Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 16
16 2. mars 2008 SUNNUDAGUR N ýlega birtust í fjöl- miðlum fregnir af því að ungmenni hefðu stofnað Félag gegn Pól- verjum á vefsvæð- inu Myspace. Þá er ekki langt síðan heitar umræður sköpuðust um fordóma þegar sérstök vefsíða sem snerist um andúð gegn útlend- ingum fór í loftið. Svona dæmi eru ekki nýmæli á Íslandi en sumir telja sig merkja aukna fordóma í garð innflytjenda samfara mikilli fjölgun þeirra hér á landi. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segist finna fyrir aukinni andúð í samfélaginu gagnvart innflytjendum en erfitt sé að meta ástæðurnar þar sem ekki sé um það mörg tilvik að ræða. „Tilfinning mín er sú að það hafi eitthvað aukist en auðvitað eru hér fleiri innflytjendur en áður. Um leið og þeim fjölgar er líklegra að það verði fleiri árekstrar og andúð- in meira áberandi.“ Margir vilja ekki kvarta Einar segir það einkennandi fyrir innflytjendur að þeir vilji ekki kvarta þótt þeir upplifi fordóma. „Ef það er einhver dónaskapur út af uppruna er algjör undantekn- ing að fólk kvarti. Þeir vonast til að þetta gangi yfir. Það er eins og fólk telji að það komi til Íslands og geti ekki tekið því sem gefnu að allir bjóði það velkomið. Þetta sé bara eitt af því sem fólk þurfi að ganga gegnum, einhvers konar ókurteisi eða fyrirlitning. Það virðast bara margir tilbúnir til að þola ýmislegt.“ Fordómar vegna litarháttar hafa verið á undanhaldi og snúast núorðið meira um þjóðerni að sögn Einars. „Andúðin hefur til dæmis aukist sérstaklega mikið gagnvart Pólverjum og Litháum. Þó ekki sé beinlínis hægt að kenna fjölmiðl- um um hafa auðvitað verið fluttar fleiri neikvæðar fréttir af fólki af þessu þjóðerni heldur en til dæmis Dönum eða Taílendingum. Umfjöllunin skapar hugrenningar- áhrif hjá fólki gagnvart fólki frá þessum löndum.“ Einar tekur sem dæmi að ef sagt væri frá því að pólskur maður hefði verið tekinn ölvaður við akstur þá sé sambærilegt að segja að viðskiptafræðingur hafi verið tekinn ölvaður við akstur. „Hvað kemur það málinu við að hann var viðskiptafræðingur? Á sama hátt sé ég ekki hvernig það komi mál- inu við ef hann var Pólverji.“ Lokað kunningjasamfélag Tungumálakunnátta er aðalhindr- unin í vegi fyrir því að innflytjend- ur nái að aðlagast íslensku sam- félagi að mati Einars. En jafnvel þótt innflytjendur læri málið sé það alls ekki ávísun á aðlögun. „Þetta snýst líka um tengslanet til að komast inn í félagslífið. Maður heyrir oft sagt að þetta sé lokað samfélag af því að það voru allir einhvern tímann saman í skóla, íþróttafélagi eða vinnu og það eiga allir ótrúlega stóra fjöl- skyldu. Þetta er náttúrlega bara 300.000 manna samfélag og því fær fólk á tilfinninguna að það sé yfirþyrmandi kunningsskapur sem ræður öllu. Fólk er ekkert að bjóða öðrum inn í gamla vinahópa sína.“ Einar segist vita dæmi þess að innflytjandi sem sé mjög vel tengdur í samfélagið, vel liðinn og áberandi í umræðunni hafi aldrei komist inn í íslenskan vinahóp og kvarti yfir því að vera aldrei boðið neitt. „Það er enginn að segja að það ætti að vera borgaraleg skylda hjá fólki að eignast útlending að vini en fólk mætti spá í hvað það auðgar þeirra líf að eignast vini af ólíkum uppruna.“ Borgar sig að læra íslensku? Í byrjun vetrar skapaðist mikil umræða um íslenskukunnáttu inn- flytjenda þar sem mörgum mis- bauð hversu víða þyrfti að grípa til enskunnar. Einar segir skýring- una geta legið í því að oft er fólk ekki búið að gera upp við sig hvort það ætli að dveljast hér til langs tíma. „Út frá kaldri lógík þá telur þetta málsvæði bara 300.000 manns og ef þú leggur það á þig að læra þetta tungumál og þú sest ekki að hérna þá eru afskaplega litlar líkur á að íslenskan eigi eftir að nýtast þér. Auðvitað hvet ég innflytjendur til að læra íslensku því það er eina leiðin til að þeir geti staðið á eigin fótum. En innst inni skilur maður þegar þeir segj- ast ekki vita hvort þeir muni búa hér áfram og að hagkvæmara sé að bjarga sér á enskunni. Það þýðir þó ekki að leggja árar í bát og allir landsmenn geta hjálpað til með hvatningu og þolinmæði í garð nemendanna.“ Innflytjendur sem sjá um sig Ísland sker sig úr í samanburði við Norðurlöndin hvað samsetn- ingu innflytjenda varðar. „Við erum ekki með hælisleitendur og flóttamenn í sama mæli. Það eru hópar sem eru með miklu alvar- legri vandamál á bakinu heldur en innflytjendur sem koma og vinna og sjá um sig frá fyrsta degi. Þetta er oft fólk sem hefur aldrei unnið í landinu sem það býr í þar sem því var komið fyrir í sérstökum flóttamannabúðum í upphafi. Þar átti það að vera þangað til ástandið myndi batna í heimalandi þess. Það var ekki ýtt undir að það lærði tungumálið eða færi að vinna til að koma í veg fyrir að það festi rætur. Svo eftir þrjú, fjögur ár var því sagt að ástandið væri ekki að lagast og að nú væri kom- inn tími á að það bjargaði sér sjálft. Þá voru margir kannski búnir að gefast upp. Við erum ekki með svona vanda- mál á Íslandi. Ísland er með einna fæsta flóttamenn í heimi miðað við höfðatölu. 0,1 prósent íbúa Íslands eru flóttamenn meðan fimm prósent íbúa Danmerkur eru flóttamenn. Þetta er stóri munurinn. Það má frekar líkja Íslandi við Írland. Þar hefur verið mikill efnahagslegur uppgangur síðasta áratuginn og margir inn- flytjendur flutt þangað þar sem það hefur vantað starfskrafta.“ Ekki fyrirheitna landið Atvinnuleysi hefur um langa hríð verið í algjöru lágmarki á Íslandi. Þegar rætt er um hvað gerist þegar harðna fer á dalnum og atvinna dregst saman heyrast iðu- lega áhyggjuraddir um að inn- flytjendur hirði störfin af rótgrón- um Íslendingum. Einar telur fyrirséð að aukist atvinnuleysi muni andúð í garð útlendinga jafnframt aukast. „En það er vert að hafa það í huga að þetta er lítið og tiltölulega lokað samfélag. Það er frekar dýrt að búa hér í sambandi við mat og aðrar nauðsynjar og veðurfar er ekki sérstaklega blítt. Á móti kemur að hér er frekar friðsælt og lítið um afbrot. Kerfið er frekar aðgengilegt, þú átt að fá hjálp ef þú þarft á henni að halda. En ég held að út frá köldu mati, ef þú sérð fram á versnandi tíð þar sem þú verður ekki í góðu starfi og átt ekki kost á góðri yfir- vinnu þá lítirðu til annarra ríkja á borð við Írland. Ég held það sé ekkert einstakt að vera á Íslandi. Menn verða að hafa það í huga að Ísland er ekkert endilega fyrir- heitna landið.“ Fræðsla besta vopnið Aðspurður hver sé stærsti vandi varðandi stöðu innflytjenda á Íslandi í dag segir Einar hann helst snúa að upplýsingaflæði. „Það má alltaf bæta upplýsinga- gjöf og bæta móttökuferlið þegar þeir koma til landsins og við verð- um að halda áfram að efla íslensku- kennslu og hvetja þá áfram sem leggja stund á námið. Og besta vopnið gegn andúð og fordómum er fræðsla. Lykillinn að því að bæta samfélagið er ekki að fræða minnihlutahópinn. Það er meiri- hlutahópurinn sem stjórnar. Eins og í grunnskóla þegar það kemur einhver nýr í bekkinn þá getur hann ekki boðið sjálfum sér í leiki eða í afmæli. Það er ekki þessi nýi sem á að taka frumkvæð- ið heldur hinir sem taka á móti honum. Það á að vera mikil fræðsla í skólakerfinu og því miður er ekki mikið að gerast þar. Það vantar markvissa fræðslu á öllum skóla- stigum. Þessi vefsíða sem var stofnuð um daginn um Félag gegn Pólverjum var bara ákall á hjálp og umræður.“ Margir vilja ekki kvarta Mikil fjölgun innflytjenda hér á landi hefur leitt til aukinna fordóma gagnvart þeim. Einar Skúla- son, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir í viðtali við Sigríði Dögg Guðmundsdóttur að lykillinn að því að bæta samfélagið sé ekki að fræða minnihlutahópinn. Það sé meirihlutinn sem stjórni. Þá skeri Ísland sig úr í samanburði við hin Norðurlöndin hvað samsetningu innflytjenda varði. EINAR SKÚLASON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI ALÞJÓÐAHÚSS Segir innflytj- endur á Íslandi veigra sér við því að kvarta finni það fyrir fordómum og andúð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sesselja Theodors Ólafsdóttir stendur að verkefninu Vinafjölskyldur í Vestur- bæjarskóla í Reykjavík sem snýst um að íslenskar fjölskyldur veiti innflytj- endafjölskyldum stuðning og hjálpi þeim að laga sig að íslensku samfélagi. Hugmyndina fékk Sesselja þegar dóttir hennar byrjaði í 1. bekk. „Ég tók eftir því að foreldrar innflytjendabarna í skólanum komu ekki á við- burði. Þeir fengu boð frá kennara í formi miða eða tölvupósts um að hitt og þetta væri í gangi en samt var eins og þeir mættu ekki. Svo var það á bollu- daginn fyrir rúmu ári að ég sendi dóttur mína með bollu í skólann eins og allir krakkarnir máttu gera. Þegar hún kom heim spurði ég hana hvernig hefði verið og þá var hún afskaplega leið yfir því að nýi strákurinn í bekknum, sem er innflytjandi, var sá eini sem var ekki með bollu. Kennarinn sagði mér síðar að hún hefði látið alla vita en það er eitt að segja fólki eitthvað og annað að allir átti sig á hvað felst í því.“ Sesselja ræddi hugmynd sína á fundi hjá foreldrafélaginu og var hún í kjöl- farið kynnt fyrir skólastjóra og kennurum, sem allir tóku henni vel. Núna er þetta verkefni hafið í einum bekk í Vesturbæjarskóla til að meta hvernig reynslan verður, að sögn Sesselju. „Markmiðið er að mynda tengsl við foreldra í innflytjendafjölskyldum til að auðvelda aðlögun að íslensku samfélagi og barnið geti staðið meira jafnfætis þeim börnum sem eru alin upp á Íslandi. Og þetta er hugsað sem gagnkvæm aðlögun þar sem báðar fjölskyldur geta lært hvor af annarri.“ ➜ VINAFJÖLSKYLDUR Í VESTURBÆ SESSELJA TH. ÓLAFSDÓTTIR Kynnti sér málefni innflytjenda í Danmörku í tengslum við lokaverkefni sitt í meistaranámi í mannfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% HLUTFALL ERLENDRA RÍKISBORGARA af íbúum á Íslandi 1980–2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 FJÖLDI ERLENDRA RÍKISBORGARA eftir þjóðerni HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS PÓ LL AN D LI TH ÁE N ÞÝ SK AL AN D D AN M Ö RK PO RT Ú G AL KÍ N A FI LI PP SE YJ AR B AN D AR ÍK IN TA ÍL AN D LE TT LA N D 8439 1284 964 958 898 776 769 606 547 415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.