Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 4
4 2. mars 2008 SUNNUDAGUR 8 vikna aðhald fyrir konur! 8 vikna aðhald fyrir konur hefst 4.mars. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-18. Frjáls mæting í aðra tíma og í tækjasal. Skráning í síma: 567-6471 MARKAÐSMÁL Glitnir var valið markaðsfyrirtæki ársins 2007 af fagfólki í markaðsmálum í könnun sem Capacent gerði fyrir Ímark. Þetta er annað árið í röð sem Glitnir hlýtur heiðurinn. Niðurstaðan var kynnt á Íslenska markaðsdeginum á föstudag. „Við sem vinnum að markaðs- málum erum mjög gagnrýnin á störf hvert annars, einmitt þess vegna er þetta mjög mikil viðurkenning fyrir markaðsfólk Glitnis,“ er haft eftir Bjarneyju Harðardóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og einstaklingssviðs Glitnis, í tilkynningu frá fyrir- tækinu. - sh Markaðsfyrirtæki ársins 2007: Glitnir sigraði annað árið í röð HEILBRIGIÐISMÁL Niðurstöður könnunar Capacent Gallup á högum eldri borgara í Reykjavík, áttatíu ára og eldri, benda til að þeir séu ánægðir með aðstæður sínar og þá þjónustu sem þeir fá. Í tilkynningu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér kemur fram að stærsti hluti svarenda telur sig ekki búa við félagslega einangrun og segist eiga í góðum og reglulegum samskiptum við ættingja og vini. Rúmlega þriðjungur svarenda tekur þátt í félagsstarfi eldri borgara og um fjórðungur þeirra tekur einnig þátt í annars konar félagsstarfi. Í úrtaki könnunarinnar voru 1.000 Reykjavíkurbúar og var svarhlutfallið 58,8 prósent. - aá Félagslyndir og virkir: Ánægðir eldri borgarar VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 6° 0° 2° 6° 10° 12° 9° 7° 5° 20° 17° 9° 10° 21° 6° 25° 17° 3 Á MORGUN 3-8 m/s. Víða él síðdegis. 10 0 MÁNUDAGUR Vaxandi austan og suðaustan átt með slyddu og síðar rign- ingu. -4 -3 -3 -5 -4 -4 -5 -5 -8 10 13 8 5 5 5 8 10 20 8 -5 -6 -6 -4 -7 1 -5 -5 -3 HLÝNAR Á ÞRIÐJUDAG Jæja, loks má greina hlýindi í kortun- um eftir kuldatíð síðustu daga. Eru horfur á að síðla þriðjudags gangi hlýtt loft inn á landið með slyddu í fyrstu og síðar rigningu á landinu sunnan og vestan- verðu. Um kvöldið ætti að vera orðið frostlaust víðast hvar, síst þó nyrðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt mann um fertugt í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn barði konuna marg- sinnis með krepptum hnefa í höfuð og andlit og sparkaði í líkama hennar. Þau stóðu á þeim tíma í skilnaði en maðurinn bjó enn á heimili konunnar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Konan hlaut opin sár og marðist í andliti og víðs vegar um líkamann. Refsing- in var skilorðsbundin þar sem sýnt þótti að konan hefði átt upptökin að átökunum með því að reka manninum kinnhest. - sh Skilorð fyrir að lúberja konu: Börnin horfðu á barsmíðarnar BRETLAND, AP Harry prins sneri heim til Bretlands í gær eftir tíu vikna herþjónustu í Afganistan. Harry var í hópi 170 hermanna sem lentu á Brize Norton-her- stöðinni í Suður-Englandi í gær. Vilhjálmur bróðir hans og Karl faðir hans tóku á móti honum við komuna til landsins. Herdeild Harrys snýr aftur til Bretlands í apríl. Á föstudag var ákveðið að senda Harry heim eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að hann væri í Afganistan. Áður hafði verið gert samkomulag við fjölmiðla um að greina ekki frá staðsetn- ingu hans af öryggisástæðum. Karl Bretaprins sagðist í gær vera mjög feginn að sonurinn væri kominn heim í heilu lagi. Hann sagðist vera gríðarlega stoltur af honum og öllum þeim hermönnum sem gegna her- þjónustu. Harry ræddi hins vegar ekkert við fjölmiðla, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að prinsinn hafi verið afar ósáttur við að vera kallað- ur heim. Ekki hefur verið útilokað að Harry verði sendur í herþjón- ustu annað en áætlað er að eldri bróðir Harrys, Vilhjálmur, gegni herþjónustu í breska sjó- hernum síðar á þessu ári. - þeb Harry Bretaprins kom til Bretlands frá Afganistan í gær: Ósáttur við að vera sendur heim VIÐSKIPTI Fasteignasalinn og lögmaðurinn Guðmund- ur Þórðarson verður kærður fyrir að hafa ekki notað fé sem hann fékk frá kaupendum íbúðar til að aflétta veðskuldum fyrri eiganda. Gunnhildur Helga Jónasdóttir og Pétur Scheving Thorsteinsson keyptu í ágúst í fyrra tvíbýlishús í Kólguvaði fyrir 39,9 milljónir króna. Seljandinn var Arn ehf. og gekk Guðmundur Þórðarson hjá fasteignasölunni Casa Firma frá viðskiptunum. Hjónin tóku 25 milljóna króna lán sem Guðmundur tók við ásamt einni milljón í peningum. Féð átti hann meðal annars að nota til að létta 23 milljóna króna skuld af íbúðinni. Síðar kom í ljós að gamla lánið hafði ekki verið greitt upp heldur hvíldi áfram á íbúðinni og safnaði þar kostnaði. Guðmundur segir að peningarnir frá hjónunum hafi fyrir handvömm farið til að greiða skuldir Arns ehf. við fyrirtækið Byggben sem reisti húsið. „Þetta var bara eitthvert „blakkátt“ þegar var verið að afgreiða þetta hjá okkur,“ útskýrir Guðmundur. „Auðvitað gerir reyndur lögmaður og fasteigna- sali ekki slíkt af misgáningi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hjónanna. Gunnhildur og Pétur áttu að fá íbúðina fullbúna í september en fengu hana ekki fyrr en viku fyrir jól. Að sögn hjónanna vantaði þá innréttingar og tæki í íbúðina og hún lak. Samt hafi þau verið búin að greiða sex milljónir til viðbótar áðurnefndum 26 milljónum undir því yfirskini að klára ætti íbúðina. „Þetta eru menn sem auglýsa sig sem trausta og faglega en eru bara svikahrappar sem geta rústað líf fólks á einni nóttu,“ segir Gunnhildur. Í síðustu viku var loks gengið frá hinu eldra áhvílandi veði eftir að Sjóvá viðurkenndi ábyrgð á gjörðum Guðmundar og greiddi út hámark starfs- tryggingar sem hann hafði hjá félaginu, tæpar 23 milljónir króna. „Úr því sem komið var má segja að Vilhjálmur og Sjóvá hafi bjargað lífi okkar,“ segja Gunnhildur og Pétur. Málinu er þó ekki lokið. „Guðmundur verður kærður til bæði eftirlits- nefndar Félags fasteignasala og til úrskurðar- nefndar lögmanna og þess krafist að hann verði áminntur eða eftir atvikum sviptur lögmannsrétt- indum því þetta mál mun ekki vera það eina á hendur honum. Guðmundi verður líka stefnt vegna kostnaðar,“ boðar Vilhjálmur. Guðmundur kveðst ekki skilja hvað hjónunum gangi til. Þau eigi enn eftir að greiða yfir sex milljónir af kaupverðinu sem sé langt umfram hugsanlegan skaða þeirra. Fasteignasali beri ekki ábyrgð á afhendingardrætti. „Það er búið að bjarga því fullkomlega og ríflega það að þau verði ekki fyrir tjóni,“ segir hann. gar@frettabladid.is Mistök fasteignasala kostuðu 23 milljónir Hjón kæra fasteignasala í Casa Firma til úrskurðarnefndar lögmanna og Félags fasteignasala fyrir að nota ekki 23 milljónir af kaupverði íbúðar til að aflétta veðskuldum. Mistök segir fasteignasalinn. Sjóvá greiddi tjónið að mestu leyti. FJÖLSKYLDAN Í KÓLGUVAÐI 3 Gunnhildur Helga Jónasdóttir og Pétur Scheving Thorsteinsson með soninn Úlf fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Norðlingaholti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEIMKOMAN Karl og Vilhjálmur Bretaprinsar tóku á móti Harry við heimkomuna frá Afgan- istan í gær. Feðgarnir voru í flugstöðinni í rúma klukkustund áður en þeir keyrðu saman á brott. Harry prins vildi ekki ræða við fjölmiðla, en Karl faðir hans sagðist vera feginn að fá hann heim. Næturerill í höfuðborginni Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt laugardags. Lögreglan hafði í nógu að snúast vegna ölvunar, óspekta og pústra, en engin alvarleg mál komu þó upp að sögn varðstjóra. LÖGREGLUFRÉTTIR RÚSSLAND, AP Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag. Fastlega er búist við því að Dmitry Medvedev verði kjörinn forseti og að Vladimír Pútín, núverandi forseti, taki sæti forsætis- ráðherra í framhaldinu. Gennady Tsjúganov, formaður Kommúnista- flokksins, þjóðernis sinninn Vladimír Zhirinovsky og hinn lítt þekkti Andrei Bogdanov eru einnig í framboði til forseta. Kosningarnar hafa verið mikið gagnrýndar og er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu til dæmis ekki með kosninga eftirlit vegna deilna um framkvæmd þess. - þeb Forsetakosningar í Rússlandi: Talið öruggt að Medvedev sigri DMITRY MEDVEDEV GENGIÐ 29.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,9155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,47 65,79 129,88 130,52 99,52 100,08 13,353 13,431 12,614 12,688 10,607 10,669 0,6271 0,6307 105,41 106,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.