Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 50
● hús&heimili Íslenskir hanar eru tignarlegir. Í sumar verður lítil verslun við Ásgarð með hana og fleiri fugla. Ásgarður heitir húsið þeirra Bjarna og Sigríðar og er eitt það elsta á Hvols- velli, byggt 1927. Það stendur í gróð- ursælu umhverfi skammt frá Stór- ólfshvolskirkju og í kring eru níu sumarhús, auk gamla skólastjóra- bústaðarins sem nefnist Kornhúsið. Þarna ætla þau hjón að reka ferða- þjónustu í sumar, ásamt hestaleigu á Torfastöðum. Húsið er innréttað í vík- ingastíl með stórbrotnum útskurði Er- lends Magnússonar. „Vinir okkar kalla þetta „litlu Svíþjóð“ enda líkist þetta sænskri skógarstúku,“ segir Bjarni og nefnir að þau hjón hafi búið í Svíþjóð í nítján ár og eigi hús utan við Uppsali. Bjarni ólst upp í Ölfusi en Sigríður í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann er menntaður í hugrænni atferlisfræði og hún kennari. Bæði starfa að þróunar- verkefni hjá Skólaskrifstofu Suðurlands sem hófst 2006 og snýst um úrræði fyrir börn úr sunnlenskum skólum. Gaul- verjaskóli er miðstöð þessa verkefnis. „Í Gaulverjaskóla eru börn bæði í hefð- bundnum greinum og fá þjálfun í ART sem er félagsfærni, sjálfsstjórn og sið- fræði. Þau eru keyrð þangað daglega í skólabíl í eina til tvær annir og eftir það fá þau eftirfylgni í sínum heimaskól- um enda eru kennarar þar að þjálfa sig líka í sömu fræðum. Þetta virkar vel og gefur okkar unga fólki nýtt tækifæri,“ segir Bjarni. Hann segir stefnuna þá að í framtíðinni geti hinir hefðbundnu sunnlensku grunnskólar tekið á þessum málum með hjálp þeirrar kunnáttu sem nú sé að breiðast þar út. Bjarni og Sigríður eru ánægð með að vera komin heim. „Við höfum reynd- ar komið heim á sumrin og verið far- arstjórar hjá Eldhestum. Höfum alltaf haft gaman af ferðaþjónustu og þó sumt sé okkur framandi á Íslandi eftir nítján ár ytra þá þekkjum við fjöllin.“ - gun Það var Erlendur Magnússon sem innréttaði Ásgarð. Handverk hans sést víðar á Suðurlandi svo sem í Skíðaskálanum Hveradölum, Eden og Hótel Geysi. Stofan á heimilinu er hlýleg. Una sér vel í Ásgarði ● Bjarni Bjarnason meðferðarfræðingur og Sigríður Þorsteins- dóttir kennari fluttu heim frá Svíþjóð á síðasta ári eftir nítján ára búsetu þar. Þau hafa komið sér fyrir í fornfrægu skólahúsi á Hvolsvelli en á daginn sinna þau sunnlenskum börnum. Eldurinn logar glatt í arninum hjá Bjarna. Bjarni og Sigríður starfa saman í sérstöku verkefni í Gaulverjaskóla. Ásgarður er eitt elsta hús Hvolsvallar en ber aldurinn vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. MARS 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.