Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 67
sport 35 80 sekúndur voru liðnar af leiknum og við fengum hornspyrnu. Ég skokkaði fram völlinn og tók mér stöðu á fjærstönginni eins og ég er vanur. Boltinn barst á mitt svæði og ég reyndi að ná til hans með því að renna mér í átt að Brian McClair og Denis Irwin. Ég náði að snerta boltann fyrstur en það var þá sem öskrin byrjuðu.“ Þannig lýsir hinn fertugi David Busst atvikinu sem átti sér stað í leik Coventry og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrir tæpum tólf árum og átti eftir að binda enda á feril hans sem knattspyrnumaður. Daninn Peter Schmeichel í marki Man. Utd varð sá fyrsti sem sá fótinn á Busst eftir samstuðið. Hann kastaði boltanum umsvifalaust af velli og átti skömmu síðar eftir að kasta upp fyrir aftan mark sitt. Schmeichel þurfti aukinheldur á áfallahjálp að halda eftir leikinn, en síðar lét hann hafa eftir sér að hann hefði fengið martraðir um þá sýn sem blasti við honum á vellinum og smellinn sem heyrðist þegar fótur Busst brotnaði. ÓBÆRILEGUR SÁRSAUKI Fótbrot Busst var svokallað opið beinbrot og fóru sköflung- urinn og sperrileggurinn beinlínis í tvennt. Fóturinn á Busst sneri níutíu gráður í gagnstæða átt þegar læknar Coventry komu að honum, liggjandi í blóði sínu og hrópandi stjórnlausum angistarópum. Gera þurfti fimmtán mínútna hlé á leiknum meðan hugað var að hryllilegum meiðslum Busst og vallarstarfsmenn Old Trafford mokuðu sandi yfir blóðpollinn sem myndast hafði í vítateig Schmeichel. „Ég man að ég sá áhorfendur klappa og kalla til mín í samúðarskyni en ég heyrði ekkert í þeim fyrir öskrunum í sjálfum mér. Sársaukinn var óbærilegur. Ég vissi að eitthvað mjög alvarlegt var að og fannst eins og það vantaði hluta á líkamann á mér,“ sagði Busst í nýlegu viðtali þegar hann rifjaði upp meiðslin. Busst missti aldrei meðvitund á þeim níutíu mínútum sem liðu frá því að brotið átti sér stað þar til hann fór í sína fyrstu aðgerð. Á Hope-sjúkrahúsinu í Manchester var það bæklunarskurðlæknirinn Raymond Ross sem tók á móti Busst. Hann fékk það hlutverk að koma fætinum í sína „náttúrulegu“ stöðu áður en hann var settur í spelku. Talið er að Busst sé einn af örfáum sem hafi upplifað slíkar raunir með fullri meðvitund og án nokkurrar deyfingar og verkjalyfja. Þessi skjótu og hárréttu viðbrögð Ross við brotinu urðu til þess að ekki þurfti að fjarlægja fótinn af Busst. „Ég var heppinn. Tíu árum áður var ekki til sú þekking sem þurfti til að bjarga fætinum á mér og þá hefði líklega þurft að fjarlægja hann,“ segir Busst. SÝKING OLLI MESTUM SKAÐA Busst dvaldi á sjúkrahúsi næstu tvo mánuði og gekkst undir nokkrar aðgerðir í hverri viku. Þar sem um var að ræða opið beinbrot var í raun gat í fæti Busst sem skapar mikla hættu á sýkingu. Hann missti þó aldrei trúna og sagði öllum þeim sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið, meðal annars Schmeichel, David Beckham, Ryan Giggs, Eric Cantona og Alex Ferguson hjá Man. Utd, að hann ætti eftir að mæta þeim aftur á vellinum. Svo varð hins vegar ekki. Hann fékk svokallaða MRSA-sýkingu í fótinn sem olli miklu meiri skaða en beinbrotið sjálft gerði. „Við brotið má segja að vöðvinn í fætinum á mér hafi hreinlega sprungið. Sýkingin komst í vöðvann og þeir urðu að skera hluta af honum burt í fimmtándu aðgerð- inni. Brotið greri fullkomlega en ég hafði ekki nægilega mikla vöðva til að geta spilað aftur,“ segir Busst. Alls gekkst Busst undir 26 aðgerðir á fætinum og í dag finnur hann lítið fyrir meiðslunum. Hann spilar fótbolta í einni af „eldri-manna“ deildum Englands og starfar sem þjálfari hjá akademíu Coventry. „Ég var vissulega niðurbrotinn að heyra, þá 29 ára gamall, að ferillinn væri búinn. En hvað á maður að gera? Það er annað hvort að kvarta og kveina og leggjast í þunglyndi eða halda áfram að gera það besta úr því sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég valdi síðari kostinn.“ VERSTU MEIÐSLI ÍÞRÓTTASÖGUNNAR Hér sést aðdragandinn að broti David Busst og á minni myndinni sjást fyrstu viðbrögð leikmanna á vellinum. Brian McClair og Denis Irwin reyndu að ná til boltans en klemmdu Busst á milli sín, algjörlega óviljandi. Dion Dublin, fyrirliði Cov- entry, er í áfalli og leikmenn Man. Utd kalla eftir aðstoð lækna. Útlitið á fæti Busst eftir samstuðið er svo hryllilegt að ekki er við hæfi að sýna það í blaðinu. David Busst segist aðspurður ekki hafa getað horft á tækl- ingu Martin Taylor á Eduardo Da Silva í leik Birmingham og Arsenal um síðustu helgi. Hann var á leið til vinar síns í þeim tilgangi að horfa á leikinn en var seinn fyrir. „Eduardo var nýfarinn af velli þegar ég kom og ég vissi að meiðslin væru ljót þegar tækl- ingin var ekki endursýnd. Í markaþætti um kvöldið var atvikið síðan endursýnt. Þegar ég sá Taylor koma aðvífandi með fótinn á undan sér varð ég að líta undan. Ég gat ekki horft á brotið,” sagði Busst. David Busst er borinn af leikvelli á Old Trafford hinn 8. apríl 1996 eftir að hafa orðið fyrir þeim meiðslum sem gjarnan eru nefnd þau verstu í íþróttasögunni. Busst gekkst undir 26 aðgerðir eftir skelfilegt opið beinbrot þar sem sköflungurinn og sperrileggurinn fóru bókstaflega í sundur. Frá þeim tíma sem brotið varð og þar til hann fór í sína fyrstu aðgerð missti Busst aldrei meðvitund. SPORT/GETTY IMAGES Mikið hefur verið rætt og skrifað um hryllilegt fótbrot Eduardo Da Silva, leikmanni Arsenal, síðustu daga. Meiðsli Eduardo eru þó langt frá því að jafnast á við þau sem David Busst, fyrrverandi leikmaður Coventry, varð fyrir í leik gegn Manchester United hinn 8. apríl 1996. Busst gekkst undir 26 aðgerðir eftir slysið og þurfti markvörðurinn Peter Schmeichel á áfallahjálp að halda eftir að hafa horft upp á brotið. Meiðsli Busst hafa gjarnan verið nefnd þau verstu í íþróttasögunni. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON David Busst Fæddur: 30. júní 1967 í Birmingham, Englandi Hæð: 1,85 metrar Staða: Varnarmaður Busst spilaði 57 leiki á ferli sínum fyrir Coventry og skoraði í þeim 5 mörk. Góðgerðarleikur til styrktar Busst fór fram í maí 1997 þar sem Coventry og Manchester United áttust við. Uppselt var á leikinn og var Busst hylltur af áhorf- endum í leikslok. ______________________ „David Busst var kannski ekki hæfileikaríkast knattspyrnu- maður í heiminum en enginn hafði stærra hjarta en hann.” Gordon Strachan, fyrrum liðsfélagi Busst hjá Coventry. Gat ekki horft á tæklingu Taylors „Sársaukinn var óbærilegur. Ég vissi að eitthvað mjög alvarlegt var að og fannst eins og það vantaði hluta á líkamann á mér.” Peter Schmeichel var bugaður eftir að hafa horft upp á fótbrotið. Hann kastaði upp eftir að hafa séð ástandið á fæti Busst og þurfti á áfallahjálp að halda eftir leikinn. SPORT/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.