Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 2. mars 2008 — 61. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÍVAR OG BRYNJAR Sport mars 2008 [ SÉRBLAÐ FR ÉTTABLAÐSIN S UM ÍÞRÓTTI R ] ENZO ZIDANE VERÐUR HANN BETRI EN PABBI? RORY MCILROY GETUR ORÐ IÐ HRIKALE GA GÓÐUR STEVE COPPELL ERU LYKILMENN ER LEYNIVO PNIÐ ÞJÁLFARI LOTTOMAT ICA: JÓN ARNÓR VERSTU MEIÐ SLI ÍÞRÓTTASÖGU NNAR FY LG IR Í D A G 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 16 FÓLK Útvarpsmaðurinn Hermann Gunnarsson er einn stofnenda Félags íslenskra grjónapunga, sem á rætur sínar að rekja til Kaffi Traðar. Meðlimir í félaginu hafa hist í hádeginu, alla virka daga, síð- astliðin fjörutíu og fimm ár og snætt saman. „Upphafið var nú bara þannig að við vorum nokkrir stráklingar, sem voru flestir að vinna niðri í bæ, sem nenntum ekki heim í hádeginu,“ segir Hemmi. Íþróttaáhugi tengdi þá flesta saman í upphafi, en Hemmi segir það síður en svo vera inngönguskilyrði að tilheyra íþróttafélagi. Hópurinn samanstendur í dag af um átján mönnum, sem allir þurfa að gangast undir stífar reglur félagsskapsins, „eins og að vera alltaf í góðu skapi og ræða aldrei leiðindamál,“ útskýrir Hemmi. Síðustu tíu árin hefur hópurinn haldið sig á Humarhúsinu, þar sem kokkar matreiða sérstaklega ofan í grjónapungana ekta mömmumat í hverju hádegi. - sun / sjá síðu 30 Hermann Gunnarsson er einn meðlima í Félagi íslenskra grjónapunga: Snæða saman í hverju hádegi HERMANN GUNNARSSON Hemmi er einn stofnenda Félags íslenskra grjónapunga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA -3 ÉL SUÐVESTANLANDS Í dag verð- ur austan strekkingur eða allhvasst sunnan og vestan til, annars hæg- ari. Él á landinu suðvestanverðu, annars úrkomulítið. Frost 0-9 stig. VEÐUR 4 -4 -5 -6 -5 Bændur vilja hækka verð Bændur munu mæla fyrir hækkun á afurðaverði á Búnaðarþingi. Forseti ASÍ varar við hækkunum sem leiði til verðbólguhækkunar. Kemur með tvöföldum þunga á fólk, segir formaður Neytendasamtakanna. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Margir vilja ekki kvarta Mikil fjölgun innflytjenda hér á landi hefur leitt til aukinna fordóma gagnvart þeim, segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. 16 HÆTT AÐ LEIKA Leikkonan ástsæla Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir ætlar að snúa frá leiknum og er orðin verkefnastjóri Viðeyjar. VIÐTAL 14 LANDBÚNAÐUR Á Búnaðarþingi sem hefst í dag munu bændur leggja fram ályktun þar sem meðal ann- ars verður farið fram á að vanda þeirra vegna hækkunar á verði aðfanga verði mætt og þá líkleg- ast með vöruhækkunum. „Við munum leggja mesta áherslu á að menn viðurkenni þær breytingar sem eru að eiga sér stað í kringum okkur og við verð- um að grípa til þeirra ráða að hækka afurðaverð, sem þýðir náttúrlega hækkað vöruverð. Við vitum þó mætavel að þetta eru óþægileg skilaboð en það er ekki annað hægt í þessari stöðu,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann segir að verð á áburði, korni, fóðurplöntum, sáðvörum og eldsneyti hafi hækkað gríðarlega undanfarið ár og í nágrannalönd- unum hafi þessu verið mætt nú þegar með hækkandi afurðaverði. „Ég dreg það ekkert í efa að verð á rekstrarvörum fyrir bændur hefur hækkað og það er auðvitað ekki langsótt að það muni leiða til hækkana,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „En það er vissulega áhyggjuefni því allar hækkanir hafa áhrif á verðbólguna og það hefur áhrif á alla, líka bændur.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það skiljanlegt að afurðaverð hækki vegna þessa. „En ég vona að menn stilli öllu slíku í hóf því þær munu koma með tvöföldum þunga á fólk, annars vegar með dýrara matar- verði og síðan meiri verðbólgu og þar með hækkun á skuldum heim- ilanna.“ Sveinn Ingvarsson, fyrsti vara- formaður Bændasamtakanna, segir að hugsanlega geti stjórn- völd komið að þessu svo að skað- anum sem bændur hafi orðið fyrir vegna þessarar þróunar verði ekki mætt með verðhækkun. - jse HLÁTUR OG GRÁTUR Valsmenn fagna hér eftir frækinn sigur gegn Fram í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í Laugardalshöll í gær. Einn lítill Valsmaður, Einar Benedikt Ólafsson, virðist þó ekki vera alfarið sáttur og lætur föður sinn, Ólaf Hauk Gíslason markvörð Vals, vita af því. Í kvennaflokki léku Stjarnan og Fylkir til úrslita og höfðu Garðabæjarstúlkur betur. Sjá síðu 26 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAKKLAND Breskur maður neyddist til að hætta við göngu heimsálfa á milli vegna þess að hann skildi ekki frönsku. Hinn 28 ára Mark Boyle ætlaði að ganga peningalaus frá Eng- landi til Indlands til að sanna að hægt væri að lifa án peninga, sem hann segir illa, og áætlaði að ferðin myndi taka tvö og hálft ár. Eftir mánuð var hann kominn til Calais í Frakklandi. Þar þurfti Boyle að snúa við þar sem hann talar ekki frönsku. „Ekki er nóg með að enginn hafi talað ensku,“ sagði Boyle, „heldur litu allir á mann sem afætu og það er einmitt sá hugsunarháttur sem ég vildi uppræta.“ - sh Skildi ekki frönsku og fór heim: Tungan vafðist fyrir ferðalangi VIÐSKIPTI Hjón sem keyptu íbúð í Norðlingaholti hafa kært fast- eignasalann fyrir að hafa ekki notað peninga frá þeim til að aflétta gömlu 23 milljóna króna veði á íbúðinni. Fasteignasalinn segist hafa gert mistök. Lögmaður hjónanna segir athafnir fasteignasalans ekki geta hafa verið af misgáningi. - gar / sjá síðu 4 Hjón kæra fasteignasala: Aflétti ekki veði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.