gott ráð er því að fara í kynsjúkdómarannsókn áður en farið er að stunda óvarið kynlíf, ganga hægt en öruggt um gleðinnar dyr. Það er ekki öfundsverð aðstaða að þurfa að hringja í fyrrverandi bólfélaga og segjast hafa greinst með kynsjúkdóm og biðja þá um að fara í „tékk“, til öryggis. Né að gangast undir þær læknis meðferðir sem til þarf til að losna við kynsjúkdóma. Eitthvað er um að fólki finnist smokkurinn feimnismál, finnist óþægilegt að verða sér úti um hann og/ eða ræða notkun hans við bólfélagann. Þá má velta fyrir sér hvort manneskjan sé nógu þroskuð til að stunda kynlíf og bera þá ábyrgð sem kynlíf krefst. Niðurstaðan er að stundi fólk kynlíf á annað borð og vilji komast hjá kynsjúkdómum er eina ráðið að nota smokkinn. Nota smokkinn, og vera ekki feiminn að ræða þessi mál við bólfélagann. Og ef fólk hyggst sleppa smokknum að fara, bæði, í kynsjúkdómapróf, til dæmis á göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða hjá heimilislækni. Notar þú ekki örugglega smokkinn? Höfundur er félagi SEKS (Samtök einstaklinga um kynsjúkdóma). HRUND MAGNÚSDÓTTIR Laugavegi 53 • s. 552 3737 opið mánudag til föstudag 10-18 laugardag 10-17 Ný sending! Full búð af spennanndi vor-vörum D ómarar hér á landi, og þá sérstaklega hæstaréttar- dómarar, hafa þurft að verjast tvenns konar gagn- rýni af hendi núverandi dómsmálaráðherra. Annars vegar er það núverandi deila um það hvort dómar- ar séu að seilast um of inn á yfirráðasvæði fram- kvæmdavaldsins. Þetta á að gerast með þeim hætti að dómarar, og þarf af leiðandi dómsvaldið, vilji hafa um of að segja um ráðn- ingar annarra dómara. Hins vegar er það eldri og alþjóðlegri deila, sem snýr að því hvort dómarar séu að seilast um of inn á yfirráðsvæði löggjafa- valdsins. Það myndu þeir gera með lagatúlkun sinni í dóms- niðurstöðu sem færi lengra en lögin gefa til kynna. Svo langt í raun að þeir séu ekki í raun lengur að túlka lögin í úrskurðum sínum, heldur skrifa ný lög. Sum lög virðast þannig að það sé nauðsynlegt að þau séu opnari fyrir lagatúlkun en önnur lög. Má þar til dæmis nefna stjórnar- skrárbundin mannréttindi og mannréttindasáttmála. Á sama tíma verða til deilur um túlkanir á slíkum lögum, eins og sést hefur á umræðu um dómaþróun Mannréttindadómstóls Evrópu. Hætta er á að dómstólarnir fari inn á svið löggjafans í lagatúlkun sinni á óskýrum og ónákvæmum lagatexta, sem hluti mannrétt- indatexta er óhjákvæmilega. Það er ekki hægt að setja nákvæma útlistun á því hvað það þýðir til dæmis að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda og hvað í því felst fyrir dóm- stólana. Að þessu leyti má segja að nauðsynleg aðkoma dómstóla vegna mannréttindamála, auk friðhelginnar sem mannréttindi njóta, gangi jafnvel of langt í að takmarka vald löggjafans. Þegar rætt hefur verið um þrískiptingu ríkisvaldsins hér á landi, og stöðu hvers meiðs þess, sýnist flestum að staða fram- kvæmdavaldsins sé í raun of sterk. Gert er ráð fyrir þeirri meginreglu að löggjafinn semji lögin, framkvæmdavaldið fram- kvæmi lögin og dómsvaldið skeri úr um hvort lögum hafi verið framfylgt. Þeir sem telja að framkvæmdavaldið sé hér heldur sterkt benda á að raunverulegt valdsvið framkvæmdavaldsins sé æði sterkt miðað við löggjafarvaldið, þrátt fyrir að ríkið kallist þing- ræðisríki. Þetta megi meðal annars sjá á því að nánast öll fram- lögð frumvörp eru stjórnarfrumvörp. Nánast öll lög sem sam- þykkt eru voru stjórnarfrumvörp. Það er ekki þar með sagt að alþingismenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, geti ekki haft áhrif til breytinga á frumvörp, sérstaklega innan þeirra nefna sem þeir starfa í á þingi. Það breytir því ekki að frumkvæðið að nánast öllum lögum sem samþykkt eru hér á landi kemur frá framkvæmdavaldinu. Með það í huga er kannski hægt að velta fyrir sér hvort varð- staða löggjafarvaldsins gagnvart dómsvaldinu í því hversu langt þeir megi eða eigi að ganga í lagatúlkun sé í raun varðstaða lög- gjafans eða framkvæmdavaldsins til að verja þann lagatexta sem það samdi. Hvort sem það er framkvæmdavaldið eða löggjafarvaldið sem leggur til lagatextann er eðlilegt að gera þá kröfu að textinn sé sæmilega skýr og að dómarar þurfi ekki að leggjast í mikla rann- sóknar- og túlkunarvinnu til að komast að niðurstöðu um mein- ingu þeirra. Lögin geta þó aldrei orðið það skýr að aldrei komi til túlkun dómara. Það vilja allir valdið hafa. Varist á báða bóga SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Hálf Reykjavík var mætt til Brussel á þriðjudagskvöld- ið. Hjaltalín lék fyrir skrafi á opnun íslensku menningarhátíð- arinnar, Iceland on the Edge, í Bozar-listamiðstöðinni, ein- hverju mesta húsbákni sem undirritaður hefur villst inn í, og gestir gleyptu í sig hangikjöts- tartar og hákarl au vin brulé. Þrjár íslenskar sýningar voru opnaðar sama kvöldið og tveir íslenskir ráðherrar voru mættir, annar þeirra í fylgd tveggja lífvarða frá Evrópusambandinu. Íslensk menningarinnrás í Brussel var hafin, með pomp og pragt, myndlistar-, leik- og kvikmyndasýningum, tónleikum og upplestrum, og þrotlausri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland og íslenska menningu. Tuttugu belgískir blaðamenn höfðu mætt á skerið síðastliðið haust og spurt mannskapinn úr spjörum. Glæsilegt verkefni fór vel af stað. Allir sem veitingum gátu valdið voru mættir, með sitt „voila!“ og „ca veut dire“, og ráku sín konunglegu nef upp í landans geð og sín þaulæfðu augu inn fyrir fossatjöld Rúríar, að ljósmyndum Spessa og Kela, og myndböndum Ragga Kjartans og Gjörningaklúbbsins. Málara- meistarar vorir, Kjarval, Davíðsson og Guðni urðu því miður eilítið hornreka í þessu samhengi, hengdir upp á furðulegum og alltof litlum gangi lengst uppi á lofti. Sigling sígandi og hæg Samkvæmt fréttum nýtti forsætisráðherra ferðina til funda með forkólfum Evrópu- sambandsins. Sú staðreynd styrkti grun sem listamenn höfðu leikið sér með í vélinni fyrr um daginn: Hvers vegna Brussel? Jú, er ekki verið að hita upp fyrir aðildarumsókn að ESB? Íslenski menningarherinn er sendur inn til að fitla við menn og kitla konur svo þau mæti hlæjandi mjúk að samningaborði þegar þar að kemur. „Þegar þar að kemur“ virðist hins vegar óþarflega langt undan. Þeir sjálfstæðismenn sem spurðir voru hæfilega kæruleysislegra spurninga á opnun svöruðu æstir sem einn að málið væri ekki á dagskrá. Ekki einu sinni á menningardagskrá. Annaðhvort stefnir því í íhaldsstjórn XD og VG á komandi árum, með allt í bakkgír og enn hærri vöxtum, eða Sjálfstæðisflokkurinn mun sætta sig við verðandi hlut og halda áfram innrásinni í Brussel. Líklega benda krampakennd viðbrögð sjalla til þess að málið sé eldfimt í þeirra flokki, annaðhvort það eða formaðurinn hefur þegar ákveðið sig og enginn má segja frá því. Síðari möguleikinn er reyndar í anda hins hófstillta forsætisráð- herra. Hans sigling er síg andi hæg og varkár en virðist þó alltaf skila málum í höfn. Það hvarflar að manni að Geir hafi fyrir Íslands hönd þegar ákveðið að sækja um inngöngu í ESB, en bíði eftir því að umræðan heltaki flokkinn og málið verði sjálfsagt. Samkvæmt öllum teiknum virðist það ætla að verða fyrr en síðar. Hvar er gengið inn? Þá er bara spurning HVAR gengið er inn í ESB. Hin marg- slungna Brussel lumar á mörgum hurðum og anddyrum en ekki fundum við Halldór Guðmundsson innganginn í Evrópusambandið á rölti okkar um miðbæinn. Hann var enda truflaður nokkrum sinnum af blaðamönnum heima sem vildu vita allt um þá gleðifrétt sem braust út þennan dag þess efnis að Ísland verði fókusland á Bókamessunni í Frankfurt 2011. Að sögn diplómata hafa þýskir messumenn gengið á eftir okkur með grasið í skónum um árabil en það þurfti þýskumælandi handboltakonu með keppnisskap á ráðherrastól og ögn nútíma- legri samstarfsflokk til að skilja mikilvægi málsins; að það er hægt að sækja fram völlinn með annað en bolta í hönd. Til hamingju, Ísland. Annar kafli útrásar er því hafinn. Þeim fyrsta lauk með viðskiptamönn- um inni á klósetti að skoða sjálfa sig í spegli. Minnisvarðar fyrsta kaflans standa þó enn. Þetta er skrifað á herbergi 810 á Hótel Íslandi í Riga. Yfir skrifborðinu hangir falleg ljósmynd af Mývatni. Yfir rúminu vakir Jökulsárlón. Á hæðinni fyrir ofan standa ráðstefnusalirnir Óðinn og Freyja og niðri í lobbíi sýna klukkurnar tímann hér og heima og út af Restaurant Reykjavík ómar Friðrik Ómar. Skrúfi maður frá baðkrananum blasir við blátt vatn, á la Blue Lagoon. Út um gluggann blasir við borg sem stendur föstum fótum í ESB. Lettar eru um margt líkir Íslendingum. Lítil þjóð með stóra drauma og nýlendusögu á bakinu. Sauðsvartur almúgi í bland við bankamenn á Porsche- jeppum. Er ekki gott að vera í EB? spyr ég mitt fólk. „Bæði og“, segir það. „En það verður bara gott þegar við fáum loksins evruna.“ Hitað upp fyrir ESB HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Útrás Enn ein ferjan Sagt var frá því í vikunni að árið 2006 seldi ríkið Sæferðum ferjuna Baldur fyrir tæpar 38 milljónir, án þess að auglýsa hana til sölu. Stuttu síðar seldu Sæferðir ferjuna fyrir hundrað milljónir. Meðal ráðgjafa Sæferða voru Einar Hermannsson og Navís, þeir sömu og voru Vegagerðinni innan handar þegar Grímseyjarferjan var keypt. Þótt það klúður hafi verið á ábyrgð Sturlu Böðvars- sonar reyndi Kristján Möller samgönguráðherra að bjarga málinu í horn með því að skella skuldinni á Einar. Það mistókst. Kristján heggur ekki í sama knérunn í þetta sinn og hefur greinilega lítinn áhuga á að sitja aftur uppi með óhreina tauið frá Sturlu. Þess í stað heldur hann til á kontór bæjarstjórans í Kópavogi og maular snúða með góðri samvisku. Loksins góðar fréttir Það kom að því að Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra fengi tilefni til að flytja góðar fréttir – ekki aðeins eina heldur tvær. Á miðvikudag voru loðnuveiðar heimilaðar á ný og í gær gaf ráðherra leyfi fyrir rækjuveið- um í Arnarfirði. Eftir hver ótíðindin á fætur öðrum hefur sjálfsagt heyrst sigur öskur á skrifstofu sjávar útvegs- ráðherra þegar góðar fréttir rak loks á fjörur hans. VG gengur menntaveginn Ung vinstri græn halda stjórnmálaskóla fyrir ungt fólk á Akureyri í dag. Skólinn hefst klukkan 11 með erindi Steingríms J. Sigfússonar um stofnun og sögu hreyfingarinnar. Á hádegishléi verður svöngum róttæklingum boðið upp á pitsur. Klukkan 13 hefst skólastarf að nýju. Þá verður fjallað um stefnu VG og UVG, ungt fólk í pólitík og fundi og mótmæli. Líklega er Vinstrihreyfingin – grænt framboð eini stjórnmála- flokkurinn sem býður upp á skipulagða kennslu í mótmælum. Sem bendir til að ungliðahreyfing VG búi sig undir áframhaldandi stjórnarandstöðu. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.