Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 1. mars 2008 43 A nders Graff hefur verið edrú í rúm þrjú ár, eða réttara sagt 9. febrúar síð- astliðinn voru þrjú ár síðan hann varð edrú. Hann hefur búið sér gott og edrú líf á Íslandi og er nýkominn úr leyfi í Svíþjóð þar sem hann hélt upp á þriggja ára afmælið, edrú í þrjú ár! Anders fór meðal annars á AA-fund í heimaborginni sinni, Landskrona, til að halda upp á afmælið. Lovísa Christiansen, forstöðu- kona í Krýsuvík, tók á móti Anders í Krýsuvík fyrir þremur árum og hugsaði með sér þegar hún sá hann fyrst að nú væru Svíarnir farnir að senda þangað fólk til að deyja. „Hann var svo illa farinn þegar hann kom hingað að hann gat ekki gengið en hann er þvílíkt krafta- verk í dag,“ segir hún. Engin tré Anders lýsir því þegar hann kom fyrst til Íslands. Hann kom hingað í hálfgerðum hríðarbyl og leist ekkert á umhverfið, vildi helst bara fara heim aftur. „Þegar ég vaknaði morguninn eftir var snjór- inn farinn og þegar ég leit út um gluggann minnti landslagið á tungl- ið, engin tré að sjá neins staðar, engir fuglar, ekkert líf. Það var hræðilegt. Ég hugsaði bara með mér, hvað í fjandanum er ég að gera hérna?“ Anders þekkti ekki til AA-sam- takanna á þessum tíma en í Krýsu- vík kynntist hann tólf sporunum og AA. Hann byggði smám saman upp krafta til að taka þátt í daglegu lífi, sinna verkefnum og fara út að ganga. „Ég fór ekki út úr skólanum í mánuð. Ég gat ekki gengið óstudd- ur og vildi ekki fara út en svo kom að því að ég varð uppiskroppa með afsakanir. Þau tóku undir hendurn- ar á mér og við fórum í göngutúr í 40-50 mínútur sem venjulega hefði tekið fimm mínútur. Eftir einn og hálfan mánuð fór ég að fá ýmis verkefni og smám saman komst ég til lífsins aftur.“ Anders ákvað að búa á Íslandi þar til hann væri kominn vel á fæt- urna í sinni edrúmennsku. Það hefur gengið vel. Hann hefur tekið ökuprófið aftur, fengið sér íbúð og vinnu. Hann byrjaði fyrst að vinna við uppvask á Hótel Reykjavík Centrum árið 2005 og vann þar í nokkra mánuði og hefur svo fikrað sig áfram í starfi. Hann hefur nú starfað við byggingavinnu og sem rafvirki um nokkurt skeið. Síðasti Svíinn Anders segist eiga Krýsuvík og Íslandi líf sitt að þakka. Hann segir að viðhorfin gagnvart alkóhólist- um séu allt önnur hér en í Svíþjóð og miklu jákvæðari. Íslenskir atvinnurekendur taki því með jákvæðum hætti þegar hann segi sögu sína, komi til móts við sig og hvetji sig áfram. Einn vinnuveit- andi kalli sig „my hero“. Viðhorfin í Svíþjóð séu hins vegar: „Hvern fjandann ert þú að gera hér?“ Svíar geti lært af Íslendingum að hafa jákvæð viðhorf. Anders er síðasti Svíinn sem hefur komið í meðferð í Krýsuvík. Með- ferðarheimilið tók á móti fjölmörg- um Svíum fyrir nokkrum árum en eftirspurnin var svo sveiflukennd og Lovísa segir að sér hafi þótt svo miður að geta ekki nýtt auð pláss til að taka Íslendinga í meðferð að ákveðið hafi verið að hætta að taka á móti Svíum þegar fjármögnun hafi fengist í staðinn. Hún finni hins vegar fyrir vaxandi eftirspurn frá Svíþjóð núna. Í Stokkhólmi er starfandi AA- hópur, fyrrverandi skjólstæðingar Krýsuvíkur, sem hittast einu sinni í viku. Þeir, sem lengst hafa verið edrú, hafa verið það í sjö ár. Kraftaverk úr Krýsuvík SÍÐASTI SVÍINN Anders Graff var síðasti Svíinn sem hefur komið í meðferð í Krýsuvík. Hann kom hingað til lands fyrir þremur árum illa farinn af drykkjuskap en hefur haldið sér edrú og náð að fóta sig og byggja upp gott líf á Íslandi. Hann er rafvirki að mennt og starfar sem slíkur hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Anders Graff var við dauðans dyr þegar hann kom til Íslands fyrir þremur árum svo illa farinn af drykkju að hann gat varla gengið, líkaminn al- veg búinn. Anders segist eiga Krýsuvík og Íslandi líf sitt að þakka. Hann starfar nú sem rafvirki í Reykjavík. Guðrún Helga Sigurðardóttir spjallaði við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.