Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 84
60 1. mars 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Skemmtilegir tónleikar fara fram í Þorgeirs - kirkju í dag og í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun. Þar koma fram þeir Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Tatu Kantomaa harmóníkuleik- ari og leika lauflétta en um leið blóðheita og safaríka efnisskrá. Hjörleifur Valsson lauk einleikaraprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993, þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatoríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár auk þess að leika með ýmsum kammerhópum og hljómsveit- um þar í borg. Hjörleifur hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu og starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostrop- ovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap svo einhverjir séu nefndir. Hjörleifur hefur samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margoft tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur er mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og kemur víða við sem fiðluleikari auk þess að kenna fiðluleik við tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann leikur á fiðlu smíðaða af Antonio Stradivari frá árinu 1732, sem er í eigu Ingunnar G. Wernersdóttur. Tatu Kantomaa hefur leikið á harmóníku frá unga aldri. Hann nam fyrst hjá Veikko Ahvenainen en síðar hjá Viktor Kouzovlew sem kenndi við tónlistarskólanum í Jyvä- skylä. Tatu hefur haldið fjölda tónleika víða um heim frá ellefu ára aldri, meðal annars í Bandaríkjunum, Finnlandi, Japan, þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Hann hefur auk þess komið fram í útvarpi og sjónvarpi í mörgum löndum, spilað í leikhúsi og gefið út nokkra geisladiska. Tatu hefur búið á Íslandi með hléum frá 1996 þar sem hann hefur bæði kennt og spilað á harmóníku. Tatu hefur þar að auki leikið með Caput-hópnum og með hljómsveitunum Rússíbönum og Tangósveit lýðveldisins. Tónleikarnir hefjast kl. 15 báða dagana og er miðaverð 2.000 kr. Safarík efnisskrá fiðlu og nikku Vert er að benda á athyglisverða myndlistar- sýningu sem var opnuð nýlega á Café Cultura, Hverfisgötu 18. Á sýningunni má líta olíumálverk eftir listamanninn Vojkan Granicarski sem hefur verið búsettur á Íslandi síðan árið 2000. Vojkan er fæddur árið 1975 í Vrsac í Serbíu. Hann er kvæntur og á eina dóttur. Myndirnar eru gerðar á sama tíma og listamaðurinn var að aðlagast lífi í íslensku samfélagi. Myndirnar fjalla því öðrum þræði um nýtt umhverfi og aðlögun að nýjum aðstæðum. Vojkan hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á myndlist og tók á árum áður þátt í samkeppnum fyrir unga listamenn í Serbíu og vann til margra verðlauna. Síðan hann flutti til Íslands hefur hann haldið áfram að leggja stund á myndlist og meðal annars stundað nám við Myndlistarskólann í Reykjavík hjá Hilmari Guðjónssyni. Það er ekki á hverjum degi sem listræn sýn nýrra Íslendinga ber fyrir augu og því er ástæða til að hvetja áhugasama um að láta sýninguna ekki framhjá sér fara. - vþ Málverk Vojkans CAFÉ CULTURA Myndlist í Alþjóðahúsinu. Kl. 14 Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika í Norræna húsinu í dag kl. 14. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Haydn, Salieri og Beethoven meðal annarra og því ættu aðdáendur þessara tónskálda ekki að láta tónleikana framhjá sér fara. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn. Tvær áhugaverðar ljós- myndasýningar voru opnaðar um síðustu helgi í Gerðarsafni í Kópavogi. Annars vegar árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands og hins vegar sýning Páls Stefánssonar sem ber nafnið XXV X2. Nokkuð hefur borið á umfjöllun um sýningu Blaðaljósmyndarafélags- ins í fjölmiðlum og skyldi engan undra, enda er þar á ferðinni skemmtileg sýning sem inniheldur listfengar ljósmyndir af mörgum þeim atburðum og manneskjum sem voru efst á baugi á liðnu ári. Sýning Páls er ekki síður áhuga- verð, en á henni gefur að líta myndir sem Páll hefur tekið undan- farna tólf mánuði. „Ég er lítið gefinn fyrir að líta til baka og því kom fátt annað til greina þegar ég var beðinn um að setja hér upp sýningu en að sýna nýjustu myndirnar mínar. Því miður á ég engar myndir af morgundeginum, annars hefði ég líkast til viljað sýna þær,“ segir Páll og hlær. Páll tekur myndir fyrir tímarit Icelandair, Atlantica og myndir af heimsminjum fyrir UNESCO. Það gefur því auga leið að hann ferðast töluvert í tengslum við starf sitt og hefur því tækifæri til að mynda framandi landslag og menningar- heima. En er ekkert erfitt að ferð- ast svona mikið? „Ég hef verið alveg laus við flug- þreytu og því taka þessi ferðalög ekkert á mig. Á síðasta ári ferðað- ist ég meðal annars til Kína, Kam- erún, Kópaskers, Kænugarðs og Malí, svo einhverjir staðir séu nefndir. Það er alltaf jafn gaman að koma á nýja staði og fá tækifæri til að festa ný viðfangsefni á filmu.“ Myndir frá Afríkulöndum eru nokkuð áberandi á sýningu Páls. Hann segir góða og gilda ástæðu fyrir því. „Ég er með Afríku á heil- anum. Fólkið þar er svo glaðvært og glatt og laust við tilgerð og því er einstaklega gaman að mynda það. Á Vesturlöndum er gjarnan dregin upp afar neikvæð mynd af Afríku; okkur er bara sýnd hungurs- neyð, stríð og volæði. Mig langar til þess að sýna aðra og jákvæðari hlið á álfunni með myndunum mínum.“ Páll hefur ekki enn gengið staf- rænu byltingunni algerlega á hönd og kýs heldur að taka myndir á filmu. „Mér finnst filman einfald- lega betri. Stafrænar myndavélar eru fínar þegar maður er að taka myndir fyrir dagblöð og slíkt, en ef mann langar til að geta stækkað myndirnar mikið upp til að gera bækur og sýningar er varla hægt að líkja þessu tvennu saman hvað gæði varðar,“ segir Páll að lokum. vigdis@frettabladid.is Með Afríku á heilanum VIÐ STÆRSTU LEIRBYGGINGU Í HEIMI Í MALÍ Vísanir í íslenskar íþróttahetjur birtast greinilega á ólíklegustu stöðum. MYND/PÁLL STEFÁNSSON Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni á Þjóðminjasafni Íslands á morgun að bjóða sér- staka barnaleiðsögn um grunnsýn- ingu safnsins kl. 15. Það verður Helga Einarsdóttir safnfræðslu- fulltrúi sem annast leiðsögnina og mun hún fræða börnin um 1200 ára sögu þjóðarinnar. Ferðalagið hefst í skipi landnámsmanna á 9. öld en útlínur þess má sjá á gólf- inu þegar gengið er inn á grunn- sýningu safnsins. Meðal annars sem verður skoð- að er 800 ára gamall skór, dular- fullur álfapottur, Valþjófsstaða- hurðin, beinagrindur, hringabrynja og galdramunir. Helga mun ræða við börnin um það sem þau sjá en ýmsar spurningar vakna frammi fyrir gripum úr fortíðinni. Á Þjóð- minjasafninu eru til dæmis alls konar spennandi sverð, axir og spjót sem eru um þúsund ára gömul. En hvers vegna þurftu landnámsmennirnir að hafa svona mikið af vopnum? Börnin fá líka að hlusta á frá- sögn barns úr fortíðinni en í Þjóð- minjasafninu er hægt að ná „síma- sambandi“ við lítinn landnámsstrák og fleiri skemmtilega krakka. Safnfræðsla Þjóðminjasafnsins stendur fyrir öflugu barnastarfi og er ýmislegt í boði fyrir börn á safninu. Stefnt er að því að auka framboðið enn frekar og er barna- leiðsögnin á sunnudaginn liður í því. Börn eru alltaf velkomin í Þjóð- minjasafnið, það verður skemmti- legt á sunnudaginn og fjölskyldu- fólk er hvatt til fjölmenna. - vþ Börnin frædd um þjóðlegan arf BÖRNIN FRÆÐAST Allir aldurshópar skemmta sér vel á Þjóðminjasafninu. TATU KANTOMAA Harmóníkuleikari með meiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.