Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 32
Um leið og þú sérð hana langar þig í hana. Hún air bara þannig. Fislétt: 1,36 kg Örþunn: 4–19,4 mm Sýningareintak er komið í verslunina að Laugavegi 182 32 1. mars 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 22. FEBRÚAR. Stormur eða gjörninga- veður? Nýjustu fréttir frá Íslandi fjalla enn um að Vilhjálmur ætli „að standa af sér storminn“. „Gjörningaveður“ væri kannski betra orð en „storm- ur“ í þessu tilviki. Össur vinur minn er búinn að æsa mannskapinn heldur betur upp með óborganlegum pistli um Gísla Martein á sínu fræga næturbloggi. Mikið er ég feginn að einhver úr þessari ríkisstjórn skuli leyfa sér, þó ekki sé nema stund og stund, að tjá sig eins og venjuleg manneskja í staðinn fyrir að herma eftir mör- gæsum í ráðherraleik. Grátbroslegast er þegar fólk held- ur að Össur skrifi þessa pistla öls við pel. Það er greinilega erfitt að trúa því að stjórnmálamaður skuli þora að tjá sig hreinskilnislega um pólitík ódrukkinn. LAUGARDAGUR, 23. FEBRÚAR. Auðmýkt og stærilæti Greint er frá því á fréttavefnum visir.is í dag að það sé Geir H. Haarde, formanni Flokksins, og Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur vara- formanni ekki að skapi að Vilhjálm- ur skuli ætla að halda áfram. „Þetta hefur visir.is eftir heim- ildar mönnum sem sagðir eru úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa reyndi að ná tali af for- manninum við opnun ljósmyndasýn- ingar í dag. Honum fannst dóna- skapur að vera spurður um þetta mál og svaraði ekki spurningum fréttamanns.“ Eitthvað sýnist mér vera farið að skorta upp á auðmýktina þarna hjá þessum þriðja æðsta starfsmanni þjóðarinnar og minni á að af dauða- syndunum sjö er hrokinn hættuleg- astur. Því ofar sem öldufaldurinn ber mann upp á ströndina þeim mun meiri auðmýkt þarf maður að temja sér gagnvart mannhafinu. Annars getur maður endað sem seðlabanka- stjóri. SUNNUDAGUR, 24. FEBRÚAR. Sunnudagsbíltúr á megin- landi Evrópu Þórir vinur minn hefur áhyggjur af því að ég rykfalli hérna við lykla- borðið. Hann kom og sótti mig í morgun og fór með mig í skoðunar- ferð til Terezín og Dresden. „Litla virkið“ (Malá pevnost) í Terezín eða Theresienstadt eru gamlar herbúðir sem Jósep II keis- ari lét reisa og nefndi í höfuðið á mömmu sinni, Maríu Theresu. Þegar herbúðirnar úreltust voru þær notaðar til að vista pólitíska fanga. Frægastur þeirra er Gavrilo Princip sem 28. júní 1914 hleypti af skotunum sem komu fyrri heims- styrjöldinni af stað þegar hann sallaði Franz Ferdínand erkihertoga og spúsu hans niður í Sarajevó. Princip sálaðist svo „úr berklum“ í klefa númer eitt í Terezín vorið 1918 – áður en stríðinu lauk. Í júní 1940 tók þýska öryggislög- reglan, Gestapo, við stjórninni í Ter- ezín og gerði Litla virkið að fanga- búðum og stóru herbúðirnar, þorpið Theresienstadt, að gettói eða sama- stað gyðinga sem millilendingu á leiðinni til Auschwitz eða annarra útrýmingarbúða. Og þarna var tekið til óspilltra málanna við misþyrm- ingar, morð og glæpi gegn mann- kyni þar til í maí 1945 þegar nasist- ar hörfuðu undan Rauða hernum. Við Þórir fórum um Terezín og skoðuðum Litla virkið. Veðrið var einstaklega fagurt. Sól- skin og nær 20 stiga hiti. Samt var eins og helkuldi ríkti þarna inni og sólin næði ekki að skína þarna inn. Við komum í lítinn garð umlukinn háum múrveggjum. Þar rann lækjar- sytra í gegn og á bakkanum stóð dáldill trépallur og á honum lítil þriggja þrepa trappa og þver tré yfir. Það tók mig nokkra stund að átta mig því að sem betur fer hafði ég aldrei séð alvöru gálga áður. Þarna voru þeir hengdir sem ekki voru skotnir eða barðir eða sveltir til dauða. Handan við múrinn varð and- rúmsloftið hlýrra. Við vorum komn- ir út úr fangabúðunum sjálfum og yfirgáfum svæðið með því að ganga í gegnum íbúðahverfi starfsfólksins sem vann við að kvelja og tortíma þeim sem bjuggu hinum megin við vegginn. Þar var útisundlaug og allt skipulag bar vott um mikla snyrti- mennsku og hagsýni. Æ, þetta var óþægileg en þörf áminning. Prívat og persónulega finnst mér að útskriftarferðir skóla- nema eigi fremur að hafa viðkomu á stöðum eins og Terezín en á sólar- ströndum Suðurlanda. Því miður væri það fullmikil bjartsýni að ætla að mannlegt eðli hafi tekið grundvallarbreytingum frá því á miðri síðustu öld. Þess vegna verðum við að gefa því gaum hvernig valdi er beitt í umhverfi okkar. Jafnvel þótt við búum sund- laugarmegin við múrvegginn. Hálftíma eftir að við Þórir yfir- gáfum Terezín vorum við hand- teknir af vopnaðri lögreglu. Engin gæsla er á landamærum Tékklands og Þýskalands en fljótlega eftir að við vorum komnir yfir fjöllin og niður í þýska sveit urðu lögreglu- menn á vegi okkar sem gáfu okkur merki um að stoppa og báðu okkur síðan um að sýna skilríki. Það var ónotaleg tilfinning að vera stöðvaður af vopnuðum þýsk- um lögreglumönnum – verandi nýkominn frá Theresienstadt. Þeir létu það þó gott heita lög- reglumennirnir þegar Þórir sagðist vera íslenskur ræðismaður í sunnu- dagsbíltúr. Mér fannst reyndar skrýtið að þeir skyldu trúa honum því að í mínum augum lítur hann út fyrir að vera að minnsta kosti sendiherra. Kvöldmatinn okkar borðuðum við í Dresden sem iðar af mannlífi og uppbyggingu. Þangað ætti borgar- stjórn Reykjavíkur að drífa sig í kynnisferð til að sjá hvernig með góðu skipulagi og útsmognum arkí- tektúr er hægt að samræma gamalt og nýtt og reisa úr rústum menn- ingu og verðmæti sem skemmdar- skrín eyðilögðu á öldinni sem leið. Þarna hefur tekist að byggja upp lif- andi borgarmiðju og fagurt mannlíf í fögru umhverfi. Ótrúlegt að vera í miðri Evrópu og borða kvöldmatinn sinn utanhúss í 15 stiga hita í febrúarmánuði. ÞRIÐJUDAGUR, 26. FEBRÚAR. Samstarf með munkum Landar mínir hérna í Prag keppast við að sýna mér ræktarsemi. Í dag kom Jón Ragnarsson veitingamaður í heimsókn og mátti ekki heyra minnst á annað en ég gerði mér dagamun og færi með honum að skoða eitt af mörgum glæsihótelum sem hann rekur í samvinnu við Valdimar son sinn. Jón er fundvís á merkilega staði. Hann rak Valhöll á Þingvöllum og nú er hann farinn að reka glæsihótel í samstarfi við munkana í hinu forna Strahov-klaustri rétt við Borgar- virkið í Prag. Þrátt fyrir samstarfið við munkana og klaustrið er ekki hægt að segja að Jón sé sestur „í helgan stein“. FIMMTUDAGUR, 28. FEBRÚAR. Klapp á kollinn Björn Bjarnason klappar Héraðs- dómi Reykjavíkur á kollinn fyrir góða frammistöðu í meiðyrðamáli ræðismanns El Salvadors og blaða- fulltrúa Impregilo á hendur kjaft- forum bloggara og segir dóminn „ekki koma sér á óvart“. Og svo bætir dómsmálaráðherr- ann við – væntanlega til leiðbein- ingar fyrir Hæstarétt: „Ég tel æskilegt, að einnig verði látið reyna á ábyrgð þeirra, sem halda úti síðum, þar sem nafnleys- ingjar geta vegið að samborgur- um sínum með hvers kyns óhróðri og svívirðingum.“ Auðvitað er takmarkið að þjóð- félagsumræða fari fram á kurteis- an máta án upphrópana og illyrða – en umræða án borgaralegrar sið- fágunar, menntunar og greindar er betri en engin umræða og ótta- slegin þögn. Og það er frumstætt að halda að hlutverk dómstóla skuli vera að kenna alþýðunni mannasiði. Þetta hefur verið góð vika. Vond veðurspá fyrir helgina. Gott veður til skrifta. Sunnudagsbíltúr á meginlandi Evrópu Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um baráttu lífs og dauða, hroka og stærilæti, nasistafangelsi, viðskipti við þýsku lögregl- una og fagurt mannlíf í fögru umhverfi. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.