Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 68
36 sport Stjarna hins 18 ára gamla norður-írska kylfi ngs Rory McIlroy hefur risið hratt á undanförnum misserum og hefur hann meðal annars verið stimplaður sem evrópska útgáfan af Tiger Woods. Ýmsir sérfræðingar halda því fram að Rory standi framar en Tiger þegar hann var á sama aldri og benda einfaldlega á árangur á mótum máli sínu til stuðnings. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON Birgir Leifur Hafþórsson hefur mikla trú á Rory. HINN EVRÓPSKI TIGER WOODS Þegar Rory var 15 ára veðjaði faðir hans, Gerry McIlroy, 400 pundum á að sonur sinn myndi vinna stórmót í golfi áður en hann yrði 25 ára. Líkurnar sem hann fékk voru býsna góðar, 400 á móti einum, sem þýðir að Gerry fær 160 þúsund pund í vasann, rétt um 20 milljónir íslenskra króna, fari svo að Rory beri sigur úr býtum á stórmóti fyrir árið 2015. Á þessum tíma hlógu bresku veðbankarnir að gamla manninum og litu svo á að þeir hefðu fengið gefins þessi 400 pund. Í dag horfir málið öðruvísi við. Líkurnar sem hægt er að fá í sam- bærilegu veðmáli eru á bilinu 20-40 á móti einum, í allra besta falli. Þetta breytta viðhorf veðbanka er til marks um þá trú sem Norður- Írar hafa á sínum manni. BRILLERAÐI Á OPNA BRESKA Rory vakti fyrst heimsathygli á Opna breska meistaramótinu síðasta sumar. Þar sló hann í gegn strax á fyrsta degi þegar hann lék á þrem- ur höggum undir pari og var í þriðja sæti eftir daginn. Rory var aukinheldur eini keppandinn á mótinu sem hlaut ekki skolla þennan fyrsta dag. Skyndilega var þessi norðurírski ungling- ur á allra vörum – hver er þessi táningur sem gefur þeim bestu ekkert eftir á stærsta golf- móti ársins? „Þessi dagur markar upphafið að þeirri athygli sem ég hef fengið síðustu vikur og mán- uði. Það var aldrei starað á mig úti á götu fyrr en eftir þennan dag,“ segir Rory sjálfur. Scott Verplank, sem spilaði með honum á fjórða og síðasta keppnisdeginum, komst skemmtilega að orði þegar hann var beðinn um að lýsa hæfi- leikum Rory. „Hann er eins 18 ára gamall, lítur út eins og 14 ára táningur en spilar eins og 28 ára gamall atvinnumaður. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Verplank. Heldur dró úr kraftinum í spilamennsku Rory eftir því sem leið á mótið en hann fékk þó silfurskjöldinn sem eini áhugamaðurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn. Rory lauk keppni á samtals 5 höggum yfir pari og notaði 12 höggum meira en sigurvegarinn Padraig Harrington. TIGER ER FYRIRMYNDIN Nokkrum vikum síðar var Rory orðinn atvinnu- maður og á fyrsta mótinu sem slíkur, á breska Masters-mótinu, hafnaði hann í 42. sæti. Á Alfred Dunhill-meistaramótinu sem fram fór í október á síðasta ári hafnaði Rory í þriðja sæti – á sínu öðru móti sem atvinnukylfingur. Fyrir þennan árangur hlaut Rory rúmar 20 milljónir króna í verðlaunafé. Til samanburðar má nefna að Tiger Woods hlaut „aðeins“ 2,6 milljónir króna í verðlaunafé á sínum tveimur fyrstu mótum. En þrátt fyrir að Rory standi Tiger jafnvel framar þegar árangur er skoðaður í saman- burði við aldur er bandaríska stórstjarnan samt sem áður helsta fyrirmynd hins unga Rory. „Hann virðist ekki getað stigið röngum fæti niður, í hverju sem hann gerir. Sveiflan er full- komin, púttin eru nánast alltaf örugg og svo eru flestir aðrir þættir, eins og samskipti við fjölmiðla, nánast óaðfinnanleg. Hver vill ekki vera eins og Tiger?“ segir Rory. Fyrir tíma Tiger Woods var það þó Íslands- vinurinn Nick Faldo sem Rory hofði allra mest upp til. „Ég hitti hann fyrst þegar ég var 12 ára og ég gat ekki komið upp einu einasta orði, svo stressaður var ég. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef horft á kennslumyndböndin hans,“ segir Rory. FALDO ER MESTI AÐDÁANDINN Faldo sá fyrst til Rory þegar hann var á tán- ingsaldri og varð hreinlega agndofa yfir því sem fyrir augu bar. Hann hafði það mikla trú á hæfileikum Rory að hann lét hann fá símanúm- erið sitt, með þeim skilaboðum að hann mætti hringja í sig hvenær sem er. „Ég hringdi nokkr- um sinnum í hann þegar ég var að glíma við einhver vandamál og hann hjálpaði mér mikið. Hann sendir mér ennþá alltaf SMS-skilaboð eftir mót þar sem hann óskar mér til hamingju með góðan árangur.“ Og í dag hefur dæmið snúist við – Faldo er orðinn helsti aðdáandi Rory. „Það er einstakt hvað hann nær að láta golf líta út fyrir að vera einfalda íþrótt. Hann spilar af fádæma öryggi og allt sem hann gerir virðist vera svo áreynslu- laust. Og þrátt fyrir að vera svona ungur hræð- ist hann ekki neitt. Það gerir hann einstakan,“ segir Faldo. Heimild: GolfWorld og fl. RORY MCILROY RORY MCILROY Fæddur: 4. maí 1989 í Holy- wood, Norður-Írlandi Hæð: 180 sentimetrar Þyngd: 73 kíló FERILLINN 3 ára: Slær í fyrsta sinn yfir 50 metra langt högg 4 ára: Horfir í fyrsta sinn á golfmót í sjónvarpi (Royal St. George mótið) 11 ára: Fer fyrsta heila hringinn á pari 13 ára: Nær forgjöfinni niður í 0 15 ára: Spilar í fyrsta sinn á atvinnumannamóti, breska Masters-mótinu 2005 16 ára: Setur vallarmet á Royal Portrush-vellin- um, einum þeim erfiðasta á Bretlandseyjum sam- kvæmt ýmsum bókum um golfvelli, með því að spila á 61 höggi. Verður yngsti sigurvegari Meistaramóts Vestur-Írlands frá upphafi. 17 ára: Sigrar á Opna evr- ópska meistaramóti áhuga- manna. 18 ára: Kemst í efsta sætið á heimslista áhugamanna. Er eini áhugamaðurinn sem kemst í gegnum niður- skurðinn á Opna breska. Gerist atvinnumaður og hafnar í þriðja sæti á sínu öðru móti. Tryggir sér þar með þátttökurétt á evr- ópsku mótaröðinni í ár. GETUR ORÐIÐ ÓTRÚLEGA GÓÐUR Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilar líkt og Rory McIlroy á evrópsku mótaröðinni en hefur þó ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að spila með honum. „En ég hef fylgst svolítið með honum á æfingasvæðinu og það er alveg ljóst að hann er gríðarlega efnilegur. Tæknilega er hann eiginlega fullmótaður, sem er ótrúlegt miðað við að hann er 18 ára gamall.” Birgir Leifur segir allt þurfa að ganga upp hjá Rory ætli hann sér að standa jafnfætis Tiger Woods í nánustu framtíð. „Ég held að það sé alveg möguleiki að hann komist á stall með Tiger, en það mun ráðast á þessum fyrstu þremur árum hans sem atvinnumaður. Það verður allt að ganga upp hjá honum því það mun rífa upp sjálfstraust hans og hafa gríðarleg áhrif á andlega þáttinn,” útskýrir Birgir Leifur og ítrekar að það sé einmitt þessi andlegi þáttur sem geri Tiger einstakan. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig Rory tekst á við alla athyglina sem hann mun fá í ár,” bætir hann við. Birgir Leifur segir Rory hafa persónuleik- ann til að ná mjög langt. „Mér sýnist hann vera indælis strákur og með báða fætur á jörðinni. Eins og allir aðrir kylfingar getur hann bætt sig endalaust andlega og líkamlega og ef hann gerir það verður hann ótrúlega góður. Ég vona allavega innilega að hann nái langt og stríði Tiger.” „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.