Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 18
2 sport Jón Arnór hefur verið að gera frábæra hluti með liðinu í ár og vex með hverjum leik. Hann er búinn að festa sig vel í sessi, sjálfs-traustið er mikið og hann er liðinu gríðarlega mikilvægur,“ segir Jasmin Repesa, hinn króatíski þjálfari Lottomatica Roma á Ítalíu. Jón Arnór hefur vakið verðskuldaða athygli með frammistöðu sinni í ár og það sem af er hefur hann skorað 10,7 stig að meðaltali í leik í ítölsku deildinni, auk þess sem hann hefur gefið 2,2 stoðsendingar og tekið 3,1 fráköst fyrir Lottomatica, sem er sem stendur í fjórða sæti ítölsku deildarinnar. Jón Arnór hefur reyndar átt við erfið meiðsli að stríða síðustu vikur en er óðum að ná sér á strik á nýjan leik. GETUR ORÐIÐ MIKLU BETRI Repesa er eðlilega í skýjunum með þær framfarir sem Jón Arnór hefur sýnt frá því á síðustu leiktíð en segir hann ennþá eiga mikið inni. „Hann getur náð miklu lengra, ekki spurning. Jón býr yfir kostum sem eru ekki svo algengir í körfubolta í dag. Hann er einstaklega snjall leikmaður sem tekur hag liðsins fram yfir sjálfan sig. Hann leggur sig alltaf allan fram, bæði í leikjum og á æfingum. Þá er hugarfarið fyrsta flokks, bæði innan vallar og utan. En hann á ennþá mikið inni og getur bætt sig á öllum sviðum leiksins. Og ég er sann- færður um að hann eigi eftir að gera það,“ segir Repesa. Þrátt fyrir að Jón Arnór sé að spila að meðaltali um 25 mínútur að meðaltali í hverjum leik byrjar hann venju- lega á varamannabekknum. Í ljósi góðrar spilamennsku Jóns Arnórs hefur sú ákvörðun Repesa að láta hann ekki í byrjunarliðið vakið nokkra athygli. Þjálfarinn hefur þó sínar skýringar á því skipulagi. „Með því að láta Jón byrja út af held ég honum hungruðum, auk þess sem hann hefur eiginleika til að brjóta upp leikinn þegar mest þörf er á. Þegar farið er að hægjast á okkar leik vil ég setja Jón inn á völlinn þannig að hann nái að nýta sér hraðann og sprengikraftinn sem hann hefur sem allra best. Það má segja að hann sé leynivopnið okkar,“ segir Repesa. Jón Arnór þarf oftar en ekki að sætta sig við að byrja á varamanna- bekknum hjá Lotto- matica, en það er með ráðum gert hjá Repesa. Jasmin Repesa er mjög virtur þjálfari í Evrópu og hefur náð ein- staklega góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina. Hann hefur mjög mikið álit á Jóni Arnóri Stef- „Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að gera þetta,“ sagði Ana Paula í nýlegu viðtali, spurð um þá ákvörðun að sitja fyrir, en hún birtist fyrst á forsíðu Playboy um mitt síðasta ár. Inni í blaðinu eru fjölmargar myndir af dómaranum, fáklæddum og í eggjandi stellingum. „Ég er 29 ára gömul og var komin á síðasta snúning ef ég ætlaði að sitja fyrir. Tilboðið var það gott að ég gat ekki hafnað því,“ bætir Ana Paula við, en fjölmiðlar í Brasilíu fullyrða að Playboy hafi greitt henni rúmar sextán milljónir króna fyrir fyrirsætustörfin. Þótt enginn efist um að tilboð Playboy hafi verið gott hefur Ana Paula mátt þola mikla gagnrýni frá knattspyrnu- hreyfingunni í Brasilíu. Þær raddir ganga fyrst og fremst út á að nektar- myndirnar séu til þess fallnar að draga úr valdi hennar og virðingu á vellinum. Sjálf segist hún ekki í vafa um að svo sé ekki. „Myndirnar í Playboy munu ekki hafa áhrif á frammistöðu mína inni á vellinum vegna þess að ég er sama manneskjan og áður. Ég er jafn strangur dómari og áður,“ útskýrir Ana Paula og bætir við að þeir sem dirfist að minnast á mynd- irnar af henni í miðjum leik eigi ekki von á góðu. „Ef ég heyri Playboy nefnt á nafn af leikmanni mun ég aðvara hann. Ef viðkomandi gengur of langt vísa ég honum umsvifalaust af velli. Það er í lagi að segja sína skoðun á myndunum utan vallar, en innan vallar er það ekki í lagi. Það kemur engum fótboltamanni við hvað ég geri í mínu einkalífi.“ Forystumenn brasilíska knattspyrnusambandsins voru allt annað en ánægðir með nektarmyndirnar af Oliveira og settu hana í langt bann, sem nú hefur verið aflétt. Hún hefur hins vegar verið tekin af svokölluðum elítu-lista dómara, sem veldur því að hún mun aldrei fá tækifæri að starfa sem línu- vörður í efstu deild karla. Því hafði verið spáð að hún fengi tækifæri á þeim vettvangi, áður en hún sat fyrir í Playboy. „Fyrst hún telur mikilvægara að sýna á sér líkamann en að sinna dómarastörfum þá teljum við réttlætanlegt að taka hana af listanum,“ hefur talsmaður knatt- spyrnusambandsins látið hafa eftir sér. GAT EKKI HAFNAÐ PLAYBOY JÓN ARNÓR Jasmin Repesa Aldur: 46 ára Þjóðerni: Króatískur Staða: Þjálfari Lotto- matica Roma og króatíska landsliðs- ins í körfubolta Repesa hefur verið afar sigursæll frá því að þjálfaraferill hans hófst árið 1994. Þrívegis hefur hann stýrt liðum til meistaratitils í heimalandi sínu auk þess sem hann gerði Tofas Bursa að tyrkneskum meisturum. Frá árunum 2002- 2006 var Repesa þjálfari Forti- tudo Bologna á Ítalíu og gerði hann liðið að meisturum árið 2005. Hann er nú á sínu öðru ári með lið Lotto- matica Roma. ER LEYNIVOPNIÐ OKKAR Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur verið einn albesti leikmaður Lotto- matica Roma í ítölsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í körfubolta á tímabilinu. Þjálfari liðsins, Jasmin Repesa, sem er gríðar- lega virtur í evrópskum körfubolta, hefur mikla trú á Jóni og segir hann aðeins eiga eftir að verða betri. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON Ana Paula Oliveira er 29 ára gömul og sá kvenkyns dómari í Brasilíu sem náð hefur hvað lengst í því starfi þar í landi. En eftir að hafa setið fyrir sem forsíðustúlka karlatímaritsins Playboy var hún sett í bann sem var afl étt fyrir skemmstu. Stór hluti landsliðshópsins sem vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989 hefur átt mikilli vel- gengni að fagna í atvinnulífinu eftir að handboltaferlinum lauk. Ef mið er tekið af eftir- farandi lista virðist sem sæti í landsliðshópnum sé mjög góður grunnur fyrir stjórnendastöðu í framtíðinni: Valdimar Grímsson Var: Hægri hornamaður og vítasnillingur Er: Framkvæmda- stjóri Vogue og Lystadúns Snælands Júlíus Jónasson Var: Vinstri skytta og varnartröll Er: Þjálfari íslenska karlalandsliðsins og viðskiptastjóri einkabankaþjón- ustu Kaupþings Kristján Arason Var: Hægri skytta og varnartröll Er: Framkvæmda- stjóri einka- bankaþjónustu Kaupþings Þorgils Óttar Mathiesen Var: Línumaður Er: Stjórnarformaður Klasa. Sigurður Gunnarsson Var: Miðjumaður Er: Deildarstjóri íþrótta- og tónlistar- deildar Úrvals Útsýns Jakob Sigurðarson Var: Vinstri hornamaður Er: Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu Einar Þorvarðarson Var: Markvörður Er: Framkvæmdastjóri HSÍ Geir Sveinsson Var: Línumaður og varnartröll Er: Framkvæmda- stjóri fjárfestingar- félagsins Amicus Partners Guðmundur Guðmundsson Var: Vinstri hornamaður Er: Þjálfari íslenska karlalandsliðsins og „Global account and program manager“ hjá Kaupþingi. H V A R E R U ÞEIR NÚ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.