Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 12
12 2. mars 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1940 Þýsk herflugvél ræðst að togaranum Skutli frá Ísa- firði. Enginn slasaðist. Þetta var fyrsta árás á ís- lenskt skip í styrjöldinni. 1940 Sovéski herinn nær yfir- ráðum á finnsku eyjunni Tuppura. 1956 Bandarísk herflutninga- vél hrapar í sjóinn úti af Reykjanesi. Sautján menn farast. 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík vígð. 1977 Grínarinn Jay Leno kemur fyrst fram í þættinum Tonight show hjá Johnny Carson. 1982 Bíóhöllin í Reykjavík hefur starfsemi. 1993 Salman Rushdie skilur við konu sína, Marianne Wiggins. Flugfélagið Iceland Express fagn- ar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en fyrsta flugið var farið 27. febrúar árið 2003. Félagið hefur stækkað hratt á þess- um fimm árum og flýgur nú til fjórtán áfangastaða í Evrópu. „Stofnendur voru frumkvöðlar sem höfðu áhuga á flugi og töldu markaðs- legar forsendur fyrir öðru flugfélagi hérlendis,“ segir Matthías Imsland, forstjóri fyrirtækisins, og rifjar upp sögu félagsins. „Í upphafi var flogið daglega til Kaupmannahafnar og London. Árið 2005 bættust við Frankfurt og Hahn. Síðan stækkaði félagið enn frekar og fimm nýir áfangastaðir bættust við. Þeir eru Alicante, Berlín, Friedrichs- hafen, Gautaborg og Stokkhólmur. Síðan hófst beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Árið 2007 bæt- ist við Basel, Eindhoven, Osló og París ásamt því að farið er að fljúga frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar og nú höfum við bætt við Barcelona og Varsjá,“ segir Matthías. Iceland Ex- press fljúgi til fjórtán áfangastaða í sumar auk ferða til Kaupmannahafn- ar frá Akureyri og Egilsstöðum. „Við erum mjög stolt af fyrirtæk- inu. Þetta er einvala lið starfsfólks og án þeirra hefði þetta ekki verið mögu- legt,“ segir Matthías og heldur áfram: „Iceland Express er búið að slíta barnsskónum ef svo má segja. Félag- ið er skuldlaust og orðið gríðarlega sterkt. Hér vinna um 150 manns yfir háannatímann og það er mjög gaman í vinnunni. Góður mórall og mikill metnaður.“ Kúnnahópur flugfélagsins er breið- ur og Mattías segir félagið finna fyrir auknum áhuga frá fyrirtækjum og viðskiptafólki um samninga. Auk þess sem fyrirtækið hyggur á enn meiri útrás og innanlandsflug. „Við feng- um nýlega vilyrði fyrir eigin aðstöðu á Reykjarvíkurflugvelli sem býður upp á það að hefja innanlandsflug sem er spennandi möguleiki. Síðan munum við klárlega skoða möguleika á flugi til Bandaríkjanna,“ segir Matthías sem er bjartsýnn á framtíðina og segir Ice- land Express vera komið til að vera. „Þjónusta félagsins er í stöðugri endur- skoðun. Við fórum í ákveðna ímynd- arherferð á síðasta ári þar sem við lögðum áherslu á það sem við stönd- um fyrir. Þjónustu og sveigjanleika og skemmtilegheit. Ímyndarlega tel ég því að við séum orðin mjög traust í huga fólks. Við getum tekið ákvarðanir hratt og brugðist fljótt við og fyrir- tækið lagar sig að markaðs aðstæðum hverju sinni,“ segir Matthías, sem þakkar sínu starfsfólki og samstarfi þennan góða árangur. heida@frettabladid.is FLUGFÉLAGIÐ ICELAND EXPRESS: FAGNAR FIMM FLJÚGANDI ÁRUM Erum komin til að vera MATTHÍAS IMSLAND, FORSTJÓRI ICELAND EXPRESS „Starfsfólkið er einvalalið og árangur fyrirtækisins er því að þakka.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LOU REED TÓNLISTARMAÐUR ER 66 ÁRA Í DAG. „Ég trúði því alltaf að ég hefði eitthvað mikilvægt að segja og ég sagði það.“ Tónlistarmaðurinn Lou Reed er þekktur fyrir að skrifa um eigin lífsreynslu í lagatextum sínum en hann var söng- og gítar- leikari hljómsveitarinnar The Velvet Underground. Söngkonan Dusty Springfield eða Mary Isabel Catherine Bernadette O’Brien fæddist í Englandi 16. apríl 1939 og var því einungis sextug þegar hún lést. Hún átti miklum vinsæld- um að fagna sem söngkona, sérstaklega í Ameríku, en hás rödd hennar færði henni nafn- bótina Hvíta drottning sálar- tónlistarinnar. Sönglagatextar hennar báru einföld og skýr skilaboð um ástina og hún náði til fólks með kynþokkafullu útliti og glaðlegri framkomu. Þekktust eru lög hennar eins og „You Don´t Have to Say You Love Me“ og „I Only Want to Be With You“. Einkennandi fyrir útlit Dusty Spring- field var hátt uppsett ljóst hár og mikil svört augnmálning. Frægustu bönd- in sem hún söng með voru The Lana Sisters og The Spring- fields. Árið 1987 sneri hún aftur á vinsældalistana þegar hljómsveitin Pet Shop Boys bauð henni að syngja með sér inn á plötu. Dusty þótti ákveð- in og vandvirk í upptökuverinu svo karlkyns samstarfsmenn stimpluðu hana sem erfiða. Hún útsetti mörg laga sinna sjálf en fékk ekki heiðurinn af því þar sem það þótti ekki passa á þeim árum. Dusty giftist aldrei né eignaðist börn en hún hneigðist til beggja kynja og átti aldrei opinber- lega í alvarlegu sambandi. Hún átti við áfengis- og eiturlyfjavanda að etja og var margsinnis lögð inn á sjúkrahús vegna þess. ÞETTA GERÐIST: 2. MARS 1999 Dusty Springfield kveður Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, systur og frænku, Svandísar Júlíusdóttur Skúlagötu 78, Reykjavík, sérstakar þakkir til Óskars Þ. Jóhannssonar læknis og starfsfólks 11-E á Landspítala við Hringbraut, Heimahlynningar, Valgerðar Sigurðardóttur yfirlæknis og starfsfólks á líknardeild Landspítala í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Karl Valur Guðjónsson Díana Björnsdóttir Brynja Guðjónsdóttir Sveinn Þór Hallgrímsson Júlíus Kristinsson Lotte Knudsen Kristján Kristinsson Egill Kristinsson Hafdís Ósk Gísladóttir barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Snorra Þórs Rögnvaldssonar, húsgagnasmíðameistara, Goðabyggð 12, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks F.S.A. , sjúkraþjálfunar í Hlíð, séra Savavars A. Jónssonar, Oddfellow-reglunnar á Akureyri, Karlakórs Akureyrar - Geysis, einsöngvara og tónlistarfólks. Guð blessi ykkur öll. Margrét H. Ögmundsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Halldórsson rafvélavirki lést í Víðinesi mánudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 3. mars kl. 15.00. Björgvin Ragnarsson Hólmfríður Oddsdóttir Halldór Ragnarsson Andrea Ólafsdóttir Ólafur Hafsteinn Einarsson Ingimundur Guðmundsson Oddný S. Magnúsdóttir Þórunn Katrín Björgvinsdóttir Karen Mjöll Jóhann Ari Björgvinsson Björgvinsdóttir Ragnar Mikael Halldórsson Þórarinn Ingi Halldórsson Hinrik Örn Halldórsson Sigríður Birna Ingimundardóttir Þóra Björg Ingimundardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Bjarni Sturluson skipasmiður, frá Hreggsstöðum, lést að Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 11.00. Kristín Andrésdóttir Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra B. Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi G. Bjarnason María Henley Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI Ilmur María Stef- ánsdóttir myndlistar- kona er 39 ára. Chris Martin söngvari er 31 árs. Daniel Craig leikari er 40 ára. Jessica Biel leikkona er 26 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.