Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 90
66 1. mars 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Dásamleg vorleg og sexí nærföt í fölgrænu og bleiku frá Systrum, Laugavegi. La Base Pro frá Lancôme – til að setja undir farða svo að húðin ljómi og verði ger- samlega fullkomin. OKKUR LANGAR Í … Ármúla 22 • 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • www.skrifstofa.is Opnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 HÅG Capisco er margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa að vinna við hæðarstillanleg rafmagnsskrifborð. Það er mjög auðvelt að sitja í mjög lágri stöðu upp í það að vera hálfstandandi. Capisco skrifstofustóllinn er með10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu BR O S 01 37 /2 00 7 Hönnuður Peter Opsvik Capisco er heilsuvænn vinnufélagi Tilboðsverð frá kr. 78.273.- DÝRSLEGT Jean- Paul Gaultier not- aðist við dýraskinn og pelsa í öllum flíkum. Frumlegheit voru í fyrirrúmi hjá helstu hönnuðum sem sýndu á tískupöllum Parísarborgar. Balmain var með rokkuð glansefni, Nicolas Ghésquiere hjá Balenciaga sló aftur í gegn með framúr- stefnulegum sniðum og Vivienne Westwood fékk grunnskóla- krakka til að teikna á efnin. Jean-Paul Gaultier stuðaði dýra- verndunarsamtök með því að senda fyrirsætur íklæddar pelsum og skinni frá toppi til táar, nýstjarnan á svæðinu, Gaspard Yurchievich, var með dásamlega síða draumkennda kjóla og John Galliano heillaði áhorfendur með litríkri sixtíssýningu. Hér gefur að líta hápunkta vikunnar. - amb HAUST 2008 Á TÍSKUVIKUNNI Í PARÍS C‘EST CHIC! SIXTÍS Dúkkulegt útlit og skærir litir hjá John Galliano fyrir Dior. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Chanel listsýning í Hong Kong Risastór innsetning kostuð af tískuhúsinu Chanel var opnuð í Hong Kong í fyrradag í hvítu geim-legu rými. „Hong Kong er svo orkumikil borg,“ sagði Bruno Pav- losky, yfrmaður tískudeildar innar. Í rýminu er að finna sýningar á verkum tuttugu alþjóðlegra listamanna en þau eru öll byggð á hinni frægu 2,55 Chanel-tösku. Gólf sýningarrýmisins, sem er hannað af Zöhu Hadid, er þakið risavöxnum kamelíublómum og í loftinu fljóta um kristalsský eftir Lori Cecchini og Michael Lim. Meðal annarra listamanna eru ljósmyndarinn Araki, rússneski gjörningahópurinn Blue Noses og Yoko Ono. Aðaltískuviku ársins lýkur nú um helgina en hún er að sjálfsögðu í höfuðborg tískunnar, París. Af um sex hundruð sýningum sem áttu sér stað í haust er líklegt að einungis fjórar eða fimm hafi gífurleg áhrif á tískustrauma almennings næsta árið og nokkrar sýningar eru iðulega dæmdar „must-see“ af tískuspekúlöntum. Af slíkum má nefna sýningar Balenciaga og Christian Dior. Balenciaga er eftirsóttasta tískumerki heims um þessar mundir eftir að hönnuðurinn Nicolas Ghésquiere settist við stjórnvölinn fyrir um tveimur árum. Hann fær alltaf gífurlegt lof frá gagnrýnendum fyrir frumleg snið og efni. Glansandi leggings sem sjást nú um allar trissur hefðu aldrei verið vinsæl nema fyrir línu Ghésquieres fyrir um tveimur árum, túlípana- pils og víðar kápur hefðu heldur aldrei litið dagsins ljós. Svokallaðar „goucho“ buxur eru komnar í allar búðir um þessar mundir í kjölfar síðustu haust- og vetrarlínu hans. Svo eru það „fetish“ skórnir sem hann kom fyrst með en eftirlíkingar eru farnar að birtast í almennum skóbúðum. Í þetta sinn sýndi þessi magnaði hönnuður okkur einhvers konar blöndu austrænna og vestrænna áhrifa og var búinn að mýkja ímynd Balenciaga ögn með kvenlegum svörtum kokkteilkjólum og þröngum hnésíðum pilsum við jakka í grafískum mynstrum. Mikið bar á undarlega sniðnum kjólum úr gúmmíkenndum efnum sem eru ef til vill tilraun til að færa okkur fram á geimöld. Skór voru enn í undarlegri kantinum og voru himinháir með þríhyrndum perspex- hæl, og fyrirsætur voru skreyttar með stórum glitrandi armböndum og hálsfestum. Nú er bara að bíða í svona sirka ár til að sjá þetta allt saman endurspeglast í ódýrari merkjum. Önnur stórsýning Parísar- borgar var John Galliano fyrir Dior en þar gaf að líta einhvers konar Valley of the Dolls-keim. Fyrirsætur voru klæddar í marglita sixtískjóla með túberað hár og dúkkulega augnmálningu. Það sem vakti mesta athygli var, ef frá var tekin hin ýkta málning og hár- greiðsla, að fötin voru, ólíkt mörgum fatnaði frá Gallianos, einstak- lega klæðileg – stuttir jakkar með A-línu pilsum, bryddingar úr minkaskinni og fallegir litir. Fylgihlutir eins og dásamlegar töskur úr litríku leðri voru áberandi á pallinum enda veit Galliano að töskurnar færa mestan pening í kassann. Ghésquiere og gúmmikjólarnir RÓMANTÍSKT Fjólublátt og gult hjá Gaspard Yurchievich. KVENLEGT Falleg en frumleg snið hjá Nicolas Ghésquiere fyrir Balenciaga. ÞAÐ SEM KOMA SKAL Rauður kjóll úr glansandi gúmmíefni hjá Balenciaga. ROKKAÐ Stuttir og sexí kjólar hjá Balmain. Dömulega sanseraða hælaskó með slaufu frá Erotokritos, fást í Trilogiu, Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.